Karl Grímur Dúason skipstjóri

Íslendingaþættir Tímans - 27. júní 1970

Karl Dúason - Fæddur 15. apríl 1900. Dáinn 12. maí 1970.
Hinn 12. maí 1970 lést að heimili sínu, Klapparstíg 13, í Ytri-Njarðvík, Karl Dúason, merkur maður og vinsæll. Fullu nafni hét hann Karl Grímur Dúason. —

Hann fæddist hinn 15. apríl árið 1900, og var því liðlega sjötugur þegar hann lést. Útför hans var gerð hinn 21. maí frá Fossvogskirkju í Reykjavík.

Karl Dúason var af merkum ættstofnum kominn í báðar ættir. —
Foreldrar hans voru hjónin Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Grímsson bóndi að Langhúsum í Fljótum í Skagafirði og síðar Krakavöllum í sömu sveit. Dúi, faðir Karls, var sonur Gríms bónda á Minni-Reykjum, Magnússonar, Grímssonar græðara á Espihóli í Eyjafirði.
Móðir Gríms á Minni-Reykjum var Margrét Benediktsdóttir frá Laxárosi í Þistilfirði. En móðir Margrétar var Halldóra dóttir séra Sigfúsar í Höfða. Kona Gríms á Minni-Reykjum. og móðir Dúa, var Ólöf Ólafsdóttir, Jósepssonar bónda í Hvassafelli í Eyjafirði. Hennar móðir var Halldóra kona Ólafs, dottir Jóseps Jósepssonar í Hvassafelli. (Af þeim ættmeiði var kominn Jónas Hallgrímsson skáld.)

Karl Dúason

Karl Dúason

Eugenía, kona Dúa Grímssonar og móðir Karls, var dóttir séra Jóns Norðmanns, prests á Barði í Fljótum, Jónssonar Guðmundssonar frá Fornhaga í Hörgárdal, Rögn valdssonar, Arnfinnssonar úr Hörgárdal, Jónssonar. — Jón, faðir séra Jóns Norðmanns, bjó síðar á Krakavöllum. Hann var bróðir hinnar þjóðkunnu skáldkonu: Vatnsenda-Rósu. — Móðir séra Jóns Norðmanns, og kona Jóns Guðmundssonar, var Margrét dóttir séra Jóns Þorlákssonar skálds og prests á Bægisá og Helgu Magnúsdóttur ráðskonu hans. — Kona séra Jóns Norðmanns, og móðir Eugeníu, var Katrín Jónsdóttir, Eiríkssonar prests á Undirfelli í Vatnsdal, Eiríkssonar prests á Staðarbakka, Bjarnasonar, Eiríkssonar bónda í Djúpadal. (Djúpadalsætt). Móðir Katrínar var Björg Benediktsdóttir-, Halldórssonar Vídalíns. Hennar móðir var Katrín dóttir Jóns Teitssonar biskups. Björg á Undirfelli, amma Eugeníu, var systir Ragnheiðar ömmu Einars Benediktssonar skálds. — Þriðja systirin frá Undirfelli, Guðrún, var amma dr. Sigurðar Nordals, Jóns Eyþórssonar, Guðrúnar Eyþórsdóttur og þeirra systkina. Margrét, dóttir Jóns Eiríkssonar og Bjargar Benediktsdóttur frá Undirfelli, átti Þorlák Þorláksson bónda í Vesturhopshólum í Húnavatnssýslu. Þeirra börn voru: Jón Þorláksson landsverkfræðingur og síðan forsætisráðherra, Magnús bóndi Þórhallsson á Blikastöðum og Björg C. Þorláksson dr. phil. — Eugenía og þessi systkini voru því tvímenningar að frændsemi. — Bróðir Eugeníu, Jón Steindór Norðmann var m.a. faðir Óskars Nirðmanns stórkaupmanns í Reykjavík.

Lengra mætti rekja þessi tengsl t ýmsar áttir, og er mörgum tiltækilegt, er þar hafa kunnáttu. En hér skal staðar nema og aðeins minna á að innbyrðis eru Íslendingar skyldari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Eins og sjá má af þessari upptalningu var Karl Dúason af traustu fólki kominn I báðar ættir.

Hann var yngstur þeirra bræðra: dr. Jóns heitins Dúasonar og Sæmundar Dúasonar kennara og fræðimanns á Akureyri. Verður varla eins þeirra getið án þess að hinna sé einnig minnst. Svo var frændsemi þeirra og vinátta nánum tengslum treyst.

Karl fæddist að Langhúsum eins og áður er sagt, en bernsku sína og æsku átti hann að Krakavöllum, og þeirra æskustöðva heyrði ég hann lengst minnast. Hann var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs, er hann innritaðist I Gagnfræðaskóla Akureyrar og nam við hann í tvö ár frá 1914—1916, e n lauk svo gagnfræðaprófi frá honum vorið 1918. — Eftir það sigldi hann til Danmerkur og stundaði nám við verslunarskóla i Kaupmannahöfn og lauk prófi frá honum ári« 1920. —

Eftir þetta fór hann heim til foreldra sinna að Krakavöllum og vann við bú Þeirra, uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikningana þar um mörg ár.

