Tengt Siglufirði
Æsa Karlsdóttir -- Fædd 22.05. 1927 - dáin 30.05. 1985
Æsa lést í Stokkhólmi 30. maí sl. Hún var fædd í Reykjavík 22. maí 1927.
Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ögmundsdóttir og Karl Dúason. Þau áttu heima á Siglufirði - lengst af í Hvanneyrarhlíð.
Tæpra þriggja ára fór Æsa að Krakavöllum í Fljótum til föðurbróður síns, Sæmundar Dúasonar, og konu hans, Guðrúnar Þorláksdóttur. Þar ólst hún upp til 12 ára aldurs og alla tíð leit hún á Sæmund og Guðrúnu sem sína aðra foreldra og börn þeirra sem sín önnur systkini.
Æsa giftist Páli
G. Árdal árið 1948 á Siglufirði og það sama haust fluttust þau til Svíþjóðar. Þau slitu síðar samvistum en bjuggu bæði áfram í Svíþjóð.
Þau Páll eignuðust þrjú börn.
Eldri systkinin,
Æsa var alla sína ævi að læra. Hún ræktaði hæfileika
sína og sótti sífellt fram á nýjum sviðum. Skólanám hennar hófst á Krakavöllum.
Þegar hún 12 ára flutti til foreldra sinna fór hún í Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar og lauk þaðan 3ja ára námi og síðasta árið gekkst hún jafnframt undir próf við Iðnskóla Siglufjarðar.
Hún lauk gagnfræðaprófi á
Akureyri árið 1945, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og síðan fil kand prófi frá Stokkhólmsháskóla 1957 í uppeldis- og félagsfræðum,
trúarbragðasögu og trúsálarfræði.
Árið 1961 lauk hún svo námi í félagsráðgjöf við sama skóla. Auk þessa reglubundna náms sótti hún fjölmörg lengri og skemmri námskeið - allt frá því hún á unglingsárum lærði þýsku í sumarleyfi hjá Sæmundi. Þannig aflaði hún sér til dæmis grunn- og framhaldsmenntunar sem leiðbeinandi starfsfólks og stúdenta á sínum starfsvettvangi, en stúdentum í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla leiðbeindi hún í samfleytt 6 ár.
Á námskeiðum jók hún þekkingu sína á ráðgjöf við barnageðsjúkrahús, um þjóðfélagið, fjölskylduna, samlíf og samtalstækni, fjölskylduráðgjöf, um meðferð og stjórnun, um fjölskyldur í upplausn, um samstarfstækni og starfsanda á vinnustað ofl. ofl. - m.a. námskeið í líkamsrækt og síðan leiðbeindi hún samstarfsfólki sínu á vinnustað í reglubundinni líkamsþjálfun.
Hún var afbragðs námsmaður og talaði mörg tungumál önnur en íslenskuna, sem hún varðveitti mjög vel. Hún talaði sænsku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku og síðan bætti hún við sig spænsku með sérstöku prófi 1976. Hún bætti sífellt við spænskuna og lokapróf tók hún árið 1983 eftir sérstaka tveggja mánaða námsdvöl í Salamanca á Spáni. Störf sín utan heimilis hóf Æsa á sjúkrahúsum í Stokkhólmi, einkum barnageðsjúkrahúsum, og þá sem félagsráðgjafi.
Árið 1968 réðist hún til P.B.U., en sú stofnun annast geðvernd barna og unglinga á stór-Stokkhólmssvæðinu. Þar vann hún í rúmlega 6 ár sem félagsráðgjafi og sérstakur ráðgjafi starfsfólksins og sinnti m.a. stjórnunarstörfum. Skjólstæðingar stofnunarinnar eru börn og unglingar á aldrinum 0-20 ára og fjölskyldur þeirra. Starfið var að miklu leyti fólgið í félagslegri aðstoð og félags- og sálfræðilegri meðferð og stuðningi við þetta fólk.
