Tengt Siglufirði
Morgunblaðið - 20. október 1972
Hreiðar Guðnason verkstjóri — Minning Fæddur 7. ágúst 1913. Dáinn 13. nóvember 1972.
Hinn 13. 1972 lést í Reykjavík Hreiðar Guðnason verkstjóri hjá Síldarútvegsnefnd, 59 ára að aldri. Hreiðar var fæddur á Siglufirði 7. ágúst, 1913.
Foreldrar hans voru Guðni Guðnasom, trésmiður þar og kona hans, Pálína Jónsdóttir.
Hreiðar ólst upp á Siglufirði og gekk þar í barna og unglingaskóla. Framhaldsinám stundaði hann síðan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk hann brottfararprófi þaðan árið 1936.
Síðan lá leiðin aftur heim til Siglufjarðar, þar sem hann átti heima óslitið til ársins 1950.
Þann 11. maí 1940 kvæntist
Hreiðar eftirlifandi konu sinni, Ástríður Vigfúsdóttir, hinni mætustu konu.
Foreldrar henna r voru hjónin Jensína Valdimarsdóttir og Vigfús Þorkelsson, sjómaður
í Reykjavík.
Hjónaband þeirra Ástríðar og Hreiðars var hið farsælasta.
Þau eignuðust eina dóttur,
Árið 1950 fluttist Hreiðar með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og gerðist skömmu síðar verkstjóri hjá Síldarútvegsnefnd. Aðalstörf hans voru umsjón með losun og lestun flutningaskipa á Suður- og Vesturlandi svo og umsjón með tunnum og öðrum vörubirgðum Síldarútvegsnefndar. Var þetta mikið starf og vandasamt, einkum þó lestun síldarinnar. Var það dómur allra, sem til þekktu, að hæfari verkstjóri á þessu sviði væri vandfundinn.
Var dugnaði hans og vandvirkni viðbrugðið. Vinsældir Hreiðars i þessu starfi voru óvenjumiklar, enda vildi hann hvers manns vanda leysa og var með afbrigðum hjálpsamur og þægilegur í viðmóti. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá, ekki síst þegar þeir hverfa héðan langt um aldur fram. Hreiðar var mjög félagslyndur maður.
Meðan hann átti heima á Siglufirði tók hann virkan þátt í störfum verkalýðshreyfingarinnar og átti um tíma sæti í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar þar. Hann átti sæti i stjórn Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og starfaði í samtökum bindindismanna. Samstarfsfólk Hreiðars hjá Síldarútvegsnefnd saknar góðs vinar og minnist með þakklæti ljúflyndis og glaðværðar hins vammlausa manns.
Ég minnist Hreiðars Guðnasonar sem góðs drengs og kærs vinar og flyt eftirlifandi konu hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur
mínar og fjölskyldu minnar.
Gunnar Flóvenz.
---------------------------------------------------
Sú tíð er liðin, þegar Siglufjörður dunaði sumarlangt af gný
þeirrar starfsemi, er mól þjóðinni allri gnægtir og gull úr silfri miðanna fyrir Norðurlandi. Sú tíð er liðin, þegar framtíðargæfa íslenskrar æsku
var ekki bundin námslánaum ríkisins, heldur síldarvinnslu á Siglufirði. — Högg dixilmanna bergmála ekki lengur í Gimbrar klettum og Staðarhólshnúk. Æskan, sem hló
mót framtíð sinni á iðandi síldarplönum og í síúðrandi verksmiðjum, hefur breyst í miðaldra fólk eða jafnvel ölduga. — Svo forgengur dýrð
heimsins.
Nú hefur einn þeirra glæslegu unglinga, sem slitu barnaskólum á Siglufirði, meðan sól síldarinnar var ekki enn gengin i hádegisstað, safnast til feðra sinna vonum fyrr. Hreiðar Guðnason verkstjóri er alur.
