Jóhann Jóhannsson, verkamaður

Siglfirðingur - 28. mars 1958  MINNING —

Jóhann Jóhannsson, verkamaður, f. 19. maí 1882, lést 11. mars 1958. að heimili dóttur sinnar, Halla Jóhannsdóttir, og var útför hans gerð að viðstöddu fjölmenni 20. mars 1958.

Með Jóhanni er genginn einn þeirra gömlu, góðu Siglfirðinga, sem unnu byggðarlagi sínu og skiluðu því löngum og ströngum starfsdegi.

Jóhann var góður maður og greindur, sem gekk sínar eigin götur, ómannblendinn, en tryggur þeim, sem hann batt vinfengi við.

Þegar Jóhann nú heldur á síðasta áfangann til sólarlanda, handan jarðlífsins, fylgja honum kveðjur og óskir fólksins í firðinum, sem hann vann ævidaginn allan.