Hilmar Ágústsson

Hilmar Ágústsson fæddist 7. júní 1928 á Holti við Hjalteyri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 23. maí 2011.

Hilmar var sonur Ágústs Haraldssonar, f. 10.8. 1895 á Hólkoti í Hörgárdal, d. 8.10. 1960, og Jóhönnu Sigrúnar Kristinsdóttur, f. 23.11. 1906 á Hauganesi við Árskógsströnd, d. 21.1. 1987. Systkini:

  • Sveinberg Hannesson, f. 16.10. 1931,
  • Kristrún Hannesdóttir, f. 26.11. 1933, d. 14.11. 1939,
  • Sóley Hannesdóttir, f. 5.3. 1935, og
  • Gunnhildur Hannesdóttir, f. 15.8. 1938.

Hilmar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Stefaníu Árnýju Friðgeirsdóttur, 31.12. 1960. Foreldrar Árnýjar voru hjónin Friðgeir Árnason, f. 28.10. 1905, d. 18.6. 1984, og Sigurlaug Ingibjörg Skúladóttir, f. 23.12. 1904, d. 3.10. 1952.

Hilmar og Árný eignuðust tvær dætur:

1) Jóhanna Sigurlaug Hilmarsdóttir, f. 21.11. 1959, giftist Skúla Jóhannssyni, dætur þeirra eru
Hilmar Ágústsson -- Ljósmynd Kristfinnur

Hilmar Ágústsson -- Ljósmynd Kristfinnur

Árný Sandra, f. 21.9. 1979, og Erna, f. 19.11. 1983. Þau skildu. Eiginmaður Jóhönnu er
, f. 7.3. 1949, saman eiga þau soninn
Birkir Már Ólafsson
  • Örvar Snæ Skúlason, f. 14.8. 1989. Barnabörn Jóhönnu eru 6.

2) Hrönn Hilmarsdóttir
, f. 29.12. 1964. Hrönn giftist
Pétri Helga Guðjónssyni
, f. 27.6. 1962, d. 4.6. 2004. Börn þeirra eru:
  • Hilmar, f. 20.8. 1988, Guðrún Sif, f. 19.4. 1990, og
  • Aðalsteinn, f. 2.9. 1997. Sambýlismaður Hrannar er Rafn Magnússon, f. 2.2. 1959.

Hilmar eignaðist með fyrri eiginkonu sinni, Fjóla Magnúsdóttir, f. 31.5. 1928.  soninn

Ágúst Hilmarsson
, f. 30.10. 1950, Eiginkona Ágústs er
María Ketilsdóttir,
f. 28.3. 1949, og eiga þau tvö börn,
  • Hilmar, f. 21.5. 1972, og
  • Fjólu Maríu, f. 9.6. 1975.

Útför Hilmars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 14.

Ég man fyrst eftir Hilmari heima hjá foreldrum mínum sem lítill drengur, þannig var að þeir félagarnir komu gjarnan við á laugardagskvöldum áður en farið var á ball, aðeins hitað upp fyrir gleði næturinnar. Minning mín frá þessum heimsóknum er sérlega góð, þetta voru allt miklir hófsemdarmenn og ekkert nema léttleiki og gleði sem fylgdi þessum heimsóknum.

Síðan eru liðin tæp sextíu ár og vegna þess hvað minningin er ljúf og heimsóknirnar skildu ekkert eftir nema gleði, þá er hún ofarlega í minni. Síðan eftir að ég fullorðnaðist höfum við Hilli verið ágætir vinir. Lengst af starfsævinni starfaði hann sem verkstjóri og þar kom ljúfmennska hans og sáttfýsi vel í ljós, hann var raunar þannig skapi farinn að hann var hvers manns hugljúfi og mátti helst ekkert aumt sjá. Um tíma var hann kokkur á millilandaskipum hjá Pálma svila sínum og átti það ágætlega við hann. Eins og gengur og gerist komu menn með ýmsan varning úr þeim ferðum, ekki er ég viss um að það hafi allt ratað heim til hans, því helst vildi hann gefa vinum og kunningjum og naut ég þess oft, án þess að geta greitt fyrir á móti.

Hilmar hefur átt við mikið heilsuleysi að stríða um allnokkurn tíma, þar sýndi hann ótrúlegt æðruleysi, því oft voru kvalirnar miklar, en Árný var hans stoð og stytta og var dugleg að vera hjá honum þegar á sjúkrahúsdvöl stóð. Oft kom ég við hjá Árnýju og Hilla í þeim sama tilgangi og hann og þeir félagar til foreldra minna forðum, voru það sérlega ánægjulegar stundir, gjarnan teygðist lengur úr þeim en hjá félögunum forðum. Því miður verð ég ekki heima til að fylgja þessum vini mínum til grafar.

Ég sendi Árnýju og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hilmars Ágústssonar.

Björn Jónasson.