Jón Kr Jónsson bifreiðastjóri

Einherji - 1962

Ég (sk) fann lítið annað um Jón Kr. en neðanritað. Jón vann lengi hjá SR og síðar hjá Frystihúsi SR sem bigreiðastjóri. Giftur Ólínu Hjálmarsdóttir
-------------------------------------------------

Eins og frá hefur verið skýrt, skeði það slys á öldubrjótnum 9. nóv. sl., að þekja hans brotnaði undan uppskipunakrana S.R., með þeim afleiðingum að kranastjórinn, Jón Kr. Jónsson, ristar- og öklabrotnaði. Kraninn stórskemmdist, og má telja sérstakt lán að ekki varð þarna banaslys.

-------------------------------------------- 

Mjölnir - 23. nóvember 1962
Íhald og kratar bera ábyrgðina sameiginlega
Taka á sig fulla ábyrgð á vanrækslusyndum Sigurjóns Sæmundssonar bæjarstjóra

Vantrauststillaga bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins, sem borin var fram, er uppskátt varð, að vanrækt hafði verið að framkvæma viðgerð þá á öldubrjótnum, sem bæjarstjórn samþykkti í fyrrahaust, var felld með 5 atkvæðum íhalds og krata á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag. — Fulltrúar Framsóknar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en létu bóka, að þeir styddu bæjarstjórann ekki, teldu hins vegar ótímabært að víkja honum úr starfi meðan ekki hefði farið fram opinber rannsókn á slysinu á öldubrjótnum 9. þ. m. — Meirihlutinn felldi hins vegar tillögu um opinbera rannsókn áður en vantrauststillagan kom til atkvæða.

Kón Kr Jónsson. Ljósmynd Kristfinnur

Kón Kr Jónsson. Ljósmynd Kristfinnur

Hinn 9. þ. mán. gerðist sá fáheyrði atburður, að dekkið á annarri uppskipunarbryggju bæjarins, Öldubrjótnum, hrundi niður á stóru svæði er út á það var ekið uppskipunarkrana. Valt kraninn á hliðina niður í ca. 1½ m. djúpt holrúm. Kranastjórinn, Jón Kr. Jónsson, festist í brakinu og slasaðist illa á fæti, tví-ristarbrotnaði og öklabrotnaði. Þykir hin mesta mildi, að þarna skyldi ekki verða enn verra slys, því hús kranans gereyðilagðist, auk annarra skemmda, og bóma hans hefði getað valdið stórslysi á mönnum, sem voru við vinnu á bryggjunni, er hún féll niður…………………………………………….. 

Hluti samantektar, um „vanrækslu“ meirihlutans á sömu síðu:
9. nóv. hrynur stór hluti úr bryggjuþekjunni undan uppskipunarkrana. Lenti kraninn á hliðina niður hálfs annars metir djúpt holrúm. Kranastjórinn, Jón Kr. Jónsson, slasaðist á fæti, og er talin stórheppni, að ekki varð banaslys þarna. Kraninn stórskemmdist, m. a. gereyðilagðist stýrishúsið og stjórntæki.

Ath sk 2020: þegar  þetta var sett inn á síðu mína, fann ég enga minningargrein  um þennan fyrrverandi vinnufélaga minn., Jón Kr. Jónsson.  Jón var virkur og harður félagi Verkalýðsfélagsins Þróttar og mikils metinn af kommunum.

Ofanritaðar frásagnir Einherja og Mjölnis, (ekki getið um annarsstaðar í blöðum sem frétt) af kranaslysinu voru ekki skrifaðar í fréttaskini, heldur hluti af pólitískum kosningaáróðri um slæmt viðhald Öldubrjótsins, í tíð, þáverandi meirihluta bæjarstjórnar.


Skrif blaðanna: Um kranaslysið var einungis notað sem áhersla á málflutning nefndra vikublaða.