Tengt Siglufirði
Mbl.is 4. mars 1970
Jóhann Sigurjónsson Siglufirði — Minning
1 gær, miðvikudaginn 4. mars, fer fram frá Siglufjarðarkirkju útför Jóhanns Sigurjónssonar trésmiðs, en hann andaðist 24.. febrúar 1970. Jóhann Sigurjónsson fæddist þann 18. mars, 1903 á Blönduósi.
Foreldrar hans voru þau hjónin, Kristjana Bessadóttir og Sigurjón Benediktsson. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, og var Jóhann yngstur þeirra.
Hin systkini hans voru
Árið 1907 fluttist Jóhann með foreldrum sínum og systkinum norður til Siglufjarðar og átti síðan heimili þar. Jóhann lærði trésmíðaiðn hjá Jóhanni Ólafssyni, trésmíðameistara á Siglufirði. En meiri hluta ævi sinnar starfaði hann sem verkstjóri á síldarsöltunarstöðvum og síðaat hjá Sunnu hf.
Á löngum starfsaldri sem verk stjóri hefur Hanni, eins og vinir og kunningjar gjarnan nefndu hann, kynnst mörgu fólkinu, og veit ég, að fjölmargir minnast þessa góða, heiðarlega og skemmtilega manns.
Jóhann Sigurjónsson var
kvæntur Guðbjörgu Þorvaldsdóttur,
og eignuðust þau einn son,
Ég ætla tékki með þessum fátæklegu orðum að rekja æviferil Jóhanns heitins.
Mig langar aðeins að þakka þér, Hanni minn, fyrir allt gott, sem þú hefur sýnt okkur, og aldrei mun ég gleyma sögunum þínum. Já, sögurnar sem þú sagðir okkur systkinum í bernsku, eru eim dýrmætasta minningin um hversu góður og skemmtilegur sögumaður þú varst.
Þau heiðurshjónin, Guðbjörg og Jóhann, urðu fyrstu kunningjar foreldra minna, sem komu ung til. Siglufjarðar vorið 1943, og hefur alla tíð síðan verið góð vinátta
þar í milli. Ég veit, að í dag fjölmenna Siglfirðingar í kirkjuna sína til að kveðja góðan hollvin, sem allir þar þekktu að góðu einu. Vegna fjarlægðar
og aðstæðna kemst ég ekki til þess að fylgja þér, kæri vinur, til hinstu hvíldar, en ég sendi þér mánar bestu kveðjur með þakklæti og virðingu.
Eiginkona mín og synir, svo og móðir mín og systkini báðu mig að skila sínum bestu kveðjum.
Ég sendi vinkonu okkar, frú Guðbjörgu, okkar innilegustu samúðarkveðjur,
svo og syni hans, tengdadóttur og barnabörnum, sem honum þótti svo vænt um, og bið guð að styrkja þau í hinni þungbæru sorg þeirra.
Matthías Gíslason. (stafsetning ljóðsins er eins og í blaðinu)