JÓHANN LANDMAKK

Neisti - 25. október 1947

Sextugsafmæli Miðvikudaginn 22. okt. s.l. var Jóhann Landmark, Hafnargötu 10, sextugur. Jóhann er norskur áð ætterni. Kom hingað til lands 1913 en settist hér að 1915 og hefur dvalið hér síðan.

Jóhann hefur undanfarin ár stundað trésmiðar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. I hópi samverkamanna er Jóhann skemmtilegur og góður félagi enda nýtur hann mikilla vinsælda allra þeirra, sem hafa kynnzt honum. Fjöldi vina heimsóttu hann á afmælisdaginn og barst honum fjöldi góðra gjafa. Jóhann Landmark hefir skipað sér í raðir jafnaðarmanna og reynzt traustur liðsmaður.

Neisti flytur Jóhanni beztu árnaðaróskir Alþýðuflokksmanna, með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.
---------------------------------------

Jóhann Landmark - Ljósmynd Kristfinnur

Jóhann Landmark - Ljósmynd Kristfinnur

Neisti 3 desember 1957

Þann 22. okt. 1957 varð Jóhann Landmark, trésmiður, Hafnargötu 10, sjötugur.

Jóhann er norskur að ætterni og fluttist hingað til Siglufjarðar 1916.

Hann hefur lengst af stundað trésmiðastörf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins af mikilli skyldurækni og trúmennsku.

Í hópi samverkamanna er Jóhann skemmtilegur og afbragðs félagi.

Jóhann hefur skipað sér í raðir jafnaðarmanna og reynzt góður liðsmaður.
------------------------------------------------------- 

Mjölnir - 22. október 1947

Sextugsafmæli Jóhann Landmark, Hafnargötu 10, á sextugsafmæli í dag. Jóhann er norskur að ætt, en tók sér búsetu hér árið 1915.

Stundaði hann fyrst síldarsöltun en allmörg hin síðari ár hefir hann starfað við trésmíði, mest hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.

Er Jóhann hinn bezti samstarfsmaður, léttur í lund og trygglyndur, en ákveðinn ef því er að skipta. Vil ég óska honum gæfu og gengis á óförnum árum, sem ég vona ,að verði bæði björt og hlý.
Siglfirðingur

Bláa letrið fært inn af mér sk