Ingvar Guðjónsson útgerðamaður

Alþýðublaðið - 16. desember 1943

Ingvar Guðjónsson. F. 17. júlí 1888 — d. 8. desember 1934.

Ingvar Guðjónsson var fæddur 17. júlí 1888 að Neðra-Vatnshorni, Kirkjubæjarhreppi, Vestur-Húnavatns sýslu.

Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Helgason, bónda sonur af Austurlandi, og Kristín Árnadóttir frá Hörgshóli Vestur-Húnavatnssýslu af kunnri bændaætt norður þar.

Foreldrar hans voru lítt efnum búin. Þar sem hann var elstur 8 systkina, varð það hlutskipti hans að fara snemma úr foreldrahúsum til þess að létta róðurinn við uppeldi yngri systkina. Varð hann því í æsku að fara á mis við samfellda dvöl í foreldrahúsum. Má vel vera, að einmitt það hafi glætt og þroskað hina sérstæðu ættrækni og hjálpsemi hanns til skyldmenna sinna, sem síðar mun að vikið.

Ingvar Guðjónsson - ókunnur ljósmyndari

Ingvar Guðjónsson - ókunnur ljósmyndari

Til sjómennsku mun Ingvar hafa fyrst farið 1905, til sjóróðra í Höfnum, fótgangandi suður um fjöll, svo sem þá tíðkaðist. Næsta sumar var hann í símavinnu. Fór þá um haustið í alþýðuskóla að Heydalsá, Steingrímsfirði. Stundaði kaupa vinnu um sumarið, en flutti um haustið til foreldra sinna, sem þá voru búsett á Ísafirði. Dvaldi hann hjá þeim hin næstu ár, á Ísafirði og í Bolungarvík. Var þeim þá þegar hin mesta hjálparhella. Þessi ár stundaði hann sjómennsku þar vestra, en stundaði þó jafnhliða nám í kvöldskóla á Ísafirði þá vetur, er hann dvaldi þar.

Frá Bolungarvík stundaði hann landróðra á vetrum en var á þilskipum á sumrum. Formennsku hóf Ingvar árið 1909 á m/b Hafliði, eign Helga Hafliðasonar kaupmanns á Siglufirði. Mun mörgum hinum eldri sjómönnum hafa þótt hann helst til ungur, - en honum farnaðist vel og var aflasæll. Var hann síðan formaður og skipstjóri óslitið til 1919, ýmist á eigin skipum eða hjá öðrum.

Í stýrimannaskólanum Var hann veturna 1913—14 og 1914—15 og lauk þá farmannáprófi. Árið 1916 hóf hann eigin útgerð í félagi við hinn þjóðkunna athafnamann Ásgeir Pétursson. Fór hann þá utan til þess að sjá um smíði bátsins „Ingibjörg", er þeir félagar áttu. (Báturinn heitir nú Trausti og er eign Finnboga Guðmundssonar frá Gerðum, traust og happasælt fiskiskip).

1917 keypti hann skipið „Hvítingur" frá Noregi. 1923 skipið „Noreg" og sama ár skipið „Nanna". Þessi ár hafði hann jafnframt nokkur leiguskip á útgerð sinni. 1925 kaupir hann skipin  „Hrönn" og „Björn", 1929 skipið „Minnie", 1934 lét hann byggja skipið „Sæhrímnir" í Danmörku. 1936 kaupir hann skipið „Sæunn" ásamt Gunnlaugi bróður sínum og 1938 skipið „Gunnvör" í Bretlandi, ásamt Barða Barðasyni skipstjóra.

Lét hann endurbyggja og bæta skipið í Noregi, setja í það nýja vél og búa það hinum fullkomnustu siglingatækjum, Síldarsöltun hóf Ingvar 1920 og rak hana óslitið til dauðadags. Mér er þó tjáð að telja megi að hann hafi byrjað söltun síldar 1916, þar sem hann þá, ásamt Ásgeiri Péturssyni, saltaði síld af skipinu „Ingibjörgu", er hann þá var skipstjóri á. Árið 1928 keypti Ingvar jörðina Kaupang í Eyjafirði.

