Pétur Björgvin Matthíasson

mbl.is - 24. desember 2020 

Pétur Matthíasson fæddist á Siglufirði 8. nóvember 1950. Hann lést 13. desember 2020 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Foreldrar Péturs voru Matthías Jóhannsson og Jóna Vilborg Pétursdóttir.

Systkinahópurinn var stór en þau voru níu talsins.

  • Jóhann Örn Matthíasson, hann lést 20. ágúst 2012,
  • Elísabet Kristjana Matthíasdóttir,
  • Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir,
  • Halldóra Sigurjóna Matthíasdóttir,
  • Matthildur Guðmunda Matthíasdóttir,
  • Stella María Matthíasdóttir,
  • Kristján Jóhann Matthíasson og
  • Braghildur Sif Matthíasdóttir

Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði og dvaldi einnig á tímabilum hjá ömmu sinni Sigurbjörgu og nafna sínum á eyrinni á Akureyri.

Útför hans fór fram í kyrrþey.

Klettur

  • Þó gangan sé löng og
  • brekkan sé brött
  • við bröltum það
  • oftast saman.
  • Stundum var sorg
  • en oftar var
  • mjög gaman.
  • Frá mínum fyrstu
  • skrefum og ekki
  • ég það efa
  • til nú til dags
  • þú oft bjargaðir mér
  • úr dimmum holum
  • lífs míns.
  • Þú varst mín hetja
  • og bróðir
  • fyrir mér varstu allt.
  • Nú harmur er mikill
  • með söknuð og
  • sorg í hjarta.
  • Ég hugsa um daga liðna bjarta
  • frá æsku til dagsins í dag
  • þú vekur í hjarta mér
  • lag hvern einasta
  • dag um ferðirnar okkar.
  • Nú kveð ég þig bróðir
  • með kveðju þú ferð
  • til meistara nafna þíns Péturs
  • við hliðið
  • og ég veit að þar
  • verður ekki biðin löng
  • heldur verður tekið á
  • móti þér með englasöng.
  • Guð blessi þig bróðir í
  • þinni hinstu för.
Pétur Matthíasson (1966)

Pétur Matthíasson (1966)

(K.J. Matt.)

Kristján Jóhann Matthíasson.