Ólafur J Reykdal byggingameistari

Siglfirðingur -16.03.1961

Ólafur Reykdal byggingameistari

Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, 20. des. 1961, tæpra 92 ára að aldri. Var hann fæddur að Vallakoti í Suður Þingeyjarsýslu, 1. júní 1869. Foreldrar hans voru Ásdás Ólafsdóttir og Jóhannes Ólafsson. Voru þau bæði hjónin komin af góðum og traustum bændaættum í Eyjafirði. Bæði voru þau vel gefin og betur að sér um marga hluti en almennt gerðist. Var Ásdís sérstaklega fróðleiksfús og bjó yfir merkilegri  framsagnargáfu.

Börn þeirra hjóna voru 15 að tölu. Munu þau hafa búið við frekar (þröngan kost, svo sem alltítt var í þá daga með barnmargar fjölskyldur. Áður en öll börnin komust upp, var heimilisfaðirinn og aðalfyrirvinnan kvaddur burt af þessu tilverustigi. Vildi þá fjölskyldan tvístrast. Börnin fóru flest ölá til vandalausra.

En Ólafur heitinn, sem næstyngstur var systkina sinna og bróðir hans, Jóhannes Reykdal, sem síðar varð byggingameistari og timburkaupmaður í Hafnarfirði, voru lengst af með móður sinni. Síðar, þegar þeim bræðrum óx fiskur um hrygg, og móðir þeirra tók að eldast og þreytast, dvaldi hún á þeirra vegum.

Ólafur Reykdal  byggingameistari - ókunnur ljósmyndari

Ólafur Reykdal byggingameistari - ókunnur ljósmyndari

Árið 1891 kvæntist Ólafur Þórunni Bjarnadóttur, frá Hlíðarhaga í Eyjafirði, og hófu þau búskap á Fífilgerði í Eyjafirði og bjuggu þar í 5 ár. Þaðan fluttu þau að Einarsstöðum í Kræklingahlíð, og bjuggu þar í eitt ái'. Þá fluttu þau að Efri-Vindheimum í Þelamörk. Búskapartíminn þar var 5 ár.

Þar missti Ólafur konu sína árið 1902. Brá þá Ólafur búi og fluttist til Hafnarfjarðar til bróður síns, Jóhannesar, sem þá rak þar all  umfangsmikla timburverslun og trésmíðaverksmiðjuna Dverg. Ólafur var, eins og bróðir hans, handhagur, og því byrjaði hann trésmíðavinnu hjá bróður sínum og að afloknu því námi, hvarf hann frá Hafnarfirði og hóf þá sjálfstæðan atvinnurekstur. Settist hann að í Skagafirði, lengst af á Sauðárkróki og stundaði þar og í héraðinu iðn sína og byggði þar æði mörg hús.

Árið 1914 kom hann til Siglufjarðar í þeim erindum að sjá um byggingu póst- og símahússins. Var það fyrsta steinhúsið, sem byggt var hér. Þótti á sínum tíma hið veglegasta. Er það enn í notkun pósts og síma. Sjálfsagt hefur það ekki verið ætlun Ólafs í fyrstu, að setjast hér að, heldur hverfa heim til Skagafjarðar aftur, eftir að hafa lokið við pósthússbygginguna.

En margt fer öðruvísi en ætlað er í lífi okkar mannanna. Siglufjarðarbær var þá í allhröðum vexti, fólksstraumurinn lá hingað vegna síldveiðanna, húsbyggingum fjölgaði og glæsileg atvinna fyrir húsasmiði framundan. Þessi líf- og vaxtakippur, sem bærinn tók þá, heillaði Ólaf, svo hann settist hér að og dvaldi hér síðan til dauðadags.

Árið 1916, hinn 25. okt, giftist Ólafur seinni konu sinni, Sæunni Oddsdóttur, dóttur hins mikla aflamanns og skipstjóra, Odds Jóhannssonar, bónda á Engidal. Var hún ágæt kona og móðir, en var frekar heilsutæp og andaðist 24. júní 1938.

Þau eignuðust 4 börn, 2 stúlkur og 2 drengi, en misstu annan drenginn í bernsku,. Odd að nafni. Þau, sem upp komust eru þessi:

  • Þórarinn Reykdal, rafveitustjóri áHólmavik, giftur og á  börn;
  • Oddrún Ásdís Reykdal, gift Baldri Steingrímssyni, rafmagnsstjóra í S.R., og
  • Guðrún Sigurbjörg Reykdal, gift Þ. Ragnari Jónassyni, gjaldkera Siglufjarðar bæjar.

Eru (þessi börn Ólafs og Sæunnar mestu myndarbörn og mikið drengskaparfólk, og eru heimili þeirra systra hér snotur og híbýlaprúð.

Ólafur var á yngri árum duglegur verkmaður í sinni iðn, hugkvæmur og verklaginn. Kunni hann ávalt betur við, að verki því, er hann vann að, eða hafði yfirstjórn á, miðaði vel, áfram. Gerði hann miklar kröfur til sjálfs sín í þeim efnum, og krafðist hins sama af öðrum. Hann hafði frekar öra skapgerð og gat orðið all umsvifamikill ef honum rann í skap.

En svo var um Ólaf, svo sem títt er um andlega og líkamlega vel byggða menn, skyhuga og athugula, að hana náði tökum á skapgerð sinni og stillti öllu í hóf.

Ólafur var fróðleiksfús og mjög bókhneigður og. fylgdist vel með menningar- og menntamálum lands og þjóðar. Var hann. um skeið útsölu- og umboðsmaður fyrir Menningarsjóð og þjóðvinafélagið. Hann var lengi vel sæmilega heilsugóður, þó aldur færðist yfir hann. Var ekki um verulega líkamlega hrörnun að ræða. fyrr en síðustu æviárin tvö. Andlegum þrótti hélt hann að segja má, fram til. síðasta árs, og sjón og heyrn var að mestu óskert þar til yfir lauk.

Eftir lát konu sinnar bjó Ólafur með börnum sínum þar til dæturnar giftust og fóru sjáfar að halda heimili. En þá settist hann að hjá frú Guðrúnu, dóttur sinni, og Þ. Ragnari Jónassyni, manni hennar. Má óhætt fullyrða að eftir að hann settist þar að, hafi hann lifað áhyggjulausu lífi, og notið frábærrar umhyggju dóttur sinnar og tengdasonar og unað vel hag. sínum. Voru ánægjustundir hans, margar eftir að hin myndarlegu barnabörn fóru að hlaupa við, hlið hans.

Með Ólafi er genginn góður þjóðfélagsþegn, merkur og manndómsmikill starfsmaður. Þeir, sem kynntust honum 'mest munu löngum minnast hans með virðingu og þakklæti fyrir samverustundirnar. —

Blessuð sé minning hans.

Ólafur var jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju, fimmtudaginn 29. des. 1961, að viðstöddu fjölmenni. Fór sú athöfn virðulega fram.