Margir áttu í miklum erfiðleikum, bæði geðrænum og félagslegum, og stofnunin sinnti einnig þeim sem höfðu ánetjast fíkniefnum og eiturlyfjum. Á P.B.U. kom spænskukunnátta Æsu í góðar þarfir þegar hún vann að málum innflytjenda frá Suður-Ameríku. Frá 1978 vann hún við Fræðsluskrifstofu Stokkhólmsumdæmis við þá deild, sem annast velferð rúmlega fimmtán þúsund kennara og annars starfsfólks og hefur eftirlit með vinnuumhverfi þeirra.
Hún var sérstakur starfsmannaráðgjafi og leysti starfsmannastjórann af um lengri og skemmri tímabil. Starf hennar var margbreytilegt. Hún liðsinnti kennurum og öðru starfsfólki sem átti í erfiðleikum og leitaði fyrirbyggjandi lausna á málum sem oft horfðu til þungra vandræða og jafnvel sjúkravistar. Hún skipulagði framhaldsnám og endurmenntun kennara og hafði umsjón með tilflutningi í störfum af ýmsum ástæðum og oft að læknisráði.
Við þessi störf reyndi mjög á samstarf við hina opinberu stjórnsýslu og stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga. í verkahring Æsu var það einnig að leita lausna á samstarfserfiðleikum innan og á milli starfshópa, veita persónulega ráðgjöf og miðla upplýsingum til atvinnurekenda, skólastjórnenda, nýráðinna kennara og annars starfsfólks.
Samstarfsmaður Æsu, Britt Söderström, komst þannig að orði í minningargrein um hana: „Það er vandmeðfarið og viðkvæmt verkefni að hjálpa starfsfólki aftur til tilgangsríkra starfa og samkenndar á vinnustað eftir að það hefur glatað vinnugetu og jafnvel sjálfstrausti sínu vegna áfalla í lífinu, sjúkdóma eða slysa. Til þessa þarf bæði lífsreynslu og mikla fagþekkingu. Engin vandamál voru of smávægileg eða of stórvægileg í huga Æsu Árdal.
Hver sem hún mætti fékk alúð hennar og áhuga til fulls. Hjá henni varð aldrei stöðnunar vart né störf hennar vanabundin. Hugur hennar var opinn og skildi einstaklinginn í heild næmum skilningi. Þannig gat hún á varfærinn hátt hjálpað öðrum til að ráða við jafnvel erfið og flókin vandamál. Við, vinnufélagarnir á Fræðsluskrifstofunni, minnumst Æsu Árdal fullrar af lífsorku og lífsgleði sem veitti öðrum með örlæti af jákvæðri lífssýn sinni, víðsýni - og ekki minnst glettni og gamansemi.
X X X
Þó álfkonurnar hafi ekki verið sýnilegar og raddir þeirra ekki heyranlegar fékk Æsa margar gjafir í vöggugjöf. Hún lifði lífi sínu lifandi og dó með hugann fullan af áætlunum og nýjum hugmyndum. „Hún dó í framtíðinni," sagði presturinn, sem jarðsetti hana í Spänga.
Hún hafði næmt auga fyrir fegurðinni, ekki síður í hinu veikbyggða og smáa en hinu stórbrotna. Hún unni Íslandi og því sem íslenskt var - fjöllum og ám, fjallablænum, ilmi fjólunnar, bláma himinsins, dögginni í grasinu, sögum, kvæðum, móðurmálinu og íslenskri menningu. Væntumþykjuna til landsins hefur hún rótfest í börnum sínum sem eru íslenskir ríkisborgarar eins og hún var.
Æsa hafði áhuga á hvers kyns listum og var á margt listamaður sjálf. Hún bæði teiknaði og málaði. Hún hafði fagra söngrödd og söng ekki aðeins í vinahópi heldur einnig opinberlega í útvarpi og sjónvarpi og á vísnakvöldum með öðrum söngvurum. Æsa bar mjög fyrir brjósti kröfuna um jafnan rétt allra manna. Hún var virkur félagi í Amnesty International og studdi starfið þar af heilum hug. Hún mælti sjálf svo fyrir að ef einhver vildi minnast sín þá léti sá A.I. njót þess.
