Halldór Baldur Kristinsson málari

Neisti - 20. febrúar 1983

Halldór Kristinsson málari -  F. 4. ágúst 1939 D. 6. febrúar 1983.
Að heilsa og kveðjast það er lífsins saga. Með þessum minningarorðum er kvaddur ungur maður í blóma lífsins. skyndilega kallaður burtu.

  • Varla nokkur tími til þess að kveðjast.
  • Við trúum því kristnir menn,
  • að dauðinn sé aðeins stigbreyting
  • til æðra og betra lífs.

Við. sem eftir lifum. kveðjum því ástvin og vandamann að sinni. Halldór Kristinsson fæddist hér á Siglufirði 4. ágúst 1939. sonur hjónanna Sigurbjargar Sigmundsdóttur og Kristins Jóakimssonar.

Sigurbjörg er enn á lífi. en Kristinn lést fyrir nokkrum árum. mesti dugnaðar- og sómamaður. Halldór var því aðeins 43 ára. þegar kallið mikla kom. sem allir verða að hlýða. Hann var aðeins 16 ára gamall er hann hóf nám í malaraiðn hjá Herberti Sigfússyni. Sveinsprófi lauk hann tvítugur að aldri. en meistarabréf fékk hann i iðn sinni 1966.

Halldór Kristinsson málari - Ljósmynd Kristfinnur

Halldór Kristinsson málari - Ljósmynd Kristfinnur

Halldór. sem gekk undir nafninu Gósi málari. þekktu allir Siglfirðingar af dugnaði hans og samviskusemi í starfi og rósemi í allri framkomu. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og þá til annarra um leið.

Halldór þótti góður fagmaður og var því eftirsóttur til vinnu. Hann var að eðlisfari hlédrægur og feiminn. en undir skelinni var hann traustur félagi og vinur vina sinna. sem hægt var að treysta í hvívetna.

Eftirlifandi eiginkona Halldórs aðrir vandamenn hata misst mikið. En minningin um góðan og mætan heimilisföður og fullvissan um endurfundi síðar er mikil huggun harmi gegn. öllum ástvinum Halldórs flyt ég dýpstu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Halldórs Kristinssonar.
Jóhann G Möller