Héðinn Skarphéðinsson

Mbl.is 3. júní 2016 | Minningargreinar 

Héðinn Skarphéðinsson fæddist á Dalvík 21. apríl 1934 en ólst upp á Siglufirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. maí 2016.

Foreldrar Héðins voru Elín Sigurðardóttir frá Læk í Aðalvík, f. 21.12. 1907, d. 21.6. 1995, og Skarphéðinn Júlíusson, trésmiður, f. í Lykkju í Svarfaðardal 13.6. 1909, d. 29.10. 1941.

Systkini Héðins eru:

  • Gunnar Skarphéðinsson, f. 12.5. 1932,
  • Njál Skarphéðinssonl, f. 13.7. 1937,
  • Guðrún Elín Skarphéðinsdóttir, f. 25.3. 1940, d. 6.12. 2013.

Héðinn gekk í hjónaband 6.10. 1956 með Bergþóru G. Bergsteinsdóttur, f. 28.7. 1937. 
Þau eignuðust þrjú börn:

1) Kristjana B. Héðinsdóttir, f. 19.4. 1957, maki Þorsteinn Bjarnason. 
Þau eiga tvö börn; tvíburana
Héðinn Skarphéðinsson - ókunnur ljósmyndari

Héðinn Skarphéðinsson - ókunnur ljósmyndari

  • Bjarna og
  • Ingibjörgu.

2) Aðalheiður Héðinsdóttir, f. 23.4. 1958, maki Eiríkur Hilmarsson. 
Þau eiga þrjú börn;
  • Andreu,
  • Héðinn og
  • Bergþóru 
    og tvö barnabörn,
  • Eiríku Ýr og
  • Pétur Orra.
3) Skarphéðinn S. Héðinsson, f. 8.10. 1966, maki Lynnea Clark. 
Þau eiga tvö börn;
  • Isabel Kristjönu og
  • Freyju Elínu. 
    Fóstursonur
  • Julian Inovejas.

Eftir að hafa lokið námi við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, fluttist Héðinn árið 1952 til Keflavíkur með móður sinni til að leggja þar stund á frekara nám og lauk prófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1956. Trésmíðar urðu hans ævistarf. Að námi loknu stofnaði hann trésmíðaverkstæði ásamt Hreini Óskarssyni. Eftir það starfaði hann í fyrirtæki sínu í félagi við Ásgeir Ingimundarson.

Allan starfstímann sem spannar um 40 ár var starfsemin í Ytri-Njarðvík. Árið 1974 fluttist fjölskyldan búferlum til Kentucky í Bandaríkjunum þar sem þau dvöldu í rúmt ár. Þar starfaði Héðinn við harðviðarfyrirtæki Jóns Guðmundssonar, Northland Corporation. Á árunum 1977-84 stundaði Héðinn kennslu í trésmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem þá hafði nýlega verið stofnaður. Héðinn var félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur og einnig naut Oddfellow-reglan krafta hans.

Útför Héðins verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 3. júní 2016, klukkan 14.

Það er komið að leiðarlokum, kvöld er komið og mál að hvílast eftir langan vinnudag. Hugurinn hvarflar yfir farinn veg og myndir af pabba líða fyrir hugskotssjónum. Pabbi með hamar í hendi og tommustokkinn í skyrtuvasanum, einbeittur með smá grettu í svipnum að vanda sig. Ekkert hálfkák þar. Pabbi var fagmaður fram í fingurgóma; fúsk var honum ekki að skapi.

Pabbi rak trésmíðaverkstæði ásamt félögum sínum í rúmlega 40 ár. Pabbi var „millimetramaður“ í besta skilningi þess orðs, og nákvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og auðvitað gat pabbi gert allt. Fékk fjölskyldan að njóta þess að eiga hann að þegar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum. Prýðir smíði hans heimili okkar og erum við afar stolt af.