Líf slokknar, en þrátt fyrir djúpa sorg gerist hið ótrúlega að hringiða lífsins heldur áfram. Margir eiga bjartar minningar um Æsu. Sumir um litla, kotroskna telpu eða ákveðinn, leitandi ungling. Aðrir um yndislega, sjálfstæða konu, - dóttur, systur, móður, ömmu, starfsfélaga og vin, sem allar báru með sér birtu og yl hvar sem þær fóru. Hlýtt viðmót, lífsgleði og bjart bros lýsir af minningu Æsu Karlsdóttur Árdal.
x x x
Frænka mín, ég á dýrmæta minningu um dagana okkar tvo í apríl sl. Hvað við gátum spjallað! Umræðuefnin voru mörg, fagleg og persónuleg. Við ræddum um nánasta fólkið okkar, ungt sem aldið, um „gömlu dagana" þína heima, heimsóknirnar og allar myndirnar úr Fljótunum, frá Siglufirði og úr Grímsey. Blómareitirnir í Hvanneyrarhlíð og á Krakavöllum voru huganum nær.
Þú ætlaðir þér sjálf að eignast garð í sumar, rækta þar og hlú að gróðri og viðkvæmum barnssálum. Nú munu aðrir ganga um engi og garða og minnast þín eins og við Gísli. Kæru þið í Stokkhólmi, Otr Karl, Ingalill og litla Embla, Hulda Dúa og Michael, Æsa Guðrún og Thomas, Páll og fjölskylda.
Við
erum mörg hér heima sem hugsum til ykkar. Sigríður mín, Sæmundur afi minn, öll systkinin, aðrir ættingjar og vinir. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka
Æsu fyrir birtuna og gleðina, sem hún gaf okkur.
Ragna Freyja Karlsdóttir
---------------------------------------
Mér flaug þetta erindi um Jónas Hallgrímsson í hug þegar Æsa, frænka mín og fóstursystir, lést í Stokkhólmi 30. maí, og var jarðsett þar 12. júní. Æsa var alltaf Íslendingur þó hún dveldi mikinn hluta ævinnar á erlendri grund. Æsa kom barn til foreldra minna og varð litla systir mín, sem ég hafði aldrei átt. Hún taldi foreldra mína sem aðra foreldra sína og kallaði þau mömmu og pabba. Engin dóttir hefði getað reynst þeim betur.
Þau litu líka á hana sem dóttur sína. Með þeim var mjög kært. Pabbi sagði alltaf: „Æsa mín litla Karlsdóttir". Við Æsa og bræður mínir litum líka á okkur sem systkini. Lengi hefur Æsa komið í heim sókn til Íslands á hverju ári. Aðallega að vitja gamla fólksins. Á lífi eru nú öldruð móðir hennar og pabbi á 96. aldursári. Nokkrum sinnum hefur hún farið heim að Krakavöllum, æskuheimili okkar, og þurft að ganga langa leið og vaða Flókadalsána.
Hún þráði alltaf Krakavelli, þó að nú. standi þar ekki steinn yfir steini: „Landið, fjöllin, lækirnir og áin eru þó á sínum stað," sagði hún. Ég minnist hve hún var glöð eftir síðustu heimsókn þangað. Hún hafði fundið búið sitt, þar sem hún lék sér að hornum, leggjum og skeljum. Þegar Æsa var á 4. ári, fór hún að læra að lesa. Það gerði hún með því að spyrja um stafi, sem hún sá, t.d. á ýmsum umbúðum.
Áður en nokkur vissi af var hún farin að lesa svolítið. En næsta haust, þegar hún ætlaði að lesa, kom lesturinn ekki strax. Henni varð ekki um sel og sagði: „Ég get ekki lesið." Það var þó aðeins í svip. Eins var með reikning: „Hvar á ég nú að setja plúsuna?" Þá var hún líka svona ung. Pabbi var kennari og kom bara heim um helgar að vetrinum. Það kom því í minn hlut að segja krökkunum til meðan ég var heima. Pabbi fór svo yfir lærdóminn um helgar og krakkarnir fóru í próf í skólann að vori.
