Hafliði Helgi Ásgrímsson, útgerðarmaður

Niðjatal   

Helgi Ásgrímsson f. 16. júlí 1897, sjómaður og lengst vélbátaformaður á Siglufirði, d. 27. sept. 1949
– Foeldrar: Ásgrímur Þorsteinsson, f. 18. sept. 1866, hann var sjómaður eftir að hann hætti búskap í Nausti 1886, kenndur var hann við Kamb á Siglufirði  var hringjari og meðhjálpari við gömlu kirkjuna á Eyrinni á Siglufirði hann var léttur í Skapi, d. 7. des. 1948.

– Kona Helga: 28. október 1893. Guðrún Guðleif Pálsdóttir, f. 26. okt. 1860 á Siglunesi, d. 24. sept. 1941 á Siglufirði.
----------------------------------------------------------------------

Almanak Þjóðvinafélagsins:  
Nafn: Helgi Ásgrímsson - Fæðingardagur: 18-08-1896 - Dánardagur: 27-09-1949 - Upplýsingar: Skipstjóri á Siglufirði.
----------------------------------------------------------------------

Helgi Ásgrímsson f.1896

Helgi Ásgrímsson f.1896

Mjölnir - 12. október 1949 

Helgi Ásgrímsson f. 1896 d. 27 september 1949 - 27. sept. 1949. lést hér á sjúkrahúsinu. Helgi Ásgrímsson, útgerðarmaður, eftir langvarandi veikindi. Helgi var fæddur í Siglufirði, sonur hjónanna Ásgríms Þorsteinssonar skipstjóra og konu hans Guðrún Pálsdóttir.

Helgi heitinn átti heima hér á Siglufirði mestan hluta ævi sinnar, þegar frá eru dregin nokkur ár, sem hann átti heima inn á Eyjafirði.

Helgi heitinn Ásgrímsson var fæddur  á Siglufirði. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum ásamt stórum systkinahóp, sem nú eru öll látin nema bróðir hans, Kristján Ásgrímsson, búsettur hér á Siglufirði. Helgi fór snemma að vinna ýmsa vinnu, sem til féllst, enda Kambsbræður allir annálaðir fyrir dugnað.

Til sjós fór hann mjög ungur; var lengi vélstjóri á mótorbátum héðan úr firðinum og síðar skipstjóri á eigin bát.

Giftur var Helgi; Þóra Þorkelsdóttur, ættaðri af Akureyri, — hinni mestu myndar og dugnaðarkonu, sem studdi mann sinn í einu og öllu.
Þau hjón eignuðust 7 börn —sex, drengi og eina stúlku. —-

Oft mun það hafa verið erfitt að sjá svo stórum barnahóp farborða, en vegna alveg sérstaks dugnaðar þeirra hjóna, tókst þeim þetta af sérstakri prýði.
Helgi Ásgrímsson var viðurkenndur sem duglegur sjómaður og sótti sjóinn af dugnaði og harðfylgi með drengjunum sínum.

Aldrei hlekktist Helga á á sjóferðum sínum, og mun hann þó oft hafa komist í hann krappan í glímunni við Ægi. Helgi hafði óbifanlega trú á fiskveiðum og taldi þann atvinnuveg tryggastan af öllum, enda sýndi hann það með lífsstarfi sínu, að svo getur verið ef til eru þau skilyrði til fiskveiða, sem nauðsynleg eru, samfara dugnaði og ráðdeild.

Helgi heitinn Ásgrímsson var í þessu hin besta fyrirmynd annarra, og væri óskandi, að Siglfirðingar vildu taka hann sér til fyrirmyndar með að auka sjósókn og útgerð héðan úr bænum, og það einmitt nú, er sá atvinnuvegur, sem Siglfirðingar hafa að mestu byggt afkomu sína á, hefur brugðist jafn hrapalega og raun ber vitni.

Við fráfall Helga Ásgrímssonar eiga Siglfirðingar á bak að sjá ágætum manni, sem með störfum sínum sýndi, að hann vildi bæjarfélaginu vel. — Hér hafði hann dvalið mestan hluta ævi sinnar; hér hafði hann slitið kröftum sínum, og héðan var hann kvaddur. Alir, sem þekktu Helga frá Kambi harma fráfall hans, en mestur og þyngstur er harmur eiginkonu og barna, sem nú hafa orðið að sjá á bak ágætum eiginmanni og föður, á besta aldri. Mjölnir vill fyrir hönd hinna mörgu vina og kunningja Helga heitins Ásgrímssonar senda eftirlifandi konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. 

G. J.   
Ath.: sk.; ekki ber fæðingardag og ár samnan, í heimidum, og upplýsingum hér. Hver og einn verður að meta hvað er rétt. 
---------------------------------------------------


Helgi Ásgrímsson, útgerðarmaður
Þann 27. Október sl. andaðist hér á sjúkrahúsinu Helgi Ásgrímsson, útgerðarmaður. Hann er flestum Siglfirðingum vel kunnur og það að góðu einu. Hér var hann fæddur og hér ólst hann upp og starfaði allan sinn aldur. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir og Ásgrímur Þorsteinsson, sem látinn er fyrir nokkru.

Hugur Helga hneigðist snemma að sjósókn enda var hann alinn upp við öldugljáfrið. Helgi kvæntist ungur eftirlifandi konu sinni, Þóru Þorkelsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau eignuðust 7 börn, 1 stúlku og 6 drengi. Það segir sig sjálft, að það þurfti dugnað og manndóm til að koma öllum þessum börnum til manns, því einmitt á uppvaxtarárum þeirra var mikið krepputímabil.

En Þóru og Helga tókst að sigra alla erfiðleika. Það virtist bjart framundan. Heilsufarið var gott og börnin mannvænleg og sérstaklega samhent. Samstarf þeirra feðga á sjó og landi var fyrirmynd og færði heimilinu mikla björg í bú. Nýtt hús hafði þessi fjölskylda nýlega keypt sér. Heimilisföðurnum auðnaðist aldrei að dvelja í þessu húsi, en hann naut þess sjúkur að vita ástvini sina komna í slíka höfn sem gott og indælt húsnæði er hverri fjölskyldu. —

Kunnugum fannst að með húsakaupum þessum væri að hefjast nýr og bjartari þáttur í lífi þessa duglega sjómanns; þar gæti hann, þegar kvöldaði, notið fagurs útsýnis yfir þann fjörð, er hann unni svo mjög. En það fór á annan veg. Hann flutti i aðra heima, sem við trúum, að séu enn fegurri en þeir, sem við nú þekkjum, og við óskum þessum samferðamanni okkar góðrar ferðar og þökkum honum góð og gömul kynni.
J.K.