Þessi ár dvaldi hann jöfnum höndum á Siglufirði og Akureyri fram til 1928. Frá þeim tíma hafði hann heimili sitt að Kaupangi, en aðalskrifstofu á Siglufirði, enda annaðist hann þaðan að mestu hinn umfangsmikla rekstur fyrirtækja sinna. Vegna atvinnurekstrar síns þurfti hann jafnan árlega að dvelja langtímum utanlands í ýmsum erindagerðum.

Atorku og starfsmaðurinn.

Eins og glögglega sést af hinu ófullkomna æfiágripi hér að framan, hefur Ingvar ekki setið auðum höndum. Enda hefur hann um margra ára skeið verið mesti athafnamaður norðanlands. Var atvinnurekstur hans fjölþættur og tíðast í miklum blóma. Útgerð rak hann í stórum stíl fram á seinustu ár. Skip hans voru fengsæl svo að orð var á haft. Hélst í hendur hinn mesti myndarbragur á útgerð skipanna og aflasælir skipstjórar. Þar sem annars staðar kom mannþekking Ingvars honum vel að notum. Hafði hann sérstakt lag á að velja menn til forystu við atvinnurekstur sinn.

Ekkert var til sparað að veiðitæki og annar útbúnaður skipanna væri í besta lagi. Honum var það ljóst, að dugnaður aflamannsins kemur því aðeins að fullu gagni. að nýtísku og fullkomin veiðitæki séu alla jafna til staðar. Var oft til þess tekið af skipstjórum síldveiðiskipa, hversu allur útbúnaður skipa 'hans væri fullkominn og vel úr garði ger. Nokkuð dró úr útgerð Ingvars hin síðari *ár. Skip sín seldi hann í byrjun núverandi styrjaldar. Að því er ég best veit, átti hann aðeins eftir skip ið „Hrönn", sem hann gerði út til hins síðasta. Þá átti hann einnig, eins og fyrr getur,  skipið „Gunnvör" með Barða Barðasyni skipstjóra.

Gerðu þeir skipið út til síldveiða á sumrum, en til fiskflutninga annan tíma árs. Var ávallt hin besta samvinna milli hins fengsæla skipstjóra, sem nú um fjölda ára skeið hefur verið í röð aflahæstu síldarskipstjóra, og útgerðarmannsins, sem hafði með höndum að mestu framkvæmdarstjórn og umsjón. Sem síldarsaltandi og- síldarkaupmaður, mun Ingvar hafa verið kunnastur bæði hér og erlendis. Síldarsöltun og síldarsölu hóf hann 1920. Hafði hann því rekið atvinnu þessa í fullá tvo tugi ára.

Meginhluta þess tímabils hefur hann verið langstærsti síldarsaltandi og síldarútflytjandi. Að samanlögðu magni mun hann hafa flutt út eða framleitt til útflutnings allt að 400.000 5 tunnum. Hæst mun útflutningur hans hafa komist árið 1932, Sjálfsagt er óvíða örðugra ert á Íslandi að skara fram úr, að' rífa sig upp úr meðalmennskunni, standa einn, fara ótroðnar leiðir og ná settu \marki. Veldur þar margt um. Fámenni þröngsýni og aldagamalt kjarkleysi og kotungsháttur.