Æsa tók fullnaðarpróf úr barnaskóla tæpra 12 ára með góðum einkunnum. Æsa var einstaklega lagin í höndum. Hún bjó margt til heima á Krakavöllum í föndri og hannyrðum og ýmislegt af því geymdi hún sem helga dóma alla ævi. Nú er Æsa mín horfin úr þessum heimi. Ég á bágt með að sætta mig við, að hún komi ekki til okkar í sumar eins og venjulega.
Allt árið hlökkuðum við til komu hennar. Það var okkar aðalhátíð. Við höfðum alltaf bréfasamband. Síðasta bréfið skrifaði hún mér 15. apríl. Þegar ég sagði pabba frá láti Æsu varð honum á orði: „Hún er búin að afkasta miklu um dagana, -
(J.H.)
Æsa hvílir ekki einmana í óþekktri gröf eins og Jónas Hallgrímsson. í Stokkhólmi búa börnin hennar, sem hún unni og lifði fyrir, og litla sonardóttirin, sem
henni þótti svo undurvænt um. Missir þeirra og harmur er mikill. En „minningarnar mætar, mýkja hverja þraut." Þannig verðum við að hugsa og trúa því að hún lifi
áfram í afkomendum sínum. Þökk fyrir allt, Æsa mín.
Magna Sæmundsdóttir.
----------------------------------------------------------
Kveðjafrá systur.
---------------------------------------------------------------------------------------------
Morgunblaðið - 02. júlí 1985 Minning:
Æsa Karlsdóttir Árdal - Fædd 22. maí 1927 - Dáin 30. maí 1985
Æsa Karlsdóttir Árdal lést í Stokkhólmi 30. maí sl. Nú er elskuleg Æsa horfin héðan úr þessum heimi, en hún lifir hjá Guði á himnum, því Jesús sagði, ég lifi og þér munuð lifa. Æsa var fædd 22. maí 1927 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigríður Ögmundsdóttir og Karl Dúason sem bjuggu á Siglufirði, síðar á Klapparstíg
13, Njarðvík.
Þar andaðist Karl Dúason 1970.
Æsa var elst af fimm alsystkinum, svo átti hún tvær hálfsystur, þær voru
Þótt Æsa og Páll slitu samvistum var ætíð gott samband milli þeirra. Eftir að börnin urðu uppkomin mun Æsa hafa haft rýmri tíma, enda urðu heimsóknir hennar til Íslands tíðari, og síðustu árin kom hún á hverju ári og vitjaði frændfólks, ástvina, og sinnar öldruðu móður, Sigríðar Ögmundsdóttur í Njarðvík, en þær mæðgur voru einstaklega líkar, bæði í sjón og raun. Við ástvinir Æsu blessun minningu hennar og þökkum allar samverustundir.
Grímur Karlsson
-------------------------------------------------
Æsa Karlsdóttir
Árdal var elsta barn hjónanna Sigriðar Ögmundsdóttur, nú búsett í Njarðvík, og Karls Dúasonar. Systkini Æsu, Ásdís, Áslaug, Grímur og Dúi, búa
öll á Íslandi en Æsa flutti til Svíþjóðar skömmu eftir stúdentspróf, ásamt þáverandi manni sínum, Páli G. Árdal. Þó að Æsa hafi
verið ung er hún flutti út þá var ávallt mikið og gott samband milli hennar og fjölskyldu hennar hér heima.
Mínar fyrstu minningar um Æsu eru frá heimsóknum hennar og barna hennar, Otr Karls, Huldu Dúu og Æsu Guðrúnar. Þá var ávallt safnast saman og þeir eldri töluðu um liðna tíð, Hvanneyrarhlíð og Siglufjörð, en við yngri sátum og hlustuðum á. Oft fór ég i sumarfrí til Æsu og þegar ég var 14 ára bauð hún mér að dvelja hjá sér og fara i skóla i Svíþjóð. Minningarnar frá Svíþjóðar dvöl minni eru margar og góðar, og kynni mín af Æsu frænku minni eru mér ómetanlegur fjársjóður.
