Ingvar Georgsson

Mbl.is 2. október 2014 | Minningargreinar 

Ingvar Georgsson fæddist á Siglufirði 26. ágúst 1943. Hann lést 16. september 2014.

Foreldrar hans voru Hólmfríður Ingibjörg Guðjónsdóttir, f. á Ísafirði 19.7. 1907, d. 2.9. 2010, og Georg Pálsson, f. á Seyðisfirði 21.12. 1908, d. 25.8. 1957. Systkini Ingvars eru Soffía, f. 15.4. 1931, og Kristinn, f. 31.12. 1933.

Eiginkona Ingvars er Sigríður Þorláksdóttir, f. 24. október 1952.
Dóttir þeirra er

Hólmfríður, f. 14.11. 1985, sambýlismaður hennar er Steinar Örn, f. 28.3. 1983.

Börn Ingvars eru
Gunnar Guðjón, f. 21.5. 1969, Halla Sigrún, f. 21.12. 1971,
synir hennar eru
Ásgeir Aron 
Ingvar Georgsson - ókunnur ljósmyndari

Ingvar Georgsson - ókunnur ljósmyndari

Benjamín Reza, og
Arna Fríða, f. 22.7. 1973,
dætur hennar eru
  • Hera Margrét og
  • Edda Ísold.
Börn  Sigríðar eru
Ásta Björg Reynisdóttir, f. 5.7. 1974, eiginmaður hennar er Magnús Már, f. 28.7. 1974,
dætur þeirra eru
Katrín 
Þórey Sesselja, og
Friðrik Þór Reynisson, f. 22.10. 1976, eiginkona hans er Hrönn, f. 19.5. 1976,
börn þeirra eru
  • Emil, Máni og
  • Freyja. 

Fyrrverandi eiginkona Ingvars var Valgerður Margrét, f. 1947, d. 2008.

 

Ingvar ólst upp á Siglufirði til ársins 1958 þegar hann fluttist með móður sinni til Reykjavíkur eftir að faðir hans lést. Í Reykjavík gekk hann í gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hann starfaði um tíma í millilandasiglingum og síðan við skrifstofu- og bankastörf alla tíð eftir það. Ingvar gekk til liðs við Frímúrararegluna árið 2001. Hann var kosinn í stjórn Samtaka aldraðra árið 2003 og var endurkjörinn æ síðan. Hann var kjörinn gjaldkeri samtakanna árið 2005 og sinnti þeim störfum til æviloka.

Útför Ingvars fór fram í kyrrþey að hans ósk.

Það eru aðeins nokkrar vikur síðan ég átti með Ingvari stund, en síðan var stjórnarfundur Samtaka aldraðra, sem varð að halda, þar sem Ingvar og hans trausti förunautur og eiginkona, Sigríður Þorláksdóttir, hugðu hvíld og frið að finna á fjarlægum friðar stað. Því miður mátti öðruvísi verða.

En það mátti líka öðruvísi verða að ég ætti göngugetu á stjórnarfundinn. Viðgerðarþörf kallaði mig á hjartadeild og því gerðust þau sögulegu tíðindi að kona stjórnaði fundi stjórnar Samtaka aldraðra í fyrsta skipti á 42 ára starfsferli. Sem betur fer var stjórn samtakanna ljóst að mynd yrði að taka af sögulegum áfanga, síðasta verkefni Ingvars fyrir SA má þá líka vera á veggfestu þilja húsnæðis samtakanna.

Það hafa mörg vötn til sjávar runnið á árum SA, og margt á dagana drifið. Sumt má geymast, annað gleymast eins og gengur. Margt hefur verið svo stórskemmtilegt, að efni væri í heilar bækur, t.d. áfangarnir í byggingarsögu 442 íbúða Samtaka aldraðra þar sem ryðja hefur þurft burt mörgum erfiðum farartálmum og gleðistundirnar við afhendingu íbúðanna og sigrar þegar við lukum öðrum velferðarverkefnum samtakanna. Allt þetta hefur frá upphafi verið gert við frumstæð skilyrði og alltaf við of lítið fjármagn.

