Tengt Siglufirði
Hallgrímur Hafliðason f. 7 júní 1951 d. 25 desember 1980.
Ég undirritaður þekkti Halla Nonna vel á hans yngri árum, það er þegar hann var 12-15 ára, þá
í tengslum við myndavélar og ljósmyndatökur.
En hann sótti meðal annars ljósmyndanámskeið á vegum Æskulýðsheimilisins við Vetrarbraut, þar sem ég
meðal annarra sá um þá kennslu, aðalega þó kennslu við framköllun á filmum og pappír til stækkunar ljósmynda.
Halli var mjög áhugasamur og tók mikið magn góðra ljósmynda, en filmur hans og stafrænar eftirtökur eru í dag varðveittar hjá: Ljósmyndasafni Siglufjarðar / Ljósmyndasafni Síldarminjasafnsins.
En Halli því miður, hafði misst allan áhuga á ljósmyndun og varðveislu þeirra, stuttu eftir 16-17 ára aldur og færði mér allt safn sitt til eignar (Ljósmyndasafn Steingríms, síðar Ljósmyndasafn Siglufjarðar, sem þá var í minni eigu)
En hann þekkt vel til safna áráttu minnar, enda góðir vinir, þó mörg ár væru á milli okkar hvað aldur varðar. Hann var einlægur og góður drengur og átti mjög marga vini, þrátt fyrir að hafa á sínum fyrstu árum í skóla orðið fyrir miklu einelti.
Samband okkar rýrnaði og síðar slitnað það nánast alveg er hann eltist. En þá var hann farinn að vera með sér eldri mönnum og kynntist í leiðinni þeim hættulega Bakkus, sem síðar má segja að hafi átt þátt í dauða hans, alltof ungum, aðeins 29 ára.
Margir félagar hans og vinir reyndu að snúa honum til betri vegar fyrstu árin er hann fór að fjarlægjast þá, en það tókst ekki því miður. Þrátt fyrir allt var hans mikið saknað er yfir lauk.
Þetta eru frekar fátækleg orð, nú árið 2020 er ég er að vinna við að safna upplýsingum um látið fólk sem tengist Siglufirði - Því miður þá fann ég engin skrif um Halla Nonna á netinu, svo mér fannst mér skilda til, þótt seint væri að minnast þessa góða drengs þessum orðum.
Hvíl í frið Halli gamli vinur minn.
Siglufirði 26. október 2020 - Steingrímur Kristinsson 210234-4549