Gunnlaugur Hjálmarsson

Mjölnir - 26. mars 1976

Gunnlaugur Hjálmarsson, látinn.

Í síðasta mánuði lézt á Akranesi gamall Siglfirðingur, Gunnlaugur Hjálmarsson verkamaður. Hann var um árabil einn af forustumönnum Alþýðuflokksins hér.

Gunnlaugur var ágætlega greindur maður, fróður, hagmæltur, ritfær og skemmtilegur í viðræðu. Hann er því minnisstæður flestum sem kynntust honum.

Blaði vottar vandamönnum hans samúð.

0000000000OOOOOOOOOOOOOOOOO 

Gunnlaugur Hjálmarsson var mjög virkur í pólitíkinni og eftir hann liggja tugir greina tengt þeim málum og fleiru.

Hann átt einnig mikil greinaskipti í blöðum við pólitíska andstæðinga sína sem deildu hart á hann, og var hann ávalt fljótur að svara fyrir sig.

Gunnlaugur Hjálmarsson og kona hans Þuríður Gunnarsdóttir -- Ljósmynd Kristfinnur

Gunnlaugur Hjálmarsson og kona hans Þuríður Gunnarsdóttir -- Ljósmynd Kristfinnur

Hann starfaði mikið fyrir flokk(a) sinn og stefnu, sem erindreki á þingum og fundum. 

Finna má á www.timarit.is
sk.