Tengt Siglufirði
mbl.is 27. júní 2016
Jón Hólm Pálsson fæddist á Siglufirði 20. júní 1946 og ólst þar upp.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 10. júní 2016.
Foreldrar hans voru Páll Ágúst Jónsson frá Kambi í Deildardal
í Skagafirði, f. 9. september 1921, d. 13. febrúar 1995, og Una Sigríður Ásmundsdóttir frá Teigagerðisklöpp við Reyðarfjörð, f. 16. júní 1927, d. 4. apríl 2008.
Systkini Jóns eru
Jón kvæntist Stefaníu Sigurbjörnsdóttur árið 1967. Þau skildu.
Þau eignuðust einn son saman,
Núverandi sambýliskona Páls er Johanna Brahe og á hún tvo syni,
Jón var til heimilis að Norðurgötu 5 á Siglufirði síðustu árin. Hann stundaði sjóinn stóran hluta ævi
sinnar en vann ýmis störf á Siglufirði og víðar um landið. Hann var líka mikið á allskonar vinnuvélum og þótti góður sem slíkur. Jón var mjög ungur þegar
hann eignaðist sína fyrstu trillu með öðrum. Á milli annarra verka gerði hann út trillur og hafði hann fest kaup á einni slíkri fyrir nokkrum árum og gerði út frá Siglufirði.
Útför hans fór fram 18. júní 2016.
Jonni eins og hann var oftast nefndur hefur nú lagt upp í sína síðustu ferð, ferð sem við öll munum fara að lokum.
Útför
hans var gerð frá Siglufjarðarkirkju þann 18. júní að viðstöddum fjölda vina og aðstandanda.
Áberandi var hvað mörg skólasystkini hans voru viðstödd og komu
sum langt að.
Hann hefði orðið 70 ára þann 20. júní og er mér kunnugt um að skólasystkini hans ætla að hittast á Siglufirði fyrstu helgina í júlí,
þessi hópur telur um 70 manns hefur verið samheldinn og á þeirra árgangsmót mætti Jonni ætíð og verður hans nú sárt saknað.
Hann kom víða við á
sinni lífsferð, var eftirsóttur starfsmaður á vélum og tækjum og vann við stórar verklegar framkvæmdir víða um land.
Hann var mjög slyngur veiðimaður bæði á
fugl og fisk og fór oft langar ferðir í þeim tilgangi. Veit ég að margir af hans veiðifélögum sakna nú vinar í stað.
Hann hafði átt hraðfiskibát fyrir nokkrum árum sem hann seldi, en árið 2012 keypti hann sér lítinn bát sem hann skírði Flugan SI 16, var nú hugsað til þess að taka þátt í strandveiði frá Siglufirði , og náði hann að vera við það starf í fjögur ár.
Þennan tíma vorum við í góðu sambandi þegar við vorum að bjástra við bátana á
legunni í smábátahöfninni, en milli smábátasjómanna er góð samkennd og vinátta.
Skoðanir sjómanna á kerfi strandveiða eru jafnmargar sjómönnum og taka
oftar en ekki mið af aðstæðum þeirra sem um ræða.
Einnig voru rædd á bryggjunni afskipti stjórnvalda með reglugerðarlokunum á fengsælum miðum og ofstjórnun á
mörgum sviðum.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á þessu kerfi og vorum við sammála um margt og þá sérstaklega það að smærri bátarnir hafa ekki sömu möguleika
til að taka þátt í ólympískum veiðum" eins og það hefur verið kallað miðað við stærri báta sem eru farnir að stunda strandveiðar.
Þeir bátar geta
farið út í verra veðri þegar smærri bátarnir verða að liggja í landi og missa þannig nokkra daga í hverjum mánuði.
Hann var að sjálfsögðu félagi
í smábátafélaginu Skalla, sem er frá Siglufirði til Hrútafjarðar, en ekki minnist ég þess að hann hafi talið þörf á að mæta á fundi félagsins þótt
hann hefði margt fram að færa.
Hann var mikið náttúrubarn og naut þess að ferðast um landið og njóta fegurðar þess.
Til er nefnilega saga, höfð eftir honum sjálfum,
þegar hann í hörkufrosti en björtu og góðu veðri fór eitt sinn til rjúpna upp í Hraunadal.
Þar settist hann á stein og sat þar í einn og hálfan tíma,
hlustaði á þögnina og fór svo heim. Og þetta var auðvitað vegna þess, að hann var í eðli sínu náttúrubarn, í orðsins fyllstu merkingu, og hreifst auðveldlega
af svona löguðu.
Og önnur saga þessari lík segir frá því, þegar hann einhverju sinni var á leið í róður á hæggengum trébát og búinn að sigla í 1-2 tíma út á Skagagrunn, í þessu líka ofboðslega fallega veðri, þegar honum verður litið inn Skagafjörðinn, og heillast svo af fegurðinni sem blasti við augum, að hann ákveður að sigla í land og keyra upp í Skagafjörð til þess að njóta betur dýrðarinnar sem þar var.
Hann átti sínar rætur í Skagafirði,
en faðir hans var fæddur á Kambi í Deildardal, ég á einnig mínar rætur austan vatna í Skagafirði og skil raunar Jonna þegar hann styttir róður til að fara inn í
Skagafjörð og njóta fegurðar Skagafjarðar betur en utan af sjó.
Þessi síðustu ár Jonna við að gera út Fluguna gáfu honum mikið, bæði að fiska yfir sumarmánuðina
og svo að bjástra við bátinn í annan tíma.
Það kom mér á óvart þegar við vorum að koma bátunum í gegnum skipaskoðun í endaðan apríl
í vor að hann virtist hress en talaði um einhvern slappleika sem reyndist svo vera miklu meira.
Hann lést á Heilbrigðistofnun Norðurlands á Siglufirði þann 10. júní eftir stutta legu,
ég sakna Jonna , hann setti svip á bæinn okkar sem er fátækari við fráfall hans.
Ég læt fylgja með þessum orðum mínum tvö erindi sem móðir hans orti í
tilefni sextíu ára afmælis Slysavarnadeildarinnar Varnar á Siglufirði.
Una Sigríður Ásmundsdóttir
Ég sendi syni hans og fjölskyldu og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson