Tengt Siglufirði
Ólína Hjálmarsdóttir Fædd 4.8.1923. Dáin 13.11.1987
Þann 13. nóvember sl. andaðist Ólína Hjálmarsdóttir á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Ólína giftist ung eftirlifandi manni
sínum Jóni Kr. Jónssyni. Þau eignuðust 6 börn. Eitt dó nýfætt.
Þau fimm sem upp komust eru:
Þau eru öll í hjónabandi og eru börn þeirra orðin 14.
Ólína var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju þann 21.11. sl.
Þá heyrði ég fyrst að hún
hefði verið ritari verkalýðsfélaganna hér í Siglufirði í 30 ár samfellt.
Fyrst hjá Verkalýðsfélaginu Brynju frá 1946-66 og síðan hjá Vöku
til 1976.
Ég vissi auðvitað að hún hefði starfað fyrir félagið og gerði það meðan kraftar entust. En að hún hefði gerst ritari Brynju aðeins 23 ára gömul það
kom mér á óvart. Það er ekki hægt aö segja um hana eins og oft heyrist um konur að þær vilji ekki taka þátt í störfum verkalýðsfélaganna.
Þær séu sífellt að víkja sér undan ábyrgð. Frá því 1976 að Ólína lagði frá sér pennann og hætti að rita fundargerðir Vöku, gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Ég man ekki til þess að nafnið hennar hafi vantað í trúnaðarmannaráðið og oft átti hún sæti í uppstillinganefnd. Enda kom hún af stórum vinnustað og fylgdist vel með því hverjir höfðu áhuga fyrir verkalýðsmálum, sem voru hennar hjartans mál.
Ég er sjálfsagt ekki rétta manneskjan til að lýsa störfum Ólínu fyrir verkalýðsfélögin hér á Siglufirði, því það litla sem ég hef komið þar að, er ekki fyrr en eftir að hún hætti þar sem ritari. Það er fyrir orð Benedikts Sigurðssonar sem ég minnist hennar hér fyrir þau störf. Hann hefur mörg undanfarin ár unnið að því að skrifa sögu verkalýðshreyfingarinnar á Siglufirði.
Þar hefur hún frænka mín trúlega lagt til margan stafkrókinn. Fyrir hönd verkafólks í Siglufirði kveð ég Ólínu með virðingu og þökk fyrir störf hennar, og sendi eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir mér var hún Ólína bara Lína frænka. Afasystir eins og við sögðum svo oft við strákana mína, og hann Nonni langafabróðir. Við áttum mörg spor á loftið þau tæplega sjö ár sem við bjuggum í kjallaranum að Hvanneyrarbraut 56.
Ég hef trúlega engu föðursystkininna minna kynnst eins vel og Línu. Hún átti einstaklega gott með að segja frá. Og ég naut þess oft að sitja í eldhúsinu hennar og hlusta á lýsingar hennar á afa og ömmu, sem ég var of ung til að muna eftir. Hvernig þau bjuggu í skúrnum, veru hennar á Dalabæ hjá Höllu og Sigga og svo mörgu og mörgu. Mér fannst stundum eins og hún opnaði dagbók, fyrst kom árið, svo dagurinn og veðrið, síðan frásögnin Ijóslifandi. Hún Lína var félagi í Leikfélagi Siglufjarðar.
Þar áttum við talsvert samstarf. 1978 tók hún þátt í að endurreisa félagið eftir að það hafði legið í dvala um nokkurt skeið. Hún bauðst til að taka að sér störf ritara í stjórn þess, enda vön að stýra penna, við hin sem vorum með henni í stjórn, vorum öll hálfgerðir óvitar í þessum efnum, en nutum góðs af reynslu hennar og alltaf var hún fús að miðla fróðleik sínum. Hann átti hún mikinn, því þó að hún væri ekki langskólagenginn á nútíma vísu, þá nýtti hún sér þann skóla er lífið bauð.
Hún hafði alltaf
ákveðnar skoðanir á hlutunum, var mikil baráttukona en var líka raunsæ. Ég held að þessir eiginleikar hennar hafi komið vel fram í glímu hennar við veikindin undanfarin misseri.
Á meðan ég hef verið að setja saman þessar fátæklegu línur, hafa farið um huga mér margar ljúfar minningar um samskipti okkar frænku minnar, en líka margar léttar
og skemmtilegar, því það var oftast mikið hlegið þar sem hún frænka var. Ég sendi öllu fólkinu hennar Línu, sérstaklega honum Nonna, mínar bestu kveðjur frá
mér og mínum.
Orðin gagna lítið en ég hugsa til ykkar.
Signý Jóhannesdóttir.