Jónas Jónsson málarameistari

Morgunblaðið - 12. maí 1971

  • Jónas Jónsson málarameistari-Minning
  • Kallið er komið,
  • komið er nú stundin,
  • vinaskilnaðar viðkvæm stund.
  • Vinirnir kveðja vininn sinn látna,
  • er sefur hinn síðasta blund.
  • Margs er að minnast,
  • margt er hér að þakka.
  • Guði sé lof fyrir liðna tíð.
  • Margs er að minnast
  • margs er að sakna,
  • Guð þerri tregatárin stríð.
  • Héðan skal halda,
  • heimili sitt kveður
  • heimilisprýðin í hinzta sinn.
  •  Síðasta sinni.
  • Sárt er að skilja,
  • en heimvon góð í himininn.
  • Far þú í friði,
  • friður Guðs þig blessi,
  • hafðu þökk fyrir allt og allt.
  • Gekkst þú með Guði,
  • Guð þér nú fylgi,
  • hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
  • Grátnir til grafar
  • göngum vér nú héðan,
  • fylgjum þér, vinur. Far vel á  braut
  • Guð oss það gefi,
  • glaðir vér megum
  • þér siðar fylgja í friðarskaut.
Jónas Jónsson málari

Jónas Jónsson málari


Jónas Jónsson frá Siglufirði lézt hinn 3. maí 1971, og verður útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag. Með Jónasi er horfinn einn af ágætustu borgurum Siglufjarðar. Virðulegur og glæsilegur maður sem eftir var tekið, að eins 61 árs að aldri. Ekki gat mig rennt grun i að við ættum ekki eftir að sjást og talast við oftar, er ég fyrir stuttu fékk óviðráðanlega löngun til þess að hringja í hann og njóta þeirrar hressingar er ætíð fólst í því að ræða við hann, þá hafði hann á orði að næst ætlaði hann að hringja til mín.

Jónas var fæddur í Haganesvík í Austur-Skagafirði 19. desember árið 1909. Sonur merkis hjónanna Friðrikku Þorsteinsdóttur og Jóns Jónassonar verzlunarmanns. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Þar starfaði faðir hans að verzlunarstörfum, var lengst af við verzlun Halldórs Jónassonar og varð vinsæll og mjög vel metinn og þau hjón bæði.

Jónas Jónsson ólst upp og hrærðist i lifi og blómaitíð Siglufjarðar og tók þátt í þeirri miklu uppbyggingu er þar átti sér stað, er silfri hafsins var þar mokað á land á sínum tíma. Jónas vann margvísleg störf, t.d. vann hann að verzlunarstörfum um skeið, en lengst af vann hann við málningar, var um fjölda ára verkstjóri yfir allri málningarvinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, og var það oft erilsamt og ábyrgðarmikið starf.

Sérstaklega á sumrin er fjöldi manns víðs vegar að af landinu vann hjá verksmiðjunum, og var oft á tíðum settur i að vinna að hreinsun og málningu á lýsistönkum og ýmsum öðrum mann virkjum Síldarverksmiðjanna. Þá var í mörgu að snúast og eftir mörgu að líta, því gáleysi manna t.d. við tankana gat kost að þá örkuml, eða jafnvel lífið. Ef hann varð var við glannaskap uppi i tönkum þá lét hann þá menn fara til annarra starfa, og hefur sennilega bjargað mörgum frá slysum með því móti.

Jónasi tókst vel verkstjórnin hjá verksmiðjunum, gegndi því starfi með mikilli prýði, því hann var samvizkusamur og mjög verklaginn að hverju sem hann gekk. Einhverjum hefði nú stundum í hans sporum fundizt of mikið á sig lagt, en ekki kom það niður á undirmönnum hans, af þeim var hann sérstaklega vel liðinn og vart hægt að hugsa sér betri yfirmann. Jónas var hjálpsamur, og góður vinur vina sinna. Sem málari var hann vandvirk ur með afbrigðum og mjög eftirsóttur málari. Nú síðustu árin unnu þeir saman við málningar Jónas og Herbert Sigfússon mál arameistari á Siglufirði, en báðir hafa þeir verið sérstaklega eftirsóttir í þessu starfi vegna ágætrar vinnu og snyrtimennsku.

Jónas slasaðist fyrir fimm árum en vann þó þegar hann mögu lega gat, en afleiðingar þessa slyss munu hafa háð honum mjög, og hann aldrei náð sér að neinu ráði eftir það. Jónas var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, hann hafði yndi af söng og tónlist, einnig hafði hann mjög góðan smekk fyrir hvers konar list. Hann átti sér ýmis tónstundaáhugamál, bar þar efst skák og bridge.

Áður fyrr tók hann oft þátt í skákkeppnum og stóð sig ágætlega, einnig var hann meðlimur i Bridgefélagi Siglufjarðar og tók þátt í keppnum fyrir það félag enda maðurinn ágætur bridgespilari. Á yngri árum var Jónas mikið í íþróttum bæði hlaupum og stökkum og þótti mjög liðtækur á þeim vettvangi.

Jónas var ekki einn á lífsleiðinni, hann eignaðist myndarlega og góða konu Fanney Lárusdóttir frá Neskaupstað sem ætíð stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Hún bjó manni sínum og sonum fagurt og gott heimili, yfir því hvíldi reisn og höfðingsbragur enda hjónin samtaka um að gera það sem bezt úr garði, þar sátu hlýjan og gestrisnin i hávegum, er allir urðu varir við er komu inn á heimili þeirra að Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði.

Kæri vinur og frændi ég vil að lokum þakka þér samveruna, já þakka þér fyrir allt og allt, það var ánægjulegt að vinna þér við hlið og undir þinni stjórn, af þér lærði ég margt i starfi, sem oft hefur komið sér vel um dagana. Ég mun sakna þín Jonni, af heilum hug, en hinar góðu endurminningar sem ég á um þig munu i framtíðinni milda eitthvað þann trega, en óhjákvæmilega verður þar eftir tómarúm sem ekki verður bætt.

Guð blessi þér heimkomu þína yfir á sólskinsstrendur hins eilífa lífs. Eftirlifandi kona Jónasar er Fanney Lárusdóttir frá Neskaup stað, börn þeirra eru

  • Haukur Jónasson skipstjóri, kvæntur Erna Oddsdóttir, búsett á Siglufirði.

  • Jón Jónasson sjómaður og froskkafari nú starfsmaður í Straumsvík, kvæntur Sigríði Júlíusdóttur, búsett í Kópavogi.

Eftirlifandi systir Jónasar er frú Sigurlína Jónsdóttir búsett á Nes kaupstað, ekkja eftir Sigurð Jensson kaupmann og bakarameistara þar á staðnum.

Fyrir hjónaband eignaðist Jónas 2 dætur og eru þær

  • Edda Jónsdóttir gift Rafni Sigurbergssyni vélstjóra, búsett í Reykjavík og
  • Svava Jónsdóttir gift Ingimundi K. Helgasyni lögreglu þjóni, búsett í Reykjavík.

Ég vil að lokum votta eiginkonu, börnum, systur hins látna og barnabörnum og öðrum ættingjum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra.

Karl Einarsson.