Tengt Siglufirði
Siglfirðingur - 27. ágúst 1954
Hilmar Jónsson frá Tungu - MINNINGAORÐ
Hann lézt af slysförum á Kefla víkurflugvelli 16. 1954. Hafði hann verið við byggingu flugskýlis þar, og var við vinnu sína ofarlega í byggingunni, þegar hann af einhverjum ástæðum missti fótanna og hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum, að hann kom ekki til meðvitundar og andaðist stuttu síðar. Hilmar heitinn var búsettur hér, og fór, eins og fleiri suður á land í atvinnuleit.
Hann var fæddur í Tungu í Stíflu árið 1914, sonur sæmdarhjónanna Sigurlínu Hjálmarsdóttur og Jón G. Jónsson þáverandi bónda og hreppstjóra, sem nú eru búsett hér. Hilmar ólst upp á heimili foreldra sinna til fullorðins ára, og átti því láni að fagna að eiga indælt æskuheimili, sem stjórnað var af foreldrum hans með miklum myndarbrag, og vandist þar umsvifamikill sveitavinnu.
Árið 1935 gekk Hilmar heitinn að eiga heitmey sína Magneu Þorláksdóttur frá Gautastöðum í Stíflu og hófu þau þegar búskap á hluta af Tungu, en brugðu búi 1943 og fluttu til Siglufjarðar. Eignuðustu þau 3 efnileg börn. Hilmar heitinn var velgerður maður, greindur vel, greiðvikinn og góðviljaður sínu samferðafólki. Hann var óvenju fjölhæfur, prýði lega handhagur bæði á tré og járn. Fór þar saman vandvirkni og góð afköst, því fjarri skapi hans var dundur og slén við vinnu eða hroðvirkni. Hann var söngvinn í bezta lagi.
Sönglistin var honum mjög hugkær. í þeim efnum var hann að vísu dálítið hlédrægur, og ekki kvað neitt að honum sem söngmanni, sem sjálfsagt hefur stafað af næmum smekk og miklum kröfum til sjálfs sín, en oft heyrðist hann nunna við störf sín, lög, sem hljóðnæm eyru hans höfðu heyrt. Tónaregnið, sem að eyrum barst svalaði sál hans eins og regnið blóminu eftir þurrk. Hann lék forkunnarvel á harmonikku, settlega og taktfast, og var eftirsóttur að spila fyrir dansi. Einnig átti hann orgel harmóníum, sem hann lék á sér til ununar. Á þessu sviði var hann alveg sjálfmenntaður.
Má óhætt fullyrða, að ef hann hefði notið þeirrar tilsagnar, sem nú býðzt, mundi hann hafa orðið atkvæðamikill á
sviði sönglistarinnar. Hilmar heitinn var vinmargur. Öllum, sem kynntust honum vel, þótti vænt um hann. Hann var fremur hæggerður og seinn til kynningar, en dagleg framkoma hans og hlýlegt viðmót
var flestum geðfelld og varð til þess, að menn sóttu frekar eftir vináttu hans. —Vandamenn og vinir sitja hnípnir og trega lostnir við fráfall þessa góðvinar. Spurningin verður áleitin:
Hví. Hví var þessum vini vorum svo skjótt beður búinn? Okkur verður svarafátt. Á Á skilnaðarstundum sem þessari, finnum við bezt, hve við erum veik og fávís.
-------------------------------------
Verkamaður slasast á Keflavíkurflugvelli.
Í gærdag slasaðist maður á Keflavíkurflugvelli með þeim hætti að hann féll úr mikilli hæð ofan á steingólf í húsi, sem er í smíðum.
Maður þessi er frá Siglufirði og heitir Hilmar Jónsson. Var hann fluttur í sjúkrahús varnarliðsins til aðgerðar. Hafði hann hlotið mikinn áverka á höfði, en ekki er
vitað hvort um höfuðkúpubrot er að ræða.
---------------------------------------------------
Banaslys á Keflavíkurflugvelli
Í Hersjúkrahúsi á Keflavíkurflugvelli lést seint ´a mánudagskvöld Hilmar Jónsson frá Siglufirði.
Hafði hann á mánudaginn fallið af vinnupalli niður á höfuðið með þeim afleiðingum , að hann dó án þess að komast til meðvitundar eftir fallið, sem var mjög
hátt.
Hilmar Jónsson var sonur Jóns G Jónssonar í Fljótum. Hann var fluttur til Siglufjarðar, en þar lætur hann eftir sig konu og þrjú börn. Hilmar heitinn var fertugur að
aldri.
------------------------------------------------
Nafn: | Hilmar Jónsson | Mynd: | |
Heimili: | Tungu | Staða: | Verkamaður |
Staður: | Fæðingardagur: | 08-10-1915 | |
Kirkjugarður: | Dánardagur: | 16-08-1954 | |
Reitur: | 5-60 | Jarðsetningardagur: | |
Annað: | Aldur: | 38 ára |