Æsa var ávallt lífsglöð og jákvæð. í mínum augum var Æsa nokkurskonar þúsundþjala smiður. Umhverfis húsið hennar var trjá, blóma og matjurtagarður sem hún hannaði, gróðursetti í og ræktaði sjálf. Æsa eldaði, bakaði, teiknaði og söng. Allt sem Æsa tók sér fyrir hendur gerði hún með fullkominni vandvirkni og hjartans einlægni. Þó að Æsa hafi verið svona full af atorku og sköpunargleði þá gleymdi hún aldrei öðrum. Hún hafði ávallt pláss i hjarta sinu og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd.
Æsa var mér ekki aðeins móðursystir, hún var mér líka vinkona. Minningar mínar um hana og samverustundirnar með henni mun ég ávallt geyma sem einar af mínum verðmætustu eignum. Fyrst þegar að ég frétti að Æsa væri orðin svona mikið veik þá vildi ég ekki trúa því. Það er ekki nema ár síðan hún var hér í heimsókn, svo hress og kát. Svo kom símhringingin frá Svíþjóð, Æsa var dáin. Það er ávallt erfitt að sætta sig við að ástvinur deyi, en þetta á fyrir okkur öllum að liggja.
Æsa mun lifa áfram í hugum og hjörtum þeirra sem elskuðu hana og þekktu.
Ég votta ömmu minni, Sigriði Ögmundsdóttur, börnum
Æsu og barnabarni, Otr Karli, Huldu Dúu, Æsu Guðrúnu og Emblu litlu, systkinum Æsu, öllu skyldfólki og vinum, mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Sigga Dúa
---------------------------------------------------------
Æsa Karlsdóttir Árdal - Minning Fædd 22. maí 1927 Dáin 30. maí 1985 Langt frá þinni feðrafold, fóstru þinna Ijóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Mér flaug þetta erindi um Jónas Hallgrímsson í hug þegar Æsa, frænka mín og fóstursystir, lést í Stokkhólmi 30. maí og var jarðsett þar 12. júní.
Æsa var alltaf íslendingur þó hún dveldi mikinn hluta ævinnar á erlendri grund. Æsa kom barn til foreldra minna og varð litla systir mín, sem ég hafði aldrei átt. Hún taldi foreldra mín sem aðra foreldra sína og kallaði þau mömmu og pabba. Bngin dóttir hefði getað reynst þeim betur. Þau litu líka á hana sem dóttur sfna. Með þeim var mjog kært. Pabbi sagði alltaf: „Æsa mín litla Karlsdóttir."
Við Æsa og bræður mínir litum líka á okkur sem systkini. Lengi hefur Æsa komið í heimsókn til fslands á hverju ári. Aðallega að vitja gamla fólksins. A lífi eru nú öldruð móðir hennar og pabbi á 96. aldursári. Nokkrum sinnum hefur hún farið heim að Krakavöllum, æskuheimili okkar, og þurft að ganga langa leið og vaða Flókadalsána. Hún þráði alltaf Krakavelli, þó að nú standi þar ekki steinn yfir steini: „Landið, fjöllin, lækirnir og áin eru þó á sínum stað," sagði hún.
Ég minnist hve hún var glöð eftir síðustu heimsókn þangað. Hún hafði fundið búið sitt, þar sem hún lék sér að hornum, leggjum og skeljum. Þegar Æsa var á fjórða ári fór hún að læra að lesa. Það gerði hún með því að spyrja um stafi, sem hún sá, t.d. á ýmsum umbúðum. Áður en nokkur vissi af var hún farin að lesa svolítið. En næsta haust, þegar hún ætlaði að lesa, kom lesturinn ekki strax. Henni varð ekki um sel og sagði: „Ég get ekki lesið."