Hreiðar Guðnason var fæddur á Hóli í Siglufirði 7. ágúst 1913. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Jónsdóttir og Guðni Guðnason smiður. Áttu þau hjón heima á Siglufirði áratugum saman, vinmörg og vel metin. Ungur að árum hóf Hreiðar störf í heimabyggð sinni, en gaf sér þó tíma til að afla sér menntunar, bæði á heimaslóðum og á Laugarvatni syðra.
Hann starfaði lengi í losunar- og lestunardeild verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði og gerðist snemma slyngur verkmaður. Til Reykjavíkur fluttist hann ár ið 1950 og var verkstjóri hjá Síldarútvegsnefnd jafnan síðan. — Þó að síldin brygðist, fyrst nyrðra, síðar eystra og syðra, hélt Hreiðar tryggð við störf þau, er að síldarverkun og síldarmeðferð lutu. Hann var þar sem annars staðar sannur sonur fjarðarins lognhlýja, sem ól hann.
Hreiðar kvæntist 11. maí 1940 Ástríði Vigfúsdóttur, ágætri konu. Eignuðust þau eina dóttur barna, Þóru, sem gift er Haraldi Magnússyni og búsett i Reykjavik. Hreiðar Guðnasom var ekki einungis mikill starfsmaður í annríki dægranna, hann var einnig vökuil liðsmaður í ýmsum góðum félagsskap.
Bindindismaður var hann trúr og einlægur alla sína daga og vann hugsjónum bindindis og bræðralags af þeim heilindum og þeirri drenglund og festu, sem auðkenndu alltof skamman æviferil hans. Á vegum Síldarútvegsnefndar lágu leiðir Hreiðars Guðnasonar víða. Veit ég, að hann var aufúsugestur margra. Við hjónin eigum til að mynda minningar um margar glaðar og góðar stundir með honum, bæði í Hólminum og á Akranesi. — Haustkvöld eitt ókum við honum til skips. Útsynningsaldan svarraði við myrkar hleinar, og gnýr lék í eyrum. Ég minnist hlýrra kveðjuorða og trausts handtaks. Svo hvarf hann um borð.
Nú hefur Hreiðar enn haldið á brott að haustlagi og það i aðra ferð og sjálfsagt meiri en haustkvöldið góða. Ég efa ekki, að i þá ferð hefur hann farið jafnhugrór og öruggur sem í hinar fyrri ferðir, enda vel undir vistaskiptin búinn. Honum var ljóst, að þá fjársjóði getur, sem ekki verður grandað í stríði og stormum skynheims okkar. Þess vegna er gott að kveðja hann, þó að hann haldi héðan i fyrra lagi: „Farðu vel, bróðir og vinur".
Ólafur Haukur Árnason.
---------------------------------------------
Kæri vinur og félagi, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum, þó ekki væri nema til að þakka alla tryggð þína og vináttu, síðustu áratugina. Okkur setti hljóða er við heyrðum hið skyndilega fráfall þitt, þó okkur öllum væri það fyllilega ljóst að þú gekkst ekki heill til skógar mörg undanfarin ár, þó sjálfur teldir þú okkur trú um að heilsa þín og kraftar væru miklu meiri, vissum við að sterkur vilji og þrá að gefast ekki upp, væru eitt af þínum aðalsmerkjum og var það þinn háttur að telja umhverfi þínu trú um að heilsufar þitt og kraftur væri mun meiri en raun bar vitni og okkur var kunnugt um.
Minningarnar hrannast upp, okkur verður öllum hugsað til þeirra mörgu ánægjustunda er við áttum með þér á heimili þínu og á heimili okkar, yfir spilum. Við munum sakna og aldrei gleyma hversu glaður og hreinskilinn þú varst í þínum samskiptum. Okkur þótti sérstak lega vænt Um skæra sakleysisega blikið í andliti þínu þegar þér þótti leikurinn skemmtilegastur, og dáðumst við oft að hvað þú gast verið barnslega glaður og ánægður í vinahóp.
Ekki síst þegar við vorum staddir á þínu eigin heimili, og samtakamáttur ykkar hjónanna, naut sín til fulls, því um fallegra og gestrisnara heimili getur vart verið að ræða, og viljum við sérstaklega í því sambandi þakka þér kæra Ásta fyrir allt það sem þú lagðir til hlutanna, að gera okkur félögunum skammdegið bjartara og styttra. Við erum sannfærðir um að nú þegar Hreiðar hefur lagt sín lífsins spil fyrir skapara sinn, eru þau hrein og verða metin að verðleikum.
