Tengt Siglufirði
Mbl.is 14. ágúst 1999
Jón Gíslason fæddist á Veðramótum í Fljótum 9. febrúar 1924. - Dáinn 5.
ágúst1999
Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson og Kristrún Gísladóttir og var hann yngstur fimm barna þeirra.
Systkini hans voru
Föður sinn missti Jón er hann var aðeins tíu ára gamall, en móðir hans lést 1975, þá
95 ára gömul.
Foreldrar Jóns fluttust til Ólafsfjarðar er Jón var eins árs og ólst hann þar upp til fullorðinsára. Hann fór ungur að vinna og um fermingu fór hann á
sjó með Jóni Sigurpálssyni á Agli.
Fimmtán ára gamall fór hann suður á vertíð og til sjós á ýmsum skipum, en lengst á Helga Helgasyni með Ármanni Ármannssyni, þeim mikla aflamanni.
Árið 1947 fluttist Jón til Siglufjarðar, því hann hafði kynnst stúlku þar, Gíslínu Önnu Ólafsdóttur, og hófu þau búskap, fyrst á Hlíðarvegi 3 og síðan Hlíðarvegi 7 og bjuggu þar alla tíð.
Gíslína lést árið 1990. Jón og Gíslína
eignuðust fjögur börn.
Þau eru:
Eftir að Jón fluttist á Siglufjörð vann hann ýmis verkamannastörf, gekk í Stúarafélag Siglufjarðar um 1950 og vann þar við lestun og losun skipa þar til hann réð sig sem póst hjá Pósti og síma.
Þar
starfaði hann þar til hann lét af störfum 68 ára gamall.
Útför Jóns fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
---------------------------------------
mbl.is 14. ágúst 1999
Jón Gíslason. Sólin hafði brotist gegnum þokuna og baðaði fjörðinn eins og hann verður
fallegastur þegar Jón Gíslason vinur minn skildi við þennan heim.
Ég sá fyrir mér Gillu, Ástu og alla ástvini hans brosandi, taka á móti honum opnum örmum í
himnaríki. Við Nonni urðum vinir þegar ég var svo lítil að ég man ekki eftir því og það sama átti að sjálfsögðu við um Gillu konu hans. Síðan komu
mörg ár og margar stundir sem ég gleymi ekki og geymi í hjarta mínu.
Þau hjónin tóku ástfóstri við mig þegar Ásta dóttir þeirra passaði mig og
eftir að hún lést af slysförum aðeins 18 ára gömul fékk ég að njóta þeirra áfram. Þau unnu bæði með foreldrum mínum á símstöðinni
og fyrir mig sem krakka var fólkið á stöðinni eins og ein stór fjölskylda sem ég tilheyrði. Ég eyddi ófáum stundum þar og flæktist mikið kringum Nonna og Gillu, mér
leið alltaf vel hjá þeim. Þau voru við mig eins og þau ættu eitthvað í mér, góðmennskan og hlýjan í minn garð og áhugi þeirra á því sem ég
var að gera hverju sinni.
Eftir því sem ég varð eldri styrktust vináttubönd mín við þau hjón og eftir að ég fluttist suður tilheyrði það alltaf ferðum
mínum heim að heimsækja þau. Það var sárt að sjá á eftir Gillu fyrir tæpum níu árum og fannst mér eins og eitthvað hefði dáið innra með Nonna þá.
Nonni tók áfram á móti mér með sitt hlýja faðmlag og nær undantekningarlaust var hann með bók í hendi. Hann var fullur af fróðleik, hafði sínar skoðanir á
mörgu og áttum við skemmtilegar stundir saman.
Nonna var umhugað um sína nánustu og talaði hann alltaf svo hlýlega um fjölskyldu sína og ástvini sem munu án efa sakna hans
sárt. Eftir að heilsunni fór að hraka hjá foreldrum mínum hringdi hann reglulega í þau til að vita hvernig gengi. Hann var trúmennskan uppmáluð, alltaf svo elskulegur. Þannig þekkti
ég hann. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt Nonna og Gillu að í lífinu. Í sorginni græt ég af gleði því ég trúi því að nú séu
þau saman á ný. Ég kveð þig að sinni, elsku vinur.
Þín Guðbjörg.