Tengt Siglufirði
Dagblaðið Vísir - DV - 11. apríl 1992 -- Jóhann lést 5. apríl árið
1996 73ja ára
Jóhann Andrésson vélsmiður, Vetrarbraut 19, Siglufirði, verður sjötugur á morgun, 12. apríl 1992. Starfsferill Jóhann fæddist að Hjaltastöðum
í Blönduhlíð í Skagafirði þann 12 apríl 1922 en ólst upp á Siglufirði.
Foreldrar Jóhanns voru Andrés Þorsteinsson, f. 17.4.1890, d. 12.3. 1959, bóndi, verkamaður og síðan vélsmiður á Siglufirði á árunum 1931-59, og Halldóra Jónsdóttir, f. 22.2.1896, d. 13.3.1973, húsmóðir og verkakona.
Á æskuárunum frá átta ára til fjórtán ára aldurs var hann ýmist vikadrengur á sumrin í Skagafirðinum eða hann gekk að síldarsöltun með móður sinni. Á unglingsárunum vann Jóhann ýmis störf sem til féllu á Siglufirði, vann á síldarsöltunarstöðvum, við síldarlosun, vann í mjölskemmum Síldarverksmiðju ríkisins og einnig talsvert á vegum Eimskips og Ríkisskipa. Hann lauk unglingaprófi frá Barnaskóla Siglufjarðar 1936, gagnfræðaprófi 1939, prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1960 og prófi í vélvirkjun sama ár. Jóhann hóf störf með iðnnámi 1941 á verkstæði fóður síns sem rak vélsmiðju á Siglufirði.
Hann tók síðan við rekstri verkstæðisins við lát fóður síns 1959 og starfrækti verkstæðið til 1977 þar sem hann stundaði einkum rennismíði. Jóhann annaðist síðan gæslustörf í skipum Þormóðs ramma hf. á Siglufirði þegar skipin lágu í höfn og vann jöfnum höndum á hafnarvog Siglufjarðar í ígripum. Hann starfaði síðan áfram við hafnarvogina þar til hann lét af störfum á síðasta ári.