Pabbi gaf sér lítinn tíma til að stunda áhugamál, eins og golf eða veiði. Vinnan átti eiginlega hug hans allan. En sælureiturinn í Þrastaskógi var hans líf og yndi. Þar undi hann sér með mömmu við að rækta skóg, planta trjám og grisja. Og vildi pabbi helst alltaf vera í vinnugallanum að dunda sér í skóginum og að dytta að bústaðnum sem hann smíðaði fyrir okkur fjölskylduna.

Pabbi naut þess að renna sér á skíðum þegar færi gafst. Einnig sýndi hann fína takta á sjóskíðum sem við fjölskyldan stunduðum þann tíma sem við dvöldum í Kentucky í Bandaríkjunum. Fundum við glöggt hversu mjög hann naut þess að leika sér með okkur á þessum árum.

Í gegnum tíðina hafa foreldrar mínir hafa verið duglegir við að ferðast, bæði utanlands sem innan. Best fannst pabba þó að heimsækja bróður minn og hans fjölskyldu sem býr í Bandaríkjunum og geta þar orðið að liði við hin ýmsu verk, stór og smá. Við systkinin og fjölskyldur og velferð okkar vorum honum efst í huga.

Pabbi hvatti okkur systkinin til að afla okkur menntunar á því sviði sem hugur okkar stæði til. Einnig fylgdist hann af áhuga með barnabörnunum í námi og starfi. Þau voru stolt hans og gleði.

Pabbi dvaldist nokkur sumur í æsku að Skeiði í Svarfaðardal. Hugsaði hann með hlýju til fólksins í sveitinni sem var honum svo gott og tóku honum sem einum af fjölskyldunni þegar erfiðleikar steðjuðu að og amma þurfti að koma honum fyrir til að geta séð sér farborða.

Pabbi vann sem ungur maður nokkur sumur á síldarárunum í Rauðku, Síldarverksmiðju ríkisins við sýnatöku og fitumælingar á síld. Minntist hann oft þessara tíma á Siglufirði og var ljóst að efnafræðin skipaði ávallt stóran sess í huga hans.

Tengingin við Siglufjörð hefur verið mikil því pabbi og fermingarsystkini hans hafa haldið vel hópinn. Hann naut félagsskaparins við sín gömlu skólasystkini á meðan heilsan leyfði.

Pabbi stríddi við heilabilun hin síðustu ár og féll fjölskyldunni það þungt að horfa upp á manninn sem aldrei féll verk úr hendi, missa færni á flestum sviðum dagslegs lífs. Móðir okkar hefur staðið við hlið hans eins og klettur og sér hún nú á bak ástvini sínum eftir um 60 ára samvist.

Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu kært kvaddur.

Þín dóttir, Kristjana B. Héðinsdóttir.
--------------------------------------------------------

Traustur vinur, góður maður og frábær tengdapabbi eru þau einkunnarorð sem hæfa Héðni Skarphéðinssyni, tengdaföður mínum sem nú hefur fengið hvíldina.

Ég kynntist Héðni í október 1977 er mér var boðið í mat að Langholti 2 af dóttur hans, Kristjönu, sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Mér er það ávallt minnisstætt að tilvonandi tengdó hafði greinilega ekki fengið svangan íþróttamann í heimsókn áður og var það í eina skiptið sem maður fór svangur af þeim bæ. Svo liðu árin og kunningsskapurinn óx og maður kynntist persónunni Héðni vel.

Hann var trésmíðameistari, einstaklega vandvirkur og kom það okkur tengdasonunum mjög vel þar sem við Eiríkur vorum nú ekki þeir allra bestu í iðninni. Hann var vinnuþjarkur mikill og hugsaði vel um fyrirtækið sitt milli þess að hann hjálpaði fjölskyldumeðlimum við allt sem þurfti að smíða, laga og breyta.

Okkur varð vel til vina og var gott að leita til hans eftir lát föður míns. Héðinn hafði einstaklega gaman af að fara í kvikmyndahús og voru þær margar hasarmyndirnar sem við sáum saman. Oft var ákveðið að gera hluti með stuttum fyrirvara. Við nýbúnir að grafa upp gamla baðherbergið á Langholtinu þegar við létum vaða og vorum komnir með tveggja tíma fyrirvara upp í flugvél til Madison í Wisconsin. Þá var mannskapnum komið á óvart.