Þeir, sem hafa þrek og djörfung til þess að brjóta nýjar leiðir, verða fyrir aðkasti þeirra, sem eftir sitja. Þeirra, sem ekki höfðu kjark til þess að brjóta ísinn. Þeirra, sem töldu leiðina auðvelda, þegar vegurinn var ruddur. Þegar brautryðjandinn síðan fær ávöxt erfiðis síns, oft ríkulegan, fylgir aðkast og smásálarleg öfund áhorfenda úr hópi meðalmennskunnar. Stórbrotnir menn taka sér þetta oft nærri, þótt ekki sé því flíkað. Það falýtur að/ vera ærið' áhyggjuefni öllum hugsandi Íslendingum, að fjöldi forystumanna á öllum sviðum þjóðlífsins fellur frá um aldur fram, þegar starfsorka þeirra ætti að vera óskert, á þeim aldri þegar starfsbræður þeirra erlendis eru á miðju skeiði athafnalífs síns.

Hverjar eru orsakirnar? Gæti þeirra ekki verið að leita í hinu dæma lausa smámunalega pexi og smásálarsemi, er einkennir alla starfsemi í íslensku þjóðlífi? Sífellt nagg og nöldur um smámuni. Skortur á víðsýni til stórvirkra athafna og djörfung til nýrra framkvæmda. Vanþakklæti fyrir vel unnin störf, hugkvæmni og atorku. Allt þetta hefir lamandi áhrif á stórbrotna athafnamenn; Væri vel að sem flestir hugleiddu þetta og fyndu leiðir til úrbóta.

Maðurinn Ingvar Guðjónsson

Ég hafði þekkt Ingvar í hart nær tvo tugi ára. Í fyrstu lauslega, en síðar nokkru nánar. Ingvar gat oft verið hrjúfur í framkomu og óþjáll í svörum. Við nánari kynningu varð þó ekki hjá því komist, að viðurkenna, að hann bjó yfir viðkvæmri drengskaparlund. Hinn strangi reynsluskóli lífsins á bernsku og æskuárum hans, hefir sjálfsagt kennt honum það, að hyggilegast sé að segja sem sjaldnast eða aldrei hug sinn allan.

Það, er sérstaklega einkenndi Ingvar, var þó hin sérstæða og einstaka ættrækni og hjálpsemi í garð ættmenna sinna. Táknrænt dæmi um hjálpsemi hans við foreldra sína er það, þegar hann kemur til þeirra á Ísafirði eftir langa fjarveru, en nokkurs megnugur. Strax býður hann hjálp sína ,leggur fram krafta sína og getu til hjálpar þeim og aðstoðar. í Bolungarvík, ræðst hann á það efnalaus, að kaupa handa þeim íbúðarhús, svo þau þurfi ekki að búa í hinum lítt íbúðarhæfu verbúðum.

Hjálpar hans og aðstoðar nutu þau síðan meðan þörf var. Ættmennum sínum var hann einnig sannkölluð hjálparhella. Hann hafði sérstakt lag á því að veita aðstoð sína og hjálp á þann hátt, að þeir sem hennar nutu^ yrðu þess sem minnst varir. Ég þekki þessi dæmi, að vandalaus maður þá af honum hjálp á þann hátt, að hann hélt sig vera að gera Ingvari greiða. Sjálfur vildi hann sem minnst yfir þessu láta, en var tilbúinn með hollráð og aðstoð, ef með þurfti. Ég vissi einnig til þess, að hann styrkti margskonar góðgerðar- og menningarstarfsemi, t. d. í Siglufirði.

Sjálfur vildi hann ekki flíka því, og mun ég því ekki tilfæra það hér. Kunnur menntamaður hafði einu sinni orð á því svo ég heyrði, að þeir sem versluðu með þorsk og síld væru venjulega lítt menntaðir Áhugi þeirra beindist um of að því að græða fé. Ég tel þetta því að eins rétt, að viðkomandi reki atvinnu sína eingöngu vegna gróðamöguleika. Slíkir menn eru oftast þrælar peninganna, en ekki herrar, og fyrirfinnast sjálfsagt eigi síður meðal annarra stétta þjóðfélagsins.

