Sigfúsína Stefánsdóttir Túngötu 20 Siglufirði

Sigfúsína Stefánsdóttir Túngötu 20 Siglufirði  - f. 16. júní 1921 - d. 4. maí 1921

Foreldrar hennar voru Soffía Jónsdóttir, f. á Máná 24.7. 1892, d. í Siglufirði 26.6. 1986, og Stefán Jónsson, f. í Nesi í Flókadal 3.8. 1885, d. í Siglufirði 21.5. 1965.  

Börn þeirra eru;

  • 1) Jón Guðni Stefánsson, f. 27.8. 1914, d. 2.2. 1941,
  • 2) Sigfús Stefánsson, f. 5.7. 1916, d. 26.11. 1920,
  • 3) Sigfúsína Stefánsdóttir (Sína), f. 16.6. 1921, d. 4.maí 1921
  • 4) Þormóður Stefánsson, fæddist á Siglufirði þann 9. ágúst 1927 - d. 27. júní 2002  -   Hann kvæntist 1. júní 1952 Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, f. 1.11. 1926.
    Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson, f. á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu 19.5. 1889, d. á Ísafirði 3.2.1970, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. á Ísafirði 5.4. 1935.

Maki Sigfúsínu var Sigfús Gunnlaugsson

---------------------------------------------------

Sigfúsína Stefánsdóttir 99 ára 2020 - Ljósmynd Björn Valdimarsson

Sigfúsína Stefánsdóttir 99 ára 2020 - Ljósmynd Björn Valdimarsson

Sigfúsínu er getið sem 75 ára afmælisbarns í  Dagblaðið Vísir - DV - 15. júní 1996 og væntanleg fædd samkvæmt því; árið 1921

Einnig er hún varð 80 ára Dagblaðið Vísir - DV - 16. júní 2001 

Og þegar hún var 95 ára   Morgunblaðið - 16. júní 2016  

ELSTI SIGLFIRSKI SIGLFIRÐINGURINN  -

Sigfúsína Stefánsdóttir á Siglufirði varð 99 ára í gær, 16. júní. 2020.  Enda þótt sex íbúar á Siglufirði hafi í gegnum tíðina náð 100 ára aldri þá var enginn þeirra fæddur á Siglufirði.

Sigfúsína er innfædd, hefur átt heima í bænum alla tíð, lengst við Túngötu 20, og er elst þeirra sem eru á lífi og eru fæddir á Siglufirði. Móðir hennar var frá Siglufirði en faðir hennar úr Skagafirði.

Í gær komu synirnir tveir og aðrir úr fjölskyldu Sigfúsínu í heimsókn.
Þá tók Björn Valdimarsson meðfylgjandi mynd af afmælisbarninu.   (myndin til hægri)

Sigfúsína Stefánsdóttir

Ljósmynd Björn Valdimarsson