Tengt Siglufirði
Katrín Pálsdóttir Fædd 10. jan. 1907— Dáin 10. apríl 1982
Þann 1. maí sl. fór fram i Reykjavík útför Katrínar Pálsdóttur, hjúkrunarkonu frá Siglufirði.
Hún
dó á Landsspítalanum 10. apríl 1982. eftir stutta sjúkralegu þar.
Katrín Guðrún Pálsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 10. jan.
1907 á Litlu-Heiði í Mýrdal. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Ólafsson bóndi þar og Guðrún Brynjólfsdóttir ljósmóðir.
Katrín
ólst upp i foreldrahúsum og dvaldist að mestu heima langt fram á þriðja áratug ævinnar, en hóf þá hjúkrunarnám, lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands
1940.
Á námsárunum og fyrstu árin að námi loknu starfaði hún á ýmsum sjúkrastofnunum, en lengst þó a Siglufirði. Þangað mun hún fyrst hafa
ráðist til starfs sem skóla- og heilsuverndarhjúkrunarkona i ársbyr júní 1941, og dvaldist þar að mestu óslitið upp frá því, fékk þó frí frá
starfi til framhaldsnáms í geðveikrahjúkrun á Kleppi á árunum 1942 - 1943.
Árið 1949 lét hún af starfi sinu við skólann og heilsuverndarstöðina til að geta
sinnt betur heimili sinu og ungum börnum, en réðist hjúkrunarkona að Sjúkrahúsi Siglufjarðar 1964.
Er hún varð sjötug varð hún samkvæmt lögum að láta af föstu starfi þar, en vann þá áfram þar meira og minna alveg fram á árið 1981, er hún tók að kenna vanheilsu.
Katrín giftist 12. ágúst 1944 Hlöðver Sigurðssyni
frá Reyðará i Lóni, skólastjóra á Siglufirði.
Börn þeirra eru:
Katrín var frá því að ég Kynnist henni fyrst flokksbundin i Sósíalistaflokknum og síðar í Alþýðubandalaginu og tók nokkrum sinnum sæti i nefndum bæjarstjórnar fyrir flokkinn. Þá átti hún nokkrum sinnum sæti í stjórnum ópólitískra félaga. Yfirleitt var hún frekar treg til að taka að sér trúnaðarstörf, en það sem hún tók að sér leysti hún af hendi á þann hátt, að ekki varð að fundið. Svo virtist sem Katrín hefði góða heilsu og að mestu leyti óskerta starfsorku þar til fyrir svo sem hálfu öðru ári.
Þá fór hún að kenna heilsubrests. Rannsókn leiddi í ljós hættulegan sjúkdóm og á sl. sumri gekk hún undir mikla aðgerð, sem seinkaði framrás hans, en læknaði hann ekki til fulls né bætti þann skaða, sem hann hafði valdið. Katrínu var sökum reynslu sinnar og þekkingar alveg ljóst hvernig komið var og að hverju stefndi, en bar þá vitneskju til loka með því jafnaðargeði og æðruleysi, sem var eitt sterkasta skapgerðareinkenni hennar. Og nú er hún öll.
Þegar ég fluttist til Siglufjarðar haustið 1944 skipuðust mál þannig að ég fékk leigt herbergi I húsi því, sem Katrín og Hlöðver höfðu fengið til íbúðar. Þetta herbergi hafði ég til umráða meðan þau bjuggu í húsinu, og einn vetur höfðu þau mig i fæði. Árið 1946 samdist svo um með þeim hjónum og okkur Fríðu að byggja saman íbúðarhús. Snemma árs 1949 fluttu báðar fjölskyldurnar i húsið, og síðan hefur sambýli þeirra staðið. Þarna hefur allstór hópur barna vaxið úr grasi og þó nokkur barnabörn frumbyggjanna slitið skóm sinum um lengri eða skemmri tíma.
Á þetta sambýli hefur aldrei borið skugga svo mér sé kunnugt, en hefði það gerst er ég sannfærður um að allir, sem hefðu þekkt hlutaðeigandur, hefðu sýknað Katrínu fyrsta af ábyrgðinni. Skapstilling hennar, vingjarnleiki og góðvild var slíkt, að allir sem kynntust henni urðu vinir hennar. Það lætur því að líkum að hún naut einróma vinsælda I starfi sínu sem hjúkrunarkona, og á það jafnt við um samstarfsfólk sem þá er nutu umönnunar hennar. Og nú er þessi ljúfa, vel gerða og skemmtilega kona horfin af sviðinu.
Við hjónin, sem höfum verið sambýlisfólk hennar meira en hálfa ævina, og börnin okkar, sem svo oft „skruppu til Kötu" þegar þeim leiddist heima hjá sér, og komu þaðan aftur I góðu skapi, kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir elskuleg kynni. Um leið vottum við eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum og öðrum óvinum einlæga samúð okkar vegna þess sem þau hafa misst.
Benedikt Sigurðsson
-------------------------------------------------------------------
Ég Steingrímur Kristinsson, get ekki stillt mig um að minnast uppákomu sem varð við Barnaskóla Siglufjarðar,
á þeim tíma er Katrín sinnti þar hjúkrunar og gæslu barna við skólann.
Batt um sár þeirra sem urðu fyrir hnjaski eins og oft vill verða með krakka sem ólmuðust,
(ég oft, sem hálfgerður villingur) og huggun þeirra sem grétu osfv.
Við börnin elskuðum hana sem móður okkar, hún var svo blíð, aldrei neinar skammir og reyndi eftir bestu getu
að bæta líf okkar í skólanum.
Svo var einnig með Hlöðver skólastjóra, hann var vinsæll á meðal okkar krakkanna, hann vildi ávalt hlusta á báðar hliðar
málanna þegar krakkar fóru að rífast og eða jafnvel slást. Og ef okkur bar ekki saman, um málsatvik, þá kallaði hann til yfirheyrslu þá sem höfðu verið viðstaddir
og þá dæmdi hann. Jafnvel í deilu og klögumála á milli nemanda og kennara.
Ekki skammaði hann þá “seku“, en brýndi fyrir okkur að haga okkur betur, en viðkomandi
upphlaup stofnaði til.
Þessi formáli er vegna eftirfarandi: Hlöðver gerði hosur sínar grænar fyrr Katrínu, og féllu þau hug saman. Við krakkarnir og að líkindum kennarar einnig tóku eftir og þótti ekkert athugavert við það, og sum okkar jafnvel voru hrifin af „gjörningnum“………………
En þegar í ljós kom að hún mundi hætta að sinna okkur í skólanum, þá fauk í okkur suma, og kenndum Hlöðver um, þar sem hann var valdur af þeirri ákvörðun; Katrín varð ófrísk og hætti. Það lá við að við færum að missa trúna á Hlöðver, að hann skuli hafa gert okkur þetta, að missa uppáhaldið okkar frá skólanum.
En við tóku þó smátt og smátt ró okkar og áttuðum okkur á að svona er gangur lífsins.
Þessi minning er föst í huga mér, og sennilega fleirum frá þessum tíma. sk.