Svo var það sælureiturinn í Þrastaskógi sem hann eignaðist 1967 sem átti hug hans allan. Þá var byrjað að girða og planta trjám. Upp úr 1980 fór fjölskyldan að venja komur sínar þangað þegar Héðinn setti þar niður stórt og mikið hjólhýsi sem hann eignaðist og var það notað þar til 1991 þegar hann byggði Setrið sem varð að sælureit fjölskyldunnar. Tengdasynirnir voru vel nýttir í hin ýmsu verk milli fótboltasparks og golfiðkunar. Barnabörn Héðins eiga yndislegar minningar af hlaupum eftir stígunum sem hann hafði lagt um allan skóg þar sem þau dunduðu sér við hina ýmsu iðju.

Tengdapabbi var hæglátur og stutt í brosið, en gat jafnframt verið harður í horn að taka þegar þess þurfti með.

Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina í þau nær 40 ár sem við áttum saman, nú fær einhver annar að njóta vandvirkni og nákvæmni meistarans.

Þinn tengdasonur, Þorsteinn Bjarnason.
-----------------------------------------------------------

Nú þegar fósturjörðin er að skrýðast sumarskrúða fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur, mágur, fyrrverandi vinnuveitandi og nágranni til 50 ára er kvaddur. En í dag verður jarðsettur frá Njarðvíkurkirkju Héðinn Skarphéðinsson, sem lést eftir stutta sjúkrahúslegu 30. maí síðastliðinn.

Fyrstu kynni mín af Héðni voru þegar elsta systir mín Bergþóra og hann fóru að vera saman, sem varð að farsælu hjónabandi. Þar sem ég var töluvert yngri en systir mín var ég oft fenginn til að passa Kiddý og Addý þegar þau áttu heima á Vesturgötu 23 í Keflavík, en þar byggði Héðinn sitt fyrsta hús. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hve góður fagmaður hann var.

Eftir að ég kom í land af sjónum fór ég að vinna hjá Héðni á trésmíðaverkstæðinu sem hann rak ásamt Hreini Óskarssyni. Það var mikið gæfuspor fyrir mig, þar lærði maður vönduð vinnubrögð því ekkert var afgreitt frá verkstæðinu nema það væri fyrsta flokks, enda var mikið unnið sem var sérteiknað og krafðist mikillar nákvæmni og þar var Héðinn á heimavelli, nákvæmur og úrræða góður þegar mikið lá við. Síðustu árin sem verkstæðið var rekið var Ásgeir Ingimundarson með Héðni.

Héðinn og Gullý systir byggðu hús á Langholti 2 en ég og Gerða á Langholti 4, þar höfum við verið nágrannar í tæp 50 ár og teljumst frumbyggjar í götunni og tókum þátt í að steypa gangstéttir til að klára götuna. Þar komu þínir frábæru hæfileikar sem garðyrkjumaður í ljós og alltaf var gott að leita eftir ráðum hjá þér um garðyrkju. Sumarhúsið í Þrastarskógi, Setrið, ber þess vitni að þínir grænu fingur hafi farið þar um, ótrúlegur vöxtur í öllu sem þú gróðursettir.

Við hjónin þökkum þér fyrir samfylgdina og allar yndislegu stundirnar í gegnum öll árin, hvort heldur var heima á Langholtinu, í Setrinu eða á ferðum okkar til útlanda því þær urðu nokkrar til Ameríku, Taílands og sigling um Karíbahaf. Eftirminnileg er ferð sem við fórum með ykkur til Kaliforníu að heimsækja Skarphéðin og Lynneu.

Elsku Gullý mín, Kristjana, Aðalheiður, Skarphéðinn, makar, börn og barnabörn. Okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð vera ykkur styrkur í sorginni og minningin um góðan pabba, afa, langafa og vin mun lifa. 
Guð blessi minninguna um Héðin Skarphéðinsson.

Örn og Þorgerður.
-------------------------------------------------------

Ég hef þekkt Héðin Skarphéðinsson í langan tíma, allt frá því hann var sjálfur ungur kröftugur athafnamaður og fram á síðasta dag þegar aldur hafði færst yfir hann og saga hans var honum sjálfum gleymd.

