Sigurður Björgólfsson ritstjóri, kennari

Siglfirðingur - 12. febrúar 1965

Þann 10. desember 1965 lézt Sigurður Björgólfsson, að Hrafnistu í Reykjavík. Hann var fæddur að Kömbum í Stöðvarfirði, 11. des. 1887, og kominn af góðu bændafólki þar eystra.

Ólst hann upp við lítil efni, en með því að hann var óvenju góðum gáfum gæddur, tókst honum af eigin rammleik að brjótast gegnum verzlunarskólann á unga aldri, og lauk þar brottfararprófi 1909.

En hugur hans beindist snemma að kennarastörfum. Hann stundaði nám í Kennaraskólanum og síðar kennslu á Austfjörðum, þar til hann fluttist hingað til Siglufjarðar árið 1919, og stundaði kennslustörf við barnaskólann samfleytt í 28 ár.

Sigurður var skáld gott en um af hlédrægur, og töldu kunningjar hans og vinir, að of lítið lægi eftir hann á þessu sviði. Hins vegar lagði hann mikla stund á íslenzku og erlend tungumál, og stóðu honum þar fáir á sporði þótt þeir hefðu lengra skólanám að baki.

Sigurður Björgólfsson - Ljósmynd Kristfinnur

Sigurður Björgólfsson - Ljósmynd Kristfinnur

Hann þýddi fjöldann allan af erlendum bókum, aðallega úr enskri tungu, og bera þýðingar þessar vott um fágæta stílleikni og þroskaðan fegurðarsmekk þegar um það var að ræða, að rita fagurt og lýtalaust íslenzkt mál. Á þessu sviði var Sigurður hamíhleypa hin mesta.

Hinn 1. sept. 1912 kvæntist Sigurður Svövu Hansdóttur, frá Akureyri. Svava var glæsileg og listelsk kona, og samhent manni sínum í því mikla starfi, að koma upp stórum barnahóp við þröng kjör. Var hún uppeldisdóttir Snorra heitins Jónssonar, sem um tíma var einn mesti athafnamaður við Eyjafjörð (f. 1848 d. 1918).

Þá áratugi sem þau hjón dvöldu hér í Siglufirði, höfðu þau forgöngu um leiklistarstarfsemi. Var þá oft við erfiða aðstöðu að etja, en það létu þau íhjón ekki á sig fá. Sigurður þýddi og samdi leikrit og bráðskemmtilegar „revíur" með nútímasniði, málaði leiktjöld og leiðbeindi leikendum. Lengst mun þó lifa barnaleikrit Sigurðar, „Álfkonan í Selhamri", sem er fallegt og frumlegt, enda verið leikið víða um land og hlotið mikið lof.

Í fjölmörg ár var Sigurður ritstjóri máigagns sjálfstæðismanna hér í bæ. Hann var frjálslyndur umbótamaður, andvígur hvers konar höftum og kúgun, málsvari smælingjanna og skeleggur rithöfundur í sókn og vörn. Hann átti óvenju þroskaða kímnigáfu, eins og kosningavísur hans bera vott um, gamanblaðið „Glettingur", sem hann gaf út mörg ár, og margt annað af því tagi, — en allt var þetta græskulaust gaman sem engan gat sært.

Sem kennari var Sigurður virtur og elskaður af hinum mörgu nemendum sínum og með kennurum. Ég er einn af þeim mörgu, sem stend í ógoldinni þakkarskuld við hann fyrir að hafa kennt börnum mínum og gefið þeim vináttu sína með mikilli hjartagæzku. Sigurður missti heilsuna kominn hátt á sjötugsaldur, og dvaldi síðustu ár æfi sinnar að Hrafnistu í Reykjavik.

Í ástríku hjónabandi eignuðust þau Svava sex börn, og eru þrjú þeirra á lífi;

  • Rögnvaldur, kvæntur Unni Sigurðardóttur.
  • Björgólfur, ókvæntur.
  • Brynhildur, gift Jóhannes Jósefssyni, fyrrverandi hótelstjóra að Hótel Borg.

(Árið 1941 urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg, að sonur þeirra, Snorri, fórst með öðrum bátsfélögum, með mótorbátnum Pálma, sem lagði úr höfn í mesta blíðskaparveðri en kom aldrei fram. Bendir margt til þess, að áihöfnin hafi orðið stríðsæðinu að bráð).

Ég heimsótti Sigurð öðru hvoru að myndarheimilinu Hrafnistu, en síðast er >ég kvaddi hann var hann aftur orðinn barn. Nú kveð ég ykkur hjónin hinztu kveðju, og læt fylgja stöku úr „Álfheimum":

  • . .móðurást, sem ert æðri öllu
  • í aumu hreysi og glæstri höllu,
  • þú býður yl, þó að blási kalt
  • þú brýtur fjötra og sigrar allt.


Siglufirði, 25. jan. 1965. A. Schiöth