Ólafur Kristinn Björnsson

Neisti 23 desember 1985
Ólafur Björnsson F. 17.10.1944 — D. 15.9.1985

Ólafur Kristinn Björnsson var fæddur hér á Siglufirði 17. október 1944, hann var því rúmlega fertugur að aldri er hann lést af slysförum þann 15. september s.l. Tilkynning um  andlát Ólafs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alía bæjarbúa, og eins og ævinlega þegar ungir menn látast þá er erfitt að trúa þessu og skilja, að ekki sé talað um að sætta sig við þessa fregn.

Í þessari smá minningargrein um Óla Bubba eins og hann var oftast kallaður verður æviferill hans ekki rakinn, enda þekkti ég hann ekki nema hin síðari ár, en það er ljóst að Óli hafði yndi af að gleðja aðra bæði í starfi sínu og íleik. Óli var gjafmildur á gott viðmót og lífsgleði, sem smitaðist til allra þeirra er á hann hlýddu.

Óla Bubba kynntist ég náttúrlega strax sem unglingur, en fyrir tveim árum kynntist ég honum enn betur, er hann hóf störf sín og tók að sér rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli. Þar var hann í essinu sínu við matargerð og með heilan hóp af börnum og unglingum í kring um sig alla daga.

Ólafur Björnsson - ókunnur ljósmyndari

Ólafur Björnsson - ókunnur ljósmyndari

Kímnigáfa og lífsgleði ásamt góðu viðmóti var það sem hann vann hug og hjörtu krakkanna á, svo að alltaf hafði hann þau með sér, og þau dáðu hann og treystu, svo að oft virkaði hann þeim sem besti faðir, er þau dvöldu að Hóli.
Ég fékk einnig oft að heyra það frá aðkomumönnum sem gistu að Hóli að þeir kunnu vel að meta það sem Óli gerði fyrir þá, og hinir ýmsu íþróttahópar sem hingað komu á veturna lögðu ávallt mikið kapp á að vera á Hóli, aðallega vegna kokksins sem þar starfaði.

Íþróttahreyfingin hér á Siglufirði hefur misst góðan dreng og mikinn starfskraft. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Með þessum fáu minningarorðum um Óla, viljum við nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir frábær störf, um leið og við sendum Kolbrúnu og börnum þeirra, og tætingum, okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Kristján Möller
----------------------------------------- 

Dagur - 18. september 1985 

Banaslys í Fljótum 41 árs gamall maður lést í umferðarslysi í Fljótum aðfaranótt sunnudags. Ólafur Björnsson frá Siglufirði var þar einn á ferð í bifreið sinni og á móts við bæinn Hraun missti hann vald á bifreiðinni sem valt út af veginum og hafnaði á stórgrýti.

Ólafur mun hafa látist samstundis. Engir sjónarvottar voru að slysinu en fólk sem var í grendinni heyrði hávaða er bifreiðin valt út af veginum og kom það strax á vettvang.
Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.