Einar Eyjólfsson


Einar Eyjólfsson, Grundargötu 7b, f.18. október 1877 d.11.desember 1965 - 88 ára.
-----------------------------------------------

Neisti 3 desember 1957

Þann 18. okt. s.l. varð Einar Eyjólfsson, trésmiður, Grundargötu 7, áttatíu ára.

Einar er öllum Siglfirðingum kunnur, sem hljóðlátur og dagfarsprúður maður, enda gott til vina.

Hann er einn af þeim alþýðumönnum, sem unnið hafa sín störf í friði og án hávaða, en ávallt sýnt trúmennsku í starfi. Störf slíkra manna fyrir þjóðfélagsheildina verða seint metin til fjár.

Einar hefur alla tíð verið mikill drengskaparmaður, sem ekki hefur mátt vamm sitt vita í neinu.

Alla tíð hefur Einar verið traustur fylgismaður jafnaðarstefnunnar.
------------------------------------------------ 

Neisti - 25. október 1947

Sjötugsafmæli Laugardaginn 18. okt. 1947. átti Einar Eyjólfsson, Grundargötu 7, sjötugsafmæli.

Einar hefur dvalið hér í Siglufirði um margra ára skeið og miðaldra Siglfirðingar kannast vel við Einar, hægan, hljóðlátan og dagfarsgóðan enda er honum gott til vina. Einar ber aldur sinn ver, er kvikur og léttur í lund. Fjölda gjafa barst honum frá vinum fjár og nær og stórhópur vina heimsótti hann.

Einar er ötull fylgjandi Alþýðuflokksins, og færir „Neisti" afmælisbarninu beztu þakkir fyrir unnið starf í þágu Alþýðuflokksins, með beztu óskum um gæfuríka framtíð.