Héðinn var mikill sómamaður. Það sem einkenndi hann var hjartahlýja, hjálpsemi og gott lundarfar. Hann var einstaklega vinnusamur maður, útsjónarsamur og úrræðagóður, og ég naut oft góðs af því. Í raun var hann góðum gáfum gæddur og það sást berlega þegar til hans var leitað með flókin úrlausnarefni. Þegar hann var búinn að tapa minninu var góð verkkunnátta enn til staðar.

Héðinn og félagi hans Ásgeir Ingimundarson ráku saman trésmíðaverkstæði í mörg ár. Þeir voru báðir afbragðssmiðir, kröfuharðir á sig og aðra og þeir náðu vel saman. Ég sá oft til þeirra og þetta samspil þeirra í milli þegar Héðinn setti á hrjúfan hátt ofan í við ungu lærlingana sem komu svo skömmu síðar til Ásgeirs eftir tilsögn.

Ég vænti þess að þeir sem lærðu hjá Héðni hugsi til hans með hlýhug því hann skilaði af sér góðum smiðum og það án undantekninga. Hann gaf engan afslátt þegar kom að árangri og ég þykist vita að ekki hafi alltaf verið auðvelt að taka leiðsögn hans, en afraksturinn lét ekki á sér standa. Hann hafði metnað fyrir eigin vinnu en hann hafði líka metnað fyrir hönd strákanna.

Þegar koma að starfsvali barnanna hans hafði Héðinn eina skýra reglu: valið skipti ekki höfuðmáli og það var þeirra, en hann brýndi fyrir þeim að vanda til verka og standa sig vel í því sem yrði fyrir valinu. Þetta viðhorf hef ég og kona mín tekið frá Héðni og haft fyrir okkar börnum.

Mín persónulegu kynni af Héðni, fyrir utan samverustundir fjölskyldunnar, voru ef til vill mest á fyrstu árum fyrirtækis sem kennt var við Aðalheiði dóttur hans. Héðinn hafði mikinn metnað fyrir velgengni hennar en hann sýndi það aðallega með því að vera til staðar þegar þörf var á kröftum hans. Hann var ekki afskiptasamur eða tilætlunarsamur en alltaf til staðar. Hann naut þess því vel þegar vel gekk hjá dóttur sinni. Raunar á það sama við um hin börnin, þeim hefur einnig vegnað vel. Þegar komið er að leiðarlokum er það kannski það sem mestu máli skipti, að hafa átt góða ævi og geta notið þess að börnunum vegni vel.

Megir hann hvíla í friði.

Eiríkur Hilmarsson.
---------------------------------------------------------

Héðinn Skarphéðinsson fæddist á Dalvík 21. apríl 1934 en ólst upp á Siglufirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. maí 2016.

Foreldrar Héðins voru Elín Sigurðardóttir frá Læk í Aðalvík, f. 21.12. 1907, d. 21.6. 1995, og Skarphéðinn Júlíusson, trésmiður, f. í Lykkju í Svarfaðardal 13.6. 1909, d. 29.10. 1941. Systkini Héðins eru: Gunnar, f. 12.5. 1932, Njáll, f. 13.7. 1937, Guðrún Elín, f. 25.3. 1940, d. 6.12. 2013.

Héðinn gekk í hjónaband 6.10. 1956 með Bergþóru G. Bergsteinsdóttur, f. 28.7. 1937. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Kristjana B. Héðinsdóttir, f. 19.4. 1957, maki Þorsteinn Bjarnason. Þau eiga tvö börn; tvíburana Bjarna og Ingibjörgu. 2) Aðalheiður Héðinsdóttir, f. 23.4. 1958, maki Eiríkur Hilmarsson. Þau eiga þrjú börn; Andreu, Héðin og Bergþóru og tvö barnabörn, Eiríku Ýr og Pétur Orra. 3) Skarphéðinn S. Héðinsson, f. 8.10. 1966, maki Lynnea Clark. Þau eiga tvö börn; Isabel Kristjönu og Freyju Elínu. Fóstursonur Julian Inovejas.