Það var þó aðeins í svip. Eins var með reikning: „Hvar á ég að setja plúsuna?" Þá var hún líka svo ung. Pabbi var kennari og kom bara heim um helgar að vetrinum. Það kom því í minn hlut að segja krökkunum til meðan ég var heima. Pabbi fór svo yfir lærdóminn um helgar og krakkarnir fóru í próf í skólann að vori.
Æsa tók fullnaðarpróf úr barnaskóla tæpra 12 ára með góðum einkunnum. Æsa var einstaklega lagin í höndum. Hún bjó margt til heima á Krakavöllum í föndri og hannyrðum og ýmislegt af því geymdi hún sem helga dóma alla ævi. Nú er Æsa mín horfin úr þessum heimi. Ég á bágt með að sætta mig við, að hún komi ekki til okkar í sumar eins og venjulega. Allt árið hlökkuðum við til komu hennar. Það var okkar aðalhátíð.
Við höfðum alltaf bréfasamband. Síðasta bréfið skrifaði hún mér 15. april. Þegar ég sagði pabba frá láti Æsu varð honum á orði: „Hún er búin að afkasta miklu um dagana, — „margoft tvítugur meira hefur lifað, svefnugum segg, er sjötugur hjarði". (J.H.) Æsa hvílir ekki einmana í óþekktri gröf eins og Jónas Hallgrímsson. í Stokkhólmi búa börnin hennar, sem hún unni og lifði fyrir, og litla sonardóttirin sem henni þótti svo undurvænt um. Missir þeirra og harmur er mikill. En „minningarnar mætar, mýkja hverja þraut".
Þannig verðum við að hugsa og trúa því að hún lifi áfram í afkomendum sínum. Þökk fyrir allt. Magna Sæmundsdóttir Æsa lést í Stokkhólmi 30. maí sl. Hún var fædd í Reykjavík 22. maí 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður ögmundsdóttir og Karl Dúason. Þau áttu heima á Siglufirði — lengst af í Hvanneyrarhlíð.
Tæpra þriggja ára fór Æsa að Krakavöllum í Fljótum til föðurbróður síns, Sæmundar Dúasonar, og konu hans, Guðrúnar Þorláksdóttur. Þar ólst hún upp til 12 ára aldurs og alla tíð leit hún á Sæmund og Guðrúnu sem sína aðra foreldra og börn þeirra sem sín önnur systkini.
Æsa giftist Páli G. Árdal árið 1948 á Siglufirði og það sama haust fluttust þau til Svíþjóðar.
Þau slitu síðar samvistir en bjuggu bæði áfram í Svíþjóð. Þau Páll eignuðust þrjú börn.
Eldri systkinin,
Æsa var alla sína ævi að læra. Hún ræktaði hæfileika sína og sótti sífellt fram á nýjum sviðum. Skólanám hennar hófst á Krakavöllum. Þegar hún 12 ára flutti til foreldra sinnar fór hún í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og lauk þaðan 3ja ára námi og síðasta árið gekkst hún jafnframt undir próf við Iðnskóla Siglufjarðar. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1945, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og síðan fil. kand. prófi frá Stokkhólmsháskóla 1957 í uppeldis- og félagsfræðum, trúarbragðasögu og trúarsálfræði.
Árið 1961 lauk hún svo námi í félagsráðgjöf við sama skóla. Auk þessa reglubundna náms sótti hún fjölmörg lengri og skemmri námskeið — allt frá því hún á unglingsárum lærði þýsku í sumarleyfi hjá Sæmundi. Þannig aflaði hún sér til dæmis grunn- og framhaldsmenntunar sem leiöbeinandi starfsfólks og stúdenta á sínum starfsvettvangi, en stúdentum í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla leiðbeindi hún í samfleytt 6 ár.
Á námskeiðum jók hún þekkingu sína á ráðgjöf við barnageðsjúkrahús, um þjóðfélagið, fjölskylduna, samlíf og samtalstækni, fjölskylduráðgjöf, um meðferð og stjórnun, um fjölskyldur í upplausn, um samstarfstækni og starfsanda á vinnustað o.fl. o.fl. — m.a. námskeið í líkamsrækt og síðan leiðbeindi hún samstarfsfólki sínu á vinnustað í reglubundinni líkamsþjálfun.