Við biðjum góðan Guð að styrkja þig Ásta og dóttur ykkar og fjölskyldu hennar í sorgum ykkar, og vonum og vitum, að
Hreiðar Guðnason, er genginn inn í betri og bjartari framtíð, þótt óneitanlega sé sárt að fá hans ekki notið lengur.
Spilafélagar og fjölskyldur.
---------------------------------------------------
Mjölnir 1950
Hreiðar Guðnason flytur úr bænum Fáein kveðjuorð.
Nýfluttur er héðan úr bænum til Reykjavíkur, Hreiðar Guðnason, ásamt konu sinni og dóttur. Hreiðar var ágætur starfsfélagi í Verkamannafél. Þrótti; var ritari félagsins í þrjú ár, og naut almenns trausts meðlima Þróttar, enda hinn traustasti og besti félagi. Í Þrótti voru honum, auk ritarastarfsins, falin ýmis trúnaðarstörf; sat t. d. á 21. þingi A.S.Í., var í húsnefnd Alþýðuhússins, í samninganefndum og kosinn í fjölmargar nefndir innan félagsins.
Öll störf á n leysti Hreiðar af hendi með sérstakri trúmennsku og dugnaði. Þá var hann til margra ára einn aðal maður i Losunar- og lestunardeild Þróttar. Hreiðar er eindreginn bindindismaður og starfaði af miklum áhuga að málefnum Góðtemplara reglunnar hér á staðnum, Við núverandi og fyrrverandi meðlimir Verkamannafélagsins Þróttar þökkum Hreiðari fyrir hið ágæta samstarf og ég fullyrði það, að við hefðum einskis frekar óskað, en að Hreiðar hefði ekki þurft að flytja burtu af Siglufirði.
Siglfirsk verkalýðshreyfing hefur misst að minnsta kosti í bili einn af sínum ágætustu félögum. Við því er vitanlega ekki hægt að gera, en verkalýðshreyfingin í heild hefur ekki tapað Hreiðari Guðnasyni. Til þess er hann henni of tengdur. Reykvísk verkalýðshreyfing hefur á undanförnum árum fengið margan ágætan starfsfélaga utan af landi. í þann hóp bætist nú okkar ágæti félagi.
Þegar ég kvaddi Hreiðar dag inn áður en hann fór héðan bað hann mig að færa stéttarfélögum sínum í Þrótti, sínar betu kveðjur með þökk fyrir samstarfið, og óskaði þess, að Verkamannafél. Þróttur mætti hér eftir sem hingað til halda áfram að vera eitt besta og traustasta verkalýðsfélagið í heildarsamtökum verkalýðssamtakanna á Íslandi. Ég vil óska Hreiðari, konu hans og dóttur, alls hins besta og vonast til þess að farsæld og hamingja fylgi þeim á ókomnum árum. Undir þessa ósk mína veit ég að allir Þróttarfélagar vilja taka.
G. Jóhannsson.
-------------------------------------------------
Árshátíð Siglfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldin í Lídó í kvöld og hefst með borð haldi klukkan 19.00. Á árshátíðinni verður þess sérstaklega minnt, að 20. maí n.k. eru liðin 50 ár frá því að Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi og 150 ár frá því að hann fékk verslunarréttindi. Verða salarkynni skreytt myndum úr atvinnulífinu á Siglufirði.
Ræður flytja: Séra Bragi Friðriksson og Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri í Siglufirði, en hann og kona hans eru heiðursgestir á árshátíðinni. Þá verða fluttar gamanvísur og á eftir verður dansað. Sextett Óla Gauks leikur fyrir dansi. Stjórn Siglfirðingafélagsins skipa: Jón Kjartansson, form., og aðrir í stjórn eru: Ólafur Nílsson, Henning Bjarnason, Hreiðar Guðnason og Gunnar Bíldal.