Tengt Siglufirði
Neisti 13 maí 1960
Jenny Júlíusdóttir. Dauða hennar bar skyndilega að þann 15. apríl 1960.
Jenny Júlíusdóttir var fædd á Akureyri 8. apríl 1885.
Laust eftir 1910 fluttist hún hingað til Siglufjarðar. Hinn 26. jan. 1913 - giftist hún eftirlifandi manni sínum, Rudolf Sæby.
Þeim hjónum var ekki
barna auðið, en ólu upp tvo fóstursyni, þá Ólaf Ágústsson og Matthías Ágústsson, og síðar Grétar Ólafsson, son Ólafs.
Matthías, sem var
hinn mesti elju- og atorkumaður, lézt fyrir hálfu öðru ári síðan, 48 ára að aldri.
Það var ávallt bjart yfir heimili þeirra hjóna, Jennýjar og Rudolfs, og þangað var gott að koma. Hús móðirin ætíð viðmótsþýð og aðlaðandi. Þar var allt snyrtilegt og hreint.
Frú Jenny er harmdauði öllum þeim, sem þekktu hana, en mest ástvinum hennar, sem þekktu hana bezt.