Eftir að hafa lokið námi við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, fluttist Héðinn árið 1952 til Keflavíkur með móður sinni til að leggja þar stund á frekara nám og lauk prófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1956. Trésmíðar urðu hans ævistarf. Að námi loknu stofnaði hann trésmíðaverkstæði ásamt Hreini Óskarssyni. Eftir það starfaði hann í fyrirtæki sínu í félagi við Ásgeir Ingimundarson.

Allan starfstímann sem spannar um 40 ár var starfsemin í Ytri-Njarðvík. Árið 1974 fluttist fjölskyldan búferlum til Kentucky í Bandaríkjunum þar sem þau dvöldu í rúmt ár. Þar starfaði Héðinn við harðviðarfyrirtæki Jóns Guðmundssonar, Northland Corporation. Á árunum 1977-84 stundaði Héðinn kennslu í trésmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem þá hafði nýlega verið stofnaður. Héðinn var félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur og einnig naut Oddfellow-reglan krafta hans.

Útför Héðins verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 3. júní 2016, klukkan 14.

Það er komið að leiðarlokum, kvöld er komið og mál að hvílast eftir langan vinnudag. Hugurinn hvarflar yfir farinn veg og myndir af pabba líða fyrir hugskotssjónum. Pabbi með hamar í hendi og tommustokkinn í skyrtuvasanum, einbeittur með smá grettu í svipnum að vanda sig. Ekkert hálfkák þar. Pabbi var fagmaður fram í fingurgóma; fúsk var honum ekki að skapi.

Pabbi rak trésmíðaverkstæði ásamt félögum sínum í rúmlega 40 ár. Pabbi var „millimetramaður“ í besta skilningi þess orðs, og nákvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og auðvitað gat pabbi gert allt. Fékk fjölskyldan að njóta þess að eiga hann að þegar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum. Prýðir smíði hans heimili okkar og erum við afar stolt af.

Pabbi gaf sér lítinn tíma til að stunda áhugamál, eins og golf eða veiði. Vinnan átti eiginlega hug hans allan. En sælureiturinn í Þrastaskógi var hans líf og yndi. Þar undi hann sér með mömmu við að rækta skóg, planta trjám og grisja. Og vildi pabbi helst alltaf vera í vinnugallanum að dunda sér í skóginum og að dytta að bústaðnum sem hann smíðaði fyrir okkur fjölskylduna.

Pabbi naut þess að renna sér á skíðum þegar færi gafst. Einnig sýndi hann fína takta á sjóskíðum sem við fjölskyldan stunduðum þann tíma sem við dvöldum í Kentucky í Bandaríkjunum. Fundum við glöggt hversu mjög hann naut þess að leika sér með okkur á þessum árum.

Í gegnum tíðina hafa foreldrar mínir hafa verið duglegir við að ferðast, bæði utanlands sem innan. Best fannst pabba þó að heimsækja bróður minn og hans fjölskyldu sem býr í Bandaríkjunum og geta þar orðið að liði við hin ýmsu verk, stór og smá. Við systkinin og fjölskyldur og velferð okkar vorum honum efst í huga.

Pabbi hvatti okkur systkinin til að afla okkur menntunar á því sviði sem hugur okkar stæði til. Einnig fylgdist hann af áhuga með barnabörnunum í námi og starfi. Þau voru stolt hans og gleði.

Pabbi dvaldist nokkur sumur í æsku að Skeiði í Svarfaðardal. Hugsaði hann með hlýju til fólksins í sveitinni sem var honum svo gott og tóku honum sem einum af fjölskyldunni þegar erfiðleikar steðjuðu að og amma þurfti að koma honum fyrir til að geta séð sér farborða.

Pabbi vann sem ungur maður nokkur sumur á síldarárunum í Rauðku, Síldarverksmiðju ríkisins við sýnatöku og fitumælingar á síld. Minntist hann oft þessara tíma á Siglufirði og var ljóst að efnafræðin skipaði ávallt stóran sess í huga hans.