Ég tel, Ingvar táknrænt dæmi til þess að afsanna þessa villukenningu. Eftir að námi hans í stýrimannaskólanum lauk, hélt hann áfram að nema og læra. Hann var vel lesinn, fróður vel og stálminnugur. Ættfróður var hann einnig. Sjálfmenntaður en vel menntaður. Kátur og fjörugur í sínum* hóp. Kunni vel að segja frá og einnig að hlusta. Heyrði ég hann oft taka þátt í umræðum um hin fjölþættustu mál, og gera skarpar athugasemdir um fjarskyld efni.

Hygg ég að enginn hafi af viðræðum við hann getað rennt grun í atvinnu hans og starf. Hitt er einnig víst, að þótt Ingvar væri fjáraflamaður mesti, aflaði hann að mínu áliti fjármuna vegna þess, að hann skildi, að þeir voru nauðsynlegt afl til þess að hrinda í framkvæmd þeim athöfnum, sem voru hugðarefni hans. Enda var hann ör á fé og gestrisinn vel.

Það er svo mælt, að maður komi í manns stað. Ég hygg að þetta sé ofmælt. Það skarð, sem orðið hefir við fráfall Ingvars Guðjónssonar í íslensku athafnalífi, verði seint skipað og vandfyllt. Það tjón, sem ættmenn hans og vinir hafa beðið, verður aldrei bætt að fullu. Vin ir hans og ættingjar geta . þó með stolti og virðingu minnst hins allt of stutta en þróttmikla lífsstarfs, sem hann hefir af hendi leyst. Það starf hefir skip að honum virðulegan sess í fram farasögu íslensks atvinnulífs á tuttugustu öldinni. Hlýjar samúðarkveðjur og hluttekning fjölda vina og kunningja hvaðan æfa af landinu milda sársauka þeirra vegna fráfalls þessa stórhuga dugnaðar- og athafnamanns. 

p. t. Reykjavík 14. des. 1943 Erlendur. Þorsteinsson.
------------------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið desember 1943

Ingvar Guðjónsson  útgerðarmaður
Fyrir fjörutíu árum var 14 ára drengur norður í Húna - vatnssýslu. Hann var lánaður frá bæ til bæjar, til að vinna fyrir sér og létta undir með foreldrum sínum. Hann var elstur átta systkina, og það var oft þröngt í búi hjá hjónunum í Neðra-Vatnshorni um þ ær mundir. Þegar elsti sonur þeirra varð 14 ára, hafði hann verið í 14 „vistum", dvalið á 14 heimilum — farið 14 sinnum að heiman. Skömmu seinna gekk hann suður yfir fjöll með Norðanmönnum og sótti sjóróðra á Suðurnesjum.

Þar vígðist hann til árahlummanna og sjávarseltunnar, barn að árum. Þetta voru fyrstu kynni hans af hafinu. En þessi umkomulitli sveitadrengur átti fyrir sér að verða einn atorkusamasti og framsýnasti atvinnurekandi þjóðarinna r til lands og sjávar. Þetta var Ingvar Guðjónsson, útgerðarmaður frá Kaupangi, sem ástvinir kveðja hinstu kveðju í dag. Hann lést að afstöðnum uppskurði á Landspítalanum 8. þ. m. Ingvar heitinn var- einn þeirra manna , sem hófst af sjálfs dáðum til þess er hann varð. Að honum stóð enginn frændahringur né flokkur velunnara til að hefja hann yfir byrjunarörðugleikana.

En hlutur hans var áræði, glæsimennsk a í framgöngu, og svo var hann manna snargáfaðastur. Hann var búinn þeim hæfileikum, að geta talað við hvern sem v a r sem jafningja sinn, og veita þó ávallt betur. Og svo var um allt, er hann tók sér fyrir hendur, að honum veitti alltaf betur. Og hann var ennfremur gæddu r því skapi, þeim leikarahæfileikum, að taka örðugleikunum með brosi á vör og hugsa sem svo: Þ a ð gengur betur næst. E n það v a r orðtæki hans við skipstjóra sína, þegar illa fiskaðist.

