Ole Olsen Siglufirði - Færeyjum

Neisti - 21. desember 1964

Ole Olsen   -  Fæddur 8. nóv. 1899. — Dáinn 21. mars 1964. 

Laugardaginn 21. mars 1964 gekk Ole Olsen, Mávahlíð 11, Reykjavík, hress og glaðlegur heiman frá sér til sinnar daglegu vinnu, en er þangað kom, var hann að lítilli stundu liðinni, lífvana. slíkt eru snögg umskipti, er hljóta að hafa djúptæk áhrif á nánustu ástvini og f fjölskyldulíf á hvaða heimili, sem það kemur fyrir. —

Er nauðsynlegt fyrir átsvini að geta tekið slíkum atburðum með stillingu hins andlega sterka manns, og mun svo hafa verið í þessu tilfelli. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.

Ole Olsen var fæddur 28. nóv. 1899 í Skálavík á Sandey í Færeyjum. Hingað til landsins fluttist hann 1928 og settist að í Vestmannaeyjum, þar sem hann stundaði sjósókn, og þótti afburða góður sjómaður. Til Sigluf jarðar fluttist hann 1931, og það sama ár giftist hann eftirlifandi konu sinni, Þuríður Pálsdóttir, Þingeysikri að uppruna, sem nú er búsett í Hafnarfirði.

Ole Olsen - Ljósmynd Kristfinnur

Ole Olsen - Ljósmynd Kristfinnur

Þau hjónin eignuðust tvo syni,

  • Kjartan Ólafsson vélvirkja, sem nú er giftur og búsettur í Keflavík og
  • Páll Ólafsson húsgagnabólstrara, sem nú er giftur og búsettur í Hafnarfirði.

Fyrstu árin hér var Ole til sjós, gerðist síðan starfsmaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, en síðustu árin áður en hann fluttist til Reykjavíkur starfaði hann hjá Ísafold s.f. Öll störf sín leysti Ole af höndum með trúmennsku og dugnaði, þannig, að hann var eftirsóttur starfsmaður, og tryggur og góður félagi. Þau hjónin eignuðust gott og myndarlegt heimili að Hafnargötu 8. Þangað var gott að koma.

Húsmóðirin dugleg og myndarleg í öllum verkum og húsbóndinn kátur og fjörugur, enda nutu margir Siglfirðingar hinnar alkunnu gestrisni þeirra hjóna. Oft voru þá bridgespil tekin upp á dimmum haust- og vetrarkvöldum og eiga ; margir Bakkabúar ánægjulegar minningar frá þeim kvöldum. Ole Olsen var sérstakur aufúsugestur á heimili foreldra minna að Hafnargötu 4 og var alla tíð frábær vinátta milli 'þessara tveggja heimila.

Fyrir þessa vináttu vil ég nú 'þakka þér, Ole, og öll góðu og hugljúfu kynnin. Þótt Ole væri fæddur og uppalinn í fjarlægu landi (Færeyjar) reyndist hann góður og nýtur íslenskur ríkisborgari, er undi hér vel hag sínum og var gæfumaður.

Til Reykjavíkur fluttist hann 1957 og segir mér svo hugur, að oft hafi hugur hans leitað þaðan og hingað til Sigluf jarðar, og í sumarleyfum sínum vildi hann alltaf helst fara hingað, til þess að leita uppi gamla vini og kunningja og vera í Siglfirsku umhverfi. Eiginkonu, svo og sonum, aldraðri móður, systkinum og öðrum ástvinum hins látna votta ég samúð mína og hluttekningu. Það mun ætið verða bjart yfir minningu Ole Olsen. Blessuð sé minning hans.

Jóhann G. Möller 

Kjartan Ólafsson, Þuríður Pálsdóttir, Páll Ólafsson og Ole Olsen

Kjartan Ólafsson, Þuríður Pálsdóttir, Páll Ólafsson og Ole Olsen