Tengingin við Siglufjörð hefur verið mikil því pabbi og fermingarsystkini hans hafa haldið vel hópinn. Hann naut félagsskaparins við sín gömlu skólasystkini á meðan heilsan leyfði.

Pabbi stríddi við heilabilun hin síðustu ár og féll fjölskyldunni það þungt að horfa upp á manninn sem aldrei féll verk úr hendi, missa færni á flestum sviðum dagslegs lífs. Móðir okkar hefur staðið við hlið hans eins og klettur og sér hún nú á bak ástvini sínum eftir um 60 ára samvist.

Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu kært kvaddur.

Þín dóttir, Kristjana B. Héðinsdóttir.
----------------------------------------------------------

Traustur vinur, góður maður og frábær tengdapabbi eru þau einkunnarorð sem hæfa Héðni Skarphéðinssyni, tengdaföður mínum sem nú hefur fengið hvíldina.

Ég kynntist Héðni í október 1977 er mér var boðið í mat að Langholti 2 af dóttur hans, Kristjönu, sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Mér er það ávallt minnisstætt að tilvonandi tengdó hafði greinilega ekki fengið svangan íþróttamann í heimsókn áður og var það í eina skiptið sem maður fór svangur af þeim bæ. Svo liðu árin og kunningsskapurinn óx og maður kynntist persónunni Héðni vel. Hann var trésmíðameistari, einstaklega vandvirkur og kom það okkur tengdasonunum mjög vel þar sem við Eiríkur vorum nú ekki þeir allra bestu í iðninni. Hann var vinnuþjarkur mikill og hugsaði vel um fyrirtækið sitt milli þess að hann hjálpaði fjölskyldumeðlimum við allt sem þurfti að smíða, laga og breyta.

Okkur varð vel til vina og var gott að leita til hans eftir lát föður míns. Héðinn hafði einstaklega gaman af að fara í kvikmyndahús og voru þær margar hasarmyndirnar sem við sáum saman. Oft var ákveðið að gera hluti með stuttum fyrirvara. Við nýbúnir að grafa upp gamla baðherbergið á Langholtinu þegar við létum vaða og vorum komnir með tveggja tíma fyrirvara upp í flugvél til Madison í Wisconsin. Þá var mannskapnum komið á óvart.

Svo var það sælureiturinn í Þrastaskógi sem hann eignaðist 1967 sem átti hug hans allan. Þá var byrjað að girða og planta trjám. Upp úr 1980 fór fjölskyldan að venja komur sínar þangað þegar Héðinn setti þar niður stórt og mikið hjólhýsi sem hann eignaðist og var það notað þar til 1991 þegar hann byggði Setrið sem varð að sælureit fjölskyldunnar. Tengdasynirnir voru vel nýttir í hin ýmsu verk milli fótboltasparks og golfiðkunar. Barnabörn Héðins eiga yndislegar minningar af hlaupum eftir stígunum sem hann hafði lagt um allan skóg þar sem þau dunduðu sér við hina ýmsu iðju.

Tengdapabbi var hæglátur og stutt í brosið, en gat jafnframt verið harður í horn að taka þegar þess þurfti með.

Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina í þau nær 40 ár sem við áttum saman, nú fær einhver annar að njóta vandvirkni og nákvæmni meistarans.

Þinn tengdasonur, Þorsteinn Bjarnason.
------------------------------------------------------

Nú þegar fósturjörðin er að skrýðast sumarskrúða fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur, mágur, fyrrverandi vinnuveitandi og nágranni til 50 ára er kvaddur. En í dag verður jarðsettur frá Njarðvíkurkirkju Héðinn Skarphéðinsson, sem lést eftir stutta sjúkrahúslegu 30. maí síðastliðinn.

Fyrstu kynni mín af Héðni voru þegar elsta systir mín Bergþóra og hann fóru að vera saman, sem varð að farsælu hjónabandi. Þar sem ég var töluvert yngri en systir mín var ég oft fenginn til að passa Kiddý og Addý þegar þau áttu heima á Vesturgötu 23 í Keflavík, en þar byggði Héðinn sitt fyrsta hús. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hve góður fagmaður hann var.