Hún var afbragðsnámsmaður og talaði mörg tungumál önnur en íslenskuna, sem hún varðveitti mjög vel. Hún talaði sænsku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku og síðan bætti hún við sig spænsku með sérstöku prófi 1976. Hún bætti sífellt við spænskuna og lokapróf tók hún árið 1983 eftir sérstaka tveggja mánaða námsdvöl i Salamanca á Spáni. Störf sín utan heimilis hóf Æsa á sjúkrahúsum í Stokkhólmi, einkum barnageðsjúkrahúsum, og þá sem félagsráðgjafi.
Árið 1968 réðst hún til PBU, en sú stofnun annast geðvernd barna og unglinga á stór-Stokkhólmssvæðinu. Þar vann hún í rúmlega 6 ár sem félagsráðgjafi og sérstakur ráðgjafi starfsfólksins og sinnti m.a. stjórnunarstörfum. Skjólstæðingar stofnunarinnar eru börn og unglingar á aldrinum 0—20 ára og fjölskyldur þeirra. Starfið var að miklu leyti fólgið í félagslegri aðstoð og félags- og sálfræðilegri meðferð og stuðningi við þetta fólk.
Margir áttu i miklum erfiðleikum, bæði geðrænum og félagslegum, og stofnunin sinnti einnig þeim sem höfðu ánetjast fíkniefnum og eiturlyfjum. Á PBU kom spænskukunnátta Æsu í góðar þarfir þegar hún vann að málum innflytjenda frá Suður-Ameríku. Ffa 1978 vann hún við Fræðsluskrifstofu Stokkhólmsumdæmis við þá deild, sem annast velferð rúmlega fimmtán þúsund kennara og annars starfsfóíks og hefur eftirlit með vinnuumhverfi þeirra.
Hún var sérstakur starfsmannaráðgjafi og leysti starfsmannastjórann af um lengri og skemmri tímabil. Starf hennar var margbreytilegt. Hún liðsinnti kennurum og öðru starfsfólki sem átti í erfiðleikum og leitaði fyrirbyggjandi lausna á málum sem oft horfðu til þungra vandræða og jafnvel sjúkravista. Hún skipulagði framhaldsnám og endurmenntun kennara og hafði umsjón með tilflutningi í störfum af ýmsum ástæðum og oft að læknisráði.
Við þessi störf reyndi mjög á samstarf við hina opinberu stjórnsýslu og stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga. í verkahring Æsu var það einnig að leita lausnar á samstarfserfiðleikum innan og á milli starfshópa, veita persónulega ráðgjöf og miðla upplýsingum til atvinnurekenda, skólastjórnenda, nýráðinna kennara og annars starfsfólks.
Samstarfsmaður Æsu, Britt Söderström, komst þannig að orði í minningargrein um hana: „Það er vandmeðfarið og viðkvæmt verkefni að hjálpa starfsfólki aftur til tilgangsríkra starfa og samkenndar á vinnustað eftir að það hefur glatað vinnugetu og jafnvel sjalfstrausti sinu vegna áfalla í lífinu, sjúkdóma eða slysa. Til þess þarf bæði lífsreynslu og mikla fagþekkingu. Engin vandamál voru of smávægileg eða of stórvægilega í huga Æsu Árdal.
Hver sem hún mætti fékk alúð hennar og áhuga til fulls. Hjá henni varð aldrei stöðnunar vart né störf hennar vanabundin. Hugur hennar var opinn og skildi einstaklinginn i heild næmum skilningi. Þannig gat hún á varfærinn hátt hjálpað oðrum til að ráða við jafnvel erfið og flókin vandamál. Við, vinnufélagarnir á Fræðsluskrifstofunni, minnumst Æsu Árdal fullrar af lífsorku og lífsgleði sem veitti öðrum með örlæti af jákvæðri lífssýn sinni, víðsýni — og ekki minnst glettni og gamansemi."