Á Siglufirði kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur, systur Karvels Ögmundssonar útgerðarmanns og Þeirra bræðra. Þau giftust þar, 29. maí 1931.
Þar fæddust börn þeirra fimm, þrjár dætur og tveir synir.
Þeirra elst er

  • Æsa Árdal Karldóttir, uppeldisfræðingur í Svíþjóð. Næstur er
  • Grímur Karlssonskipstjóri í Njarðvík. Þá
  • Dúi Karlsson stýrimaður, býr í Reykjavík, og loks tvíburasysturnar
  • Áslaug Karlsdóttir, símastúlka á Keflavíkurflugvelli, býr í Njarðvík og
  • Ásdís Karlsdóttir skrifstofustúlka á Keflavíkurflugvelli, býr i Hafnarfirði.
    Stjúpdætur átti hann tvær, sem voru dætur Sigríðar:
  • Ester Karen og
  • Hulda Karen.


Huldu misstu þau í blóma lífsins 26. febrúar 1953. Þá reyndi mjög á sálarstyrk þeirra hjóna.

Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Ég man það, að hann sagði eitt sinn við mig, að það hefði tekið dálítið í handleggina, þegar hann byggði húsið sitt við Klapparstíg 13, sem er kjallari og tvær hæðir og hið reisulegaista, að er það var múrað innan, þá hrærði hann alla múrsteypuna og bar í fötum einsamall til múraranna, frá kjallara og efst upp, uns því verki var lokið.

Svona var Karl, ósérhlífinn til allrar vinnu og sást ekki fyrir með að leggja fram krafta sína þótt heilsan væri ekki alltaf sem best, því hann hafði á unglingsárum beðið hnekki á henni, sem aldrei bættist að fullu. Og seinustu árin gekk hann ekki heill til skógar, þótt lítt fengist hann um það, því að hjartað var farið að láta undan. Það mun öllum, sem kynntust Karli, verða minnisstæð hin einskæra ljúfmennska, sem einkenndi allt hans dagfar, ásamt hjálpfýsi í garð meðbræðra sinna.

Ég kynntist Karli ekki fyrr en á seinni hluta ævi hans, en þau kynni verða mér ógleymanleg. — Það var í sambandi við dr. Jón heitinn Dúason, bróður hans, sem leiðir okkar lágu saman. En þessum eldri bróður sínum, sem hann  dáði mjög, var hann ásamt Ásdísi dóttur sinni, sannkölluð stoð og stytta í veikindum Jóns og erfiðleikum hin síðustu æviár hans. Það vakti fljótt athygli mína, hve innileg vinátta og bræðraþel virtist ríkja með þeim systkinum frá Krakavöllum, sem ég hef kynnst. Þar var sú frændsemi í heiðri höfð, sem Íslendingar mega stoltastir vera af.

Er ég kynntist Karli og fjölskyldu hans, varð ég fljótt þess áskynja, hversu einstakur fjölskyldufaðir hann hlýtur að hafa verið. — Þar lýsti af þeirri innri hógværð og hlýleika, sem eigi fær dulist augum gestsins, þar sem gott fólk er að finna. Þegar minnst er Karls heitins, þá er ekki hægt að gleyma hans góða lífsförunaut, eiginkonu hans, Sigríði Ögmundsdóttur. Ef hægt er að tala um að maður og kona eigi að verá eitt, þá held ég að þarna hafi það gerst. — Sú nærfærna virðing og innileiki, sem lýsti af sambúð þeirra, er einstök.

En nú er samveru þeirra slitið um sinn: — og þó — slíkri samveru verður aldrei slitið. — Minningin um þennan trúfasta vin og góða mann, getur aldrei rofna. — Sú vissa mun veita fjölskyldu hans og vinum gleði í sorg sinni yfir burtför hans. Nú lifa eftir tvö af systkinum hans, Katrín og Sæmundur kennari og fræðimaður. Við að lesa æviminningar hans, sem hann hefur verið að gefa út, þá fyllist maður lotningu fyrir afrekum þeirrar kynslóðar, sem nú er farin og á förum, fyrir það þrek sem hún sýndi í baráttu sinni við að skapa eftirkomendum þau lífskjör, sem þeir búa við nú á dögum.

Þar var hlutur Karls Dúasonar eigi smár. Því mun fordæmis hanns lengi gæta meðal barna hans og afkomenda.

Ragnar V. Sturluson   ---- 

Smá umsög um sjómennsku Karls:>
https://timarit.is/files/34587594#search=%22Karl%20D%C3%BAason%22