Eftir að ég kom í land af sjónum fór ég að vinna hjá Héðni á trésmíðaverkstæðinu sem hann rak ásamt Hreini Óskarssyni. Það var mikið gæfuspor fyrir mig, þar lærði maður vönduð vinnubrögð því ekkert var afgreitt frá verkstæðinu nema það væri fyrsta flokks, enda var mikið unnið sem var sérteiknað og krafðist mikillar nákvæmni og þar var Héðinn á heimavelli, nákvæmur og úrræða góður þegar mikið lá við. Síðustu árin sem verkstæðið var rekið var Ásgeir Ingimundarson með Héðni.

Héðinn og Gullý systir byggðu hús á Langholti 2 en ég og Gerða á Langholti 4, þar höfum við verið nágrannar í tæp 50 ár og teljumst frumbyggjar í götunni og tókum þátt í að steypa gangstéttir til að klára götuna. Þar komu þínir frábæru hæfileikar sem garðyrkjumaður í ljós og alltaf var gott að leita eftir ráðum hjá þér um garðyrkju. Sumarhúsið í Þrastarskógi, Setrið, ber þess vitni að þínir grænu fingur hafi farið þar um, ótrúlegur vöxtur í öllu sem þú gróðursettir.

Við hjónin þökkum þér fyrir samfylgdina og allar yndislegu stundirnar í gegnum öll árin, hvort heldur var heima á Langholtinu, í Setrinu eða á ferðum okkar til útlanda því þær urðu nokkrar til Ameríku, Taílands og sigling um Karíbahaf. Eftirminnileg er ferð sem við fórum með ykkur til Kaliforníu að heimsækja Skarphéðin og Lynneu.

Elsku Gullý mín, Kristjana, Aðalheiður, Skarphéðinn, makar, börn og barnabörn. Okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð vera ykkur styrkur í sorginni og minningin um góðan pabba, afa, langafa og vin mun lifa. Guð blessi minninguna um Héðin Skarphéðinsson.

Örn og Þorgerður.
------------------------------------------------------

Ég hef þekkt Héðin Skarphéðinsson í langan tíma, allt frá því hann var sjálfur ungur kröftugur athafnamaður og fram á síðasta dag þegar aldur hafði færst yfir hann og saga hans var honum sjálfum gleymd.

Héðinn var mikill sómamaður. Það sem einkenndi hann var hjartahlýja, hjálpsemi og gott lundarfar. Hann var einstaklega vinnusamur maður, útsjónarsamur og úrræðagóður, og ég naut oft góðs af því. Í raun var hann góðum gáfum gæddur og það sást berlega þegar til hans var leitað með flókin úrlausnarefni. Þegar hann var búinn að tapa minninu var góð verkkunnátta enn til staðar.

Héðinn og félagi hans Ásgeir Ingimundarson ráku saman trésmíðaverkstæði í mörg ár. Þeir voru báðir afbragðssmiðir, kröfuharðir á sig og aðra og þeir náðu vel saman. Ég sá oft til þeirra og þetta samspil þeirra í milli þegar Héðinn setti á hrjúfan hátt ofan í við ungu lærlingana sem komu svo skömmu síðar til Ásgeirs eftir tilsögn.

Ég vænti þess að þeir sem lærðu hjá Héðni hugsi til hans með hlýhug því hann skilaði af sér góðum smiðum og það án undantekninga. Hann gaf engan afslátt þegar kom að árangri og ég þykist vita að ekki hafi alltaf verið auðvelt að taka leiðsögn hans, en afraksturinn lét ekki á sér standa. Hann hafði metnað fyrir eigin vinnu en hann hafði líka metnað fyrir hönd strákanna.

Þegar koma að starfsvali barnanna hans hafði Héðinn eina skýra reglu: valið skipti ekki höfuðmáli og það var þeirra, en hann brýndi fyrir þeim að vanda til verka og standa sig vel í því sem yrði fyrir valinu. Þetta viðhorf hef ég og kona mín tekið frá Héðni og haft fyrir okkar börnum.