Ingvar er kunnastur þjóðinni sem útgerðarmaður og sjósóknari, en af áhuga hans fyrir jarðræk t og landbúnaði haf a farið minni sögur. Norður í Eyja - firði er þó jörð, sem ber þess vitni hver hann var, og m u n þ a r standa óbrotgjarn minnisvarði um atorku hans og framsýni, þega r bátarnir hans allir og skipin verða fúnuð í fjöru. Þ a ð er Kaupangur í Kaupangssveit. Þá jörð keypti Ingvar 1928, og eru þar nú mestar nýræktir á Norðurlandi.

Auk sjómannaskólans naut Ingvar ekki annarrar fræðslu í æsku en kvöldskóla einn vetrartíma, en þrátt fyrir það var hann hinn gagnmenntaðasti og fróðasti maður. Hann kunn i vísubrot, kvæði, þjóðsögu eða spakmæli um hvað, sem fyrir kom. Og hann gat vitnað í reynslu þjóðhöfðingja u m hvað, sem bar á góma, svo vel var hann að sér i almennri mannkynssögu. Landafræðina lærði hann á því að ferðast um heiminn

Og hvar sem hann fór, vildi hann skoða allt og kynnast öllu, og veit ég fáa menn eða engan haf a sagt skemmtilegri ferðasögur, jafntvinnaðar af gamni og alvöru, og sýndi hann þá best hinn þunglynda æringja og gáfumann , er hann var. Ingvar var gæfumaður í þess orðs bestu merkingu. En hann. var of gáfaður til að ofmetnast af því. Fáir umkomuleysingjar hérlendis hafa lagt umkomuleysið jafn glæsilega að velli og hann.

En honum sást ekki yfir þann sannleika, að það geta ekki allir fengið háu vinningana i happdrætti lífsins. Reyndist hann mörgum hin mesta hjálparhella, og var hvers manns hugljúfi, er honum kynntust. Hann bar mikla umhyggju fyrir velferð systkina sinna og foreldra, og börnum sínum var hann góður faðir og sannur drengur. 

Sigurður Benediktsson
------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið - 14. desember 1943

Ingvar Guðjónsson útgerðamaður

Í DAG fer fram í Dómkirkjunni kveðjuathöfn yfir Ingvari Guðjónssyni, útgerðarmanni. Hann andaðist í Landsspítalanum hinn 8. desember. Með Ingvari er fallinn í valinn einn kunnasti útgerðar- og athafnamaður Íslendinga. Hann var af fátækum foreldrum kominn, einn af átta systkinum.

Fór hann á barnsaldri til vandalausra og ólst upp á ýmsum stöðum í Húnavatnsþingi. Vegna meðfæddrar atgjörfi og með miklum dugnaði tókst honum að ryðja sér braut til fjár og frama. Ingvar var um tuttugu ára skeið einn helsti útgerðarmaður norðanlands. — Jafnframt hafði hann með hönd um síldarsöltun, meiri en nokkur annars. Mest mun söltun á bryggjum hans hafa numið fimmtíu þúsund tunnum á einu sumri.

Hann hóf fyrst síldarsöltun sumarið 1920 og tapaði þá allmiklu fé, en þar sannaðist hið fornkveðna, að ,,fall er farar heill", því að upp frá því tókst honum oftast að sigla fleyi sínu heilu í höfn milli boða og blind skerja. Var það þó oft á fárra manna færi á hinum fyrri útgerðarárum Ingvars meðan síldarútvegurinn hafði ekki síldarverksmiðjureksturinn við að styðjast og var því áhættumestur atvinnuvegur á landi hér. Ingvar var kunnur að því, að hann bjó skip sín betur að veiðarfærum og öðrum búnaði, en flestir eða allir aðrir.

