Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir

Mbl.is 8. október 2007 

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 25. janúar 1920. Hún lést í Reykjavík 20. september 2007

Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson, fæddur 14.10. 1895 á Skeggsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, dáinn 3.9. 1986 á Sauðárkróki og Margrét Reginbaldsdóttir, fædd 10.3. 1896 á Flateyri við Önundarfjörð, dáin 27.4. 1955 í Reykjavík.
Systir Hildar er

  • Erla S. Eiríksdóttir, sjúkraliði í Reykjavík.

Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg í Skagafirði frá 1921-1927 og á Gili í Skagafirði 1927-1937 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks. Eftir barnaskóla stundaði Hildur nám við Unglingaskóla Sauðárkróks og Kvennaskólann í Reykjavík.

Hildur giftist 1943 Snorri Dalmar, fæddur 28.12. 1917 á Akureyri, dáinn 2.2. 2006 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Arnfinna Björnsdóttir og Páll Dalmar.

Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur.

Hildur og Snorri eignuðust 4 börn.

Edda Snorradóttir fædd 1942, búsett í Hafnarfirði,Eiríkur Snorrason fæddur 1944, búsettur í Svíþjóð,
Hildur Eiríksdóttir og bóni hennar Snorri Dalmar -- ókunnur ljósmyndari

Hildur Eiríksdóttir og bóni hennar Snorri Dalmar -- ókunnur ljósmyndari

Örn Snorrason
fæddur 1946, búsettur í Búlgaríu og
Haukur Snorrason
fæddur 1952, búsettur í Reykjavík.
  • Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 8.

Hildur starfaði í Reykjavík í Hjúkrunarskóla Íslands og Öldrunardeild Landspítala í Hátúni.

Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Hildur í Hólakoti er nú látin. Hún var amma mín, góður vinur og sálufélagi. Hún var sterkur karakter, alltaf glöð og ég minnist hennar á rauðu dragtinni sem hún kveður reyndar í. Ég var bara sex mánaða þegar ég fór fyrst í pössun á Sigló til afa og ömmu, var síðan hjá þeim á sumrin þangað til þau fluttu til Reykjavíkur.

Sumrin á Sigló eru sveipuð ævintýraljóma. Hvort sem það var veitt á bryggjunni, farið í bingó eða kaffi til Þóru og Lauga eða kvöldganga okkar afa eftir Mogganum sem kom með kvöldrútunni frá Króknum og það var alltaf sól.

Eftir að amma og afi fluttu suður 1972 vorum við í daglegu sambandi. Aldrei dró fyrir sólu í okkar samskiptum. Hún kenndi mér að láta mér þykja vænt um bæði fólk og dýr.

Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu, ég er þakklát fyrir hennar góðu ævi, hún þurfti ekki á elliheimili og hélt heimili til dauðadags. Svona vildi hún hafa þetta, hún var alltaf ung og vildi ekki vera með "gömlu fólki". Hún kvaddi södd lífdaga.

Að lokum vil ég þakka þeim sem hjálpuðu til við að hún gæti verið heima. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Bið að heilsa afa.

Þín Hildur.
-------------------------------------------

Hildur mín, það var alltaf gott að koma til þín og hitta þig og Snorra frænda. Við töluðum um Pál afa, og hvernig það var á Siglufirði. Hildur sat oft inni í stofu og þar töluðum við um móðurafa minn, en hann var tengdapabbi Hildar.

Heimili Hildar og Snorra var fallegt. Hildur hafði þann eiginleika að vera alltaf hress og í góðu skapi. Núna upp á síðkastið hefur verið mikið að gera þannig að það er nokkuð langt síðan ég hitti þessa sómakonu.
Ég veit að Guð verður með þér, og núna ertu komin til Snorra þíns, og þér líður vel. Farðu í friði, kæra vinkona.

Stefán Konráðsson sendill.