Mín persónulegu kynni af Héðni, fyrir utan samverustundir fjölskyldunnar, voru ef til vill mest á fyrstu árum fyrirtækis sem kennt var við Aðalheiði dóttur hans. Héðinn hafði mikinn metnað fyrir velgengni hennar en hann sýndi það aðallega með því að vera til staðar þegar þörf var á kröftum hans. Hann var ekki afskiptasamur eða tilætlunarsamur en alltaf til staðar. Hann naut þess því vel þegar vel gekk hjá dóttur sinni. Raunar á það sama við um hin börnin, þeim hefur einnig vegnað vel. Þegar komið er að leiðarlokum er það kannski það sem mestu máli skipti, að hafa átt góða ævi og geta notið þess að börnunum vegni vel.

Megir hann hvíla í friði.

Eiríkur Hilmarsson.
--------------------------------------------------

mbl.is 7. júní 2016 

Héðinn Skarphéðinsson fæddist 21. apríl 1934. Hann lést 30. maí 2016.

Útför Héðins fór fram 3. júní 2016.

Héðinn Skarphéðinsson, félagi okkar í Lionsklúbbi Keflavíkur, er látinn. Héðinn gekk í Lionsklúbb Keflavíkur árið 1978. Hann gegndi ýmsum embættum fyrir klúbbinn okkar. Hann var m.a. stallari klúbbsins í allmörg ár. Þá var hann gjaldkeri veturinn 1984 – 1985. Loks var hann formaður klúbbsins veturinn 1996 – 1997.

Héðinn var einstaklega góður félagi og vinur. Hann var oft skemmtilegur og lagði alla tíð gott til málanna. Við söknum vinar í stað.

Ég minnist þess þegar við félagar í klúbbnum gengum í hús og seldum ljósaperur en féð var nýtt til góðgerðarmála. Þar var Héðinn drjúgur sölumaður og lét sig aldrei vanta. Síðar breyttust áherslur okkar en alltaf tók Héðinn fullan þátt í öllu starfi klúbbsins.

Héðinn fæddist á Dalvík en ólst upp á Siglufirði. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Siglufirði og útskrifaðist þaðan árið 1951. Þá hóf hann nokkru síðar nám í trésmíði og útskrifaðist frá Iðnskóla Keflavíkur árið 1957.

Árið 1960 stofnaði hann ásamt Hreini Óskarssyni trésmíðaverkstæði í Ytri–Njarðvík. Síðar keypti hann Hrein út úr félaginu og rak það síðan alla tíð einn undir nafninu Trésmíðaverkstæði Héðins. Hann var þekktur fyrir að smíða fallegar innréttingar í hús en hann sérhæfði sig í því. Hann þótti afar góður smiður.

Héðinn dvaldi í Bandaríkjunum árin 1974 og 1975 og var þar verkstjóri á trésmíðaverkstæði.

Eiginkona Héðins var Bergþóra Guðlaug Bergsteinsdóttir. Þau hjón eignuðust þrjú börn en þau eru Kristjana Birna, Aðalheiður og Skarphéðinn Sveinn.

Síðasti fundur Lionsklúbbs Keflavíkur á þessu starfsári var haldinn þann 4. maí. Þá var farin árleg vorferð klúbbsins um Suðurland. Héðinn og eiginkona hans voru með í för. Þá sá ég á Héðni að nokkuð var af honum dregið. Nokkru eftir það lagðist hann á Sjúkrahúsið í Keflavík (HSS) og lést þar 30. maí.

En svona er lífsins gangur. Við eigum öll eftir okkar för um dalinn dimma. Ef til vill er vitundin um það eitt af því sem gerir okkur mannleg. Við erum í fylgd hins eilífa samtímamanns allra manna á öllum tímum.

Ég votta fjölskyldu Héðins einlæga samúð mína, börnum hans og fjölskyldum þeirra og alveg sérstaklega Bergþóru eiginkonu hans.

F.h. Lionsklúbbs Keflavíkur,

Gylfi Guðmundsson.

Héðinn Skarphéðinsson - Ljósmynd Krsitfinnur