Helgi Daníelsson

Helgi Daníelsson var fæddur 1. febrúar 1888.  -  Dáinn 28. janúar 1973.

Kæri vinur. Í dag, þegar þú verður lagður til hinzitu hvíldar við hlið eiginkonu þinnar, vil ég færa þér þakkir fyrir góð kynni. Við höfum búið í nágrenni í full tuttugu ár. Sá tími hefur fært mér margar og góðar endurminningar.

Helga Daníelsson þekktu allir Siglfirðingar og raunar miklu fleiri og aðeins af góðu. Helgi var gleðimaður mikill, hestamaður góður, ræðinn og kátur á góðri stund, en hélt þó málstað sínum fram af einurð en fullum drengskap. Ef Helga þótti miður við einhvern var það sagt af fullri djörfung og einbeitni.

Helgi Daníelsson ásamt konu sinni Guðbjörgu Jóhannsdóttur  (sk)

Helgi Daníelsson ásamt konu sinni Guðbjörgu Jóhannsdóttur (sk)

Helgi korn mér þannig fyrir að hann væri skapheitur en þó manna sáttfúsastur. Það fylgdi Helga jafnan hæfilegur gustur en ætíð heiðríkja. Bezt undi hann sér á fjöllum uppi með hesta sína, án nútíma farartækja, og munu það hafa verið hans sælustu stundir. Aldrei var hann hressari né léttari í tali og anda en þegar hann kom úr slíkum fjallaferðum, þó hann hreppti á stundum válynd veður.

Helgi var fæddur á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu. Í dag febrúar árið 1888. Foreldrar hans voru Daníel Sigurðsson, póstur, ættaður frá Lýtingsstöð um í Vopnafirði, þjóðkunnur maður á sinni tíð, og Sigríður Sigurðardóttir frá Víðivöllum, af VíðivalIaætt. Helgi var í foreldrahúsum þar til hann kvæntist hinni mætustu konu, Guðbjörgu Jóhannsdóttur, árið 1918, og bjuggu ungu hjónin á ýmsum stöðum í Skagafirði, síðast að Sléttu í Fljótum.

Til Siglufjarðar fluttust þau árið 1938. Ekki varð þeim Guðbjörgu barna auðið en kjörson tóku þau og ólu upp sem sitt eigið barn, Daniel, sem kvæntur er og búsettur í Reykjavik. Son átti Helgi áður en hann kvæntist, Steinþór, sem búsettur er á Akureyri. Nokkur ár var Steinþór með föður sínum og Guðbjörgu, eftir að þau hófu búskap.

Árið 1925, 8. febrúar, lenti Helgi í einum harðasta veðraham, sem um getur í þann tíma. Helgi var á suðurleið, einhesta, og gisti í Grænumýrartungu norðan heiða. Snemma morguns hélt hann á Holtavörðuheiði með hest sinn, þótt hann væri lattur þeirrar ferðar. Þegar Helgi var kominn skammt á heiðina þá brestur á með norðan stórhríð og frosti. Helgi heldur áfram ferð sinni og nær við illan leik að Fornahvammi  síðla kvölds, en þá var Helgi búinn að skilja hest sinn eftir i gangnamannakofa sunnan heiðar og tösku sína á öðrum stað. Daginn eftir fór Helgi ásamt öðrum manni og fann tösku sína og hest og  komst þann dag að Fornahvammi aftur.

Frásögn af þessari ferð er skráð í þriðja bindi bókarinnar „Hrakningar og heiðarvegir", bls. 222, eftir séra Gunnar Árnason. Eitt sumar sá Helgi um flutning á fólki frá Hraunum í Fljótum til Siglufjarðar á hestum, en þá var enginn vegur akfær þessa leið. Það sumar bjuggu þau hjón í tjöldum við Hraun og mun margur ferðalangurinn hafa notið gestrisni þeirra hjóna og fyrirgreiðslu Helga.

Annað sumar var Helgi á vegum Mæðiveikinefndar á fjöllum uppi (við Hofsjökul) við fjárgæzlu. Lengi gæti ég haldið áfram upptalningu á störum Helga þó hér verði látið staðar numið. Helga skulu færðar þakkir fyrir gleðistundir þær, sem ég raun seint gleyma, þegar gripið var í spil á síðkvöldum. Þá var Helgi manna kátastur, þótt mörgum ár um eldri væri okkur spilafélögum hans.

Léttleikinn var svo ríkur að maður hreifst með svo úr urðu litríkar og Iifandi samveru stundir. Guðbjörg kona Helga, andaðist í ágúst 1970. Eftir það dvaldist Helgi hjá sonum sínum og barnabörnum, sem reyndust honum á þann veg að eftirminnilegt er og þeim til sóma. Sonarsonur hann, Skúli Steinþórssom, bauð honum fyrir sl. jól með sér til Ameríku og hafði Helgi mjög gaman af þeirri för og hafði frá mörgu að segja, er heim var komið.

Síðustu mánuðina dvaldist Helgi á ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar og undi þar hag sínum vei. Við hjónin og börn okkar færum þessum gengna heiðursmanni þakkir okkar og biðjum honum fararheilla  til Ijóssins landa, þar sem fjallasýn mun vera meiri en við þekkjum og sól gengur ekki til viðar. Sonum hans og fjölskyldum þeirra og öðru frændliði eru sendar innilegar samúðarkveðjur.

Siglufirði, 3. febrúar 1973. Ólafur Jóhannsson.