Þó álfkonurnar hafi ekki verið sýnilegar og raddir þeirra ekki heyranlegar fékk Æsa margar gjafir í voggugjöf. Hún lifði lífi sinu lifandi og dó með hugann fullan af áætlunum og nýjum hugmyndum. „Hún dó í framtíðinni," sagði presturinn, sem jarðsetti hana í Spánga. Hún hafði næmt auga fyrir fegurðinni, ekki síður í hinu veikbyggða og smáa en hinu stórbrotna. Hún unni Islandi og þvi sem íslenskt var — fjöllum og ám, fjallablænum, ilmi fjólunnar, bláma himinsins, dögginni í grasinu, sögum, kvæðum, móðurmálinu og íslenskri menningu.
Væntumþykju til landsins hefur hún rótfest í börnum sínum sem eru íslenskir ríkisborgarar eins og hún var. Æsa hafði áhuga á hvers kyns listum og var á margt listamaður sjálf. Hún bæði teiknaði og málaði. Hún hafði fagra söngrodd og söng ekki aðeins í vinahópi heldur einnig opinberlega í útvarpi og sjónvarpi og á vísnakvöldum með oðrum söngvurum. Æsa bar mjög fyrir brjósi kröfuna um jafnan rétt allra manna.
Hún var virkur félagi í Amnesty International og studdi starfið þar af heilum hug. Hún mælti sjálf svo fyrir að ef einhver vildi minnast sín þá léti sá AI njóta þess. Líf slokknar, en þrátt fyrir djúpa sorg gerist hið ótrúlega að hringiða lífsins heldur áfram. Margir eiga bjartar minningar um Æsu. Sumir um litla, kotroskna telpu eða ákveðinn, leitandi ungling. Aðrir um yndislega, sjálfstæða konu, — dóttur, systur, móour, öramu, starfsfélaga og vin, sem allar báru með sér birtu og yl hvar sem þær fóru. Hlýtt viðmót, lífsgleði og bjart bros lýsir af minningu Æsu Karlsdóttur Árdal.
Ég á dýrmæta minningu um dagana okkar tvo í apríl sl. Hvað við gátum spjallað! Umræðuefnin voru mörg, fagleg og persónuleg. Við ræddum um nánasta fólkið okkar, ungt sem aldið, um „gömlu dagana" hennar heima, heimsóknirnar og allar myndirnar úr Fljótunum, frá Siglufirði og úr Grímsey. Blómareitirnir í Hvanneyrarhlíð og á Krakavöllum voru huganum nær. Hún ætlaði sér sjálf að eignast garð í sumar, rækta þar og hlú að gróðri og viðkvæmum barnssálum Nú munu aðrir ganga um engi og garða og minnast hennar eins og við Gísli.
Kæru þið, í Stokkhólmi, Otr Karl, Ingalill
og litla Embla, Hulda Dúa og Michael, Æsa Guðrún og Thomas, Páll og fjölskylda. Við erum mörg hér heima sem hugsum til ykkar. Sigríður mín, Sæmundur afi minn, öll systkinin, aðrir
ættingjar og vinir. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka Æsu fyrir birtuna og gleðina, sem hún gaf okkur.
Ragna Freyja Karlsdóttir
----------------------------------------------
Æsa Karlsdóttir var jarðsunginn frá Spánga-kirkju 12. júní. Prestur var sr. Inger Svensson. Sungnir voru sálmarnir: „I denna ljuva sommartid" og „Hárlig er orden", Gunnar Englund lék á orgel sonatínu úr „Actus tragicus" eftir J.S. Bach og „Gammal fábodpsalm" eftir 0. Lindberg. Elisabeth Hahn lék á selló „Sofðu unga ástin mín", íslenska vögguvisu, og saman léku þau „Ave María" eftir F. Schubert. Að athöfn lokinni var erfidrykkja í samkomusalnum í kirkju Friðarins.