Völdust því til hans dugandi menn og skip hans voru ætíð meðal þeirra, sem best öfluðu. Hinn frægi aflakóngur á síldveiðum Eggert Kristjánsson, á ,,Birninum" var í fjölda mörg ár á vegum Ingvars. Störfuðu löngum sömu menn við útveg hans á sjó og landi ár frá ári, enda þótti það jafnan keppikefli að vinna við útveg Ingvars. Varð og sú raunin á, að þeir báru öðrum meira úr býtum er í hans þjónustu voru.

Ingvar keypti höfuðbólið Kaupang í Eyjafirði árið 1928, og hóf þar framkvæmdir miklar- með atbeina Árna bróður síns, er þá fluttist þangað og býr þar enn. Ingvar var maður hjálpsamur og gaf stórfé til menningarmála, svo sem barnaheimila og kirkna. Ættingjum sínum og fleirum veitti hann mikinn stuðning. Ingvar vakti athygli hvar sem hann kom. — Hann var gerfilegur maður sýnum, ljós yfirlitum, vel eygur, prúðmannlegur í framgöngu, djúphygginn og tillagagóður.

Er því mikið skarð fyrir skildi, er slíkur maður er horfinn sjónum vorum. Þess mætti geta til marks um það, hve úrræðagóður og laginn hann var, er við erfiðleika var að etja, að honum tókst að ná kaupum á skosku skipi, rétt fyrir styrjöldina, setja í það nýja vél í Noregi, og endurbæta- það á ýmsan hátt. Það er vélskipið „Gunnvör", sem reynst hefir mesta happafleyta við síldveiðar og ísfisksflutninga undir skipstjórn Barða Barðasonar.

Var þó ekki hlaupið að því, að koma skipinu til landsins, því að Ingvari var synjað um gjaldeyrisleyfi til kaupanna og síðan lögsóttur og dæmdur í sektir fyrir að hafa ekki gert fulla grein fyrir því með hverjum hætti honum hefði tekist að koma þessu skipi í innlenda eign. Sýnir þessi aðferð hins opinbera hverjum afarkostum útgerðarmenn hafa orðið að sæta við aukningu fiskiflotans, og að það var ekki heiglum hent að sigrast á þeim nátttröllum, sem þar hafa staðið í vegi, enda fáum tekist. Ingvar var fæddur 17. júlí 1888 að Neðra-Vatnshorni á Vatnsnesi í Húnavatnsþingi.

Foreldrar hans voru Guðjón Helgason bóndi, síðar verkstjóri hjá Ásgeiri Pjeturssyni og fiskmatsmaður, ættaður úr Vopnafirði, og Kristín Árnadóttir frá Hörgshóli, af kunnum bændaættum í Húnavatnsþingi. Ólst Ingvar upp á ýmsum stöðum norður þar, sem áður segir. Ingvar fór fyrst til sjóróðra suður í Hafnir í Gullbringusýslu, er hann var 17 ára. Fór hann gangandi að norðan svo sem þá var siður og bar farangur sinn í poka á bakinu.

Sumarið eftir vann hann við lagning landssímans um Borgarfjörð, undir forustu Björnæs verkstjóra. Stundaði síðan sjómennsku á ýmsum stöðum. — Byrjaði formensku hjá Helga Hafliðasyni í Siglufirði árið 1909. Árið 1015 tók hann farmannapróf við Stýrimannaskól ann. Árin 1916—1920 rak hann útgerð í félagi við Ásgeir Pjetursson og var skipstjóri á skipi því, er þeir áttu saman, fyrst m.b. Ingibjörgu og síðar m.b. Hvíting. Var hann þá jafnframt fiskmatsmaður.

Árið 1920 hóf hann síldarsöltun á eigin spýtur, eins og áður segir. Þeir hinir mörgu, sem starfað hafa á vegum Ingvars Guðjónssonar, munu allir sakna hans, svo og vinir og ættingjar, og þeir mest, sem þektu hann best.

Sveinn Benediktsson.
--------------------------------------------------
Meira um Ingvar= http://www.sk2102.com/436882124