Við getum sagt með handaflinu eða hugsjónum einum saman.

Það var og er reyndar enn þyrnum stráð vegferð. En sem betur fer hefur tekist að skila flestu með miklum sóma.

Harmur og söknuður býr nú í brjóstum stjórnarmanna og í hugum þeirra allra er sem þjóðskáldið Jóhannes Katlaskáld segir í

  • „Eigi skal höggva“:
  • „Gáfunnar ársal
  • Æsir bjartir lýsa.
  • Einherjar djúpt í sálu falla og rísa.“

Ingvar var kosinn í stjórn Samtaka aldraðra 2003 og hefur verið endurkjörinn æ síðan.

Árið 2005 var hann kjörinn gjaldkeri samtakanna, sem hefur reynst einstök happagjörð, þar sem hans mikla reynsla af fjármálagæslu og gerð vandaðra skilagreina jók mjög á öryggi stjórnar og auðveldaði mjög kynningarstarfið til félaga samtakanna og annarra ráðamanna. Ingvar var harður, æðrulaus, yfirvegaður, já einrænn, sjálfum sér nægur, en umfram allt annað heiðursmaður sem dustaði ekki verkrykið undir teppi, en borðlagði til greiningar ef greina þurfti.

Aðaleinkenni Ingvars var hæversk og kurteis framkoma með þungri undiröldu alvörumanns. Óhætt er að segja að viðskiptaaðilar samtakanna og við félagar hans í stjórn SA bárum mikið traust til allra verka sem hann vann og naut Ingvar mikillar virðingar fyrir. Sannarlega vann hann af trúmennsku og ábyrgðarkennd fyrir velferð SA og hlúði að bjartri framtíðarhyggju, þá sérstaklega með í huga Sléttuvegs-sigra SA 2008-2011. Sigra sem unnust vegna vandaðra verka hans.

Já, stundum koma inn á leiksvið sérhvers manns menn, sem verða gimsteinar minninganna.

Takk fyrir mig og Samtök aldraðra.

Eiginkonu Ingvars, Sigríði Þorláksdóttur, og öllum öðrum aðstandendum sendir stjórn Samtaka aldraðra hugheilar samúðarkveðjur og kærar þakkir og biður góðan Guð að blessa minningu Ingvars Georgssonar félaga okkar, góðs drengs og sonar Siglufjarðar.

Erling Garðar Jónasson,  formaður Samtaka aldraðra. 
--------------------------------------------------------

Kveðja frá veiðifélögunum Á-Stöng

Nú þegar sumri hallar og grösin sölna erum við enn minnt á umbreytinguna, sem við öll eigum í vændum.

Vinur okkar og veiðifélagi, Ingvar Georgsson, er látinn langt um aldur fram og langar okkur að minnast hans. Andlát hans bar snöggt að en þó ekki alls kostar óvænt, en Ingvar hafði um skeið glímt við sjúkdóm, sem nú hafði betur.

Ingvar var ljúfur í lund, traustur, úrræðagóður, orðheldinn og umtalsgóður með afbrigðum. Einmitt eins og góðvinir eiga að vera.

Við félagarnir í veiðifélaginu Á-Stöng söknum nú góðs vinar í stað og höldum á vit minninganna, sem eru margar og aðeins góðar.

Stutt er síðan Grímur Jónsson, foringi okkar og vinur, fór í þessa sömu ferð með veiðistöng sér við hlið. Því ætlum við að þeir félagarnir geti veitt saman „fyrir ofan brú“ flestum stundum – alla daga á snældurnar sínar.

Nú verða björtu minningarnar um Ingvar Georgsson huggun harmi gegn.

Við veiðifélagarnir biðjum Ingvari guðsblessunar, þökkum honum einkar ljúfa samferð og vináttu og sendum eiginkonu hans Sigríði, fjölskyldu og ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Bjarni Ingvar Árnason.