Jón L Þórðarson, fyrrum formaður Síldarútvegsnefndar

Jón Þórðarson, fyrrum formaður Síldarútvegsnefndar, er látinn, sjötugur að aldri.

Jón fæddist hinn 21. ágúst 1907 að Laugabóli Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Þórðar Jónssonar, bónda þar, og konu hans HaIIa Eyjólfsdóttir skáldkonu.

Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands 1927. Jón fékkst lengst af við útgerð og síldarverslun. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa, átti 11 ár sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, sat i stjórn Tunnuverksmiðju ríkisins og Síldarútvegsnefnd um árabil, en var formaður nefndarinnar á árunum 1947-'57. Um skeið var Jón L. Þórðarson formaðu Vinnuveitendafélags Siglufjarðar og Félags síldarsaltenda.

Eftirlifandi kona Jóns er Brynhildur Pétursdóttir.

Jón L Þórðarson

Jón L Þórðarson

Jón L. Þórðarson forstjóri-Minning

Við andlát Jóns L. Þórðarsonar vakna margar góðár minningar uni hann frá þeim tíma. sem leiðir okkar lágu saman á lífsleiðinni. Ég læt aðra um að rekja ættir hans heldur vil ég með þessum fáu línum láta í Ijós þakkir mínar fyrir þau góðu kynni. sem mér auðnaðist að eiga við hann um nokkurra ára bil. Þegar leið mín lá til Siglufjarðar árið 1944 vegna afskipta minna af síldarútvegi skipti það miklu máli fyrir mig hverjum þeim mönnum í atvinnugreininni. sem lifðu og hrærðust i henni. ég kynntist.

Jón hafði strax að námi loknu í Verslunarskólanum ráðist til einna fremstu athafnamanna i síldarrekstrinum, Ásgeirs Péturssonar og Kveldúlfs h/f, og starfað fyrir þá um 7 ára bil. Hann hafði því fengið viðtæka þekkingu á því sem viðkom þessum rekstri þegar hann stofnaði sín eigin fyrirtæki árið 1935. Vegna þekkingar sinnar í þessari atvinnugrein voru honum falin ýmis störf í þágu hins opinbera.

Hann var i stjórn Síldarverksmiðja ríkisins í 10 ár og formaður stjórnarinnar  i eitt ár. Lengst var hann i Síldarútvegsnefnd. en þar átti hann sæti í 30 ár og lengst af þeim tíma formaður nefndarinnar. Hann fór margar ferðir i viðskiptasölunefndum við erlend ríki fyrir íslensku ríkisstjórnina. Öll þessi störf leysti Jón vel af hendi. Fyrst og fremst fyrir það að hann vann óskiptur að þessum málum og helgaði þeim allan sinn áhuga og þekking hans og starfsvilji komu því að fullum notum.

Fyrirtæki Jóns. Pólstjarnan h/f á Siglufirði, sem hann átti með kunningjum sinum og hann var alla tíð framkvæmdastjóri fyrir, var rekið með myndarbrag. Auk síldarsöltunar, sem var aðalrekstur fyrirtækisins annaðist það fyrirgreiðslu á síldarvertíðunum fyrir marga útgerðarmenn sunnanlands og i Vestmannaeyjum. Öllum þessum bátum hafði Jón umsjón með í áraraðir og eignaðist hann eigendur þeirra og skipshafnir bálanna að vinum. sem mátu hann mikils og báru traust til hans.

Ég sat með Jóni í Síldarútvegsnefnd í sex sumur á Siglufirði og ég er honum þakklátur fyrir þann vinskap, sem hann sýndi mér alltaf, enda var framkoma hans á öllum sviðum þannig að menn. sem áttu samskipti við hann, mátu hann mikils. á þessu tímabili annaðist ég fyrir hann skrifstofuna á Siglufirði í fjögur sumur, en það var ánægjulegt starf. Jón hafði búið þannig í haginn að það var auðvelt að vinna fyrir hann.

Framkoma Jóns var öll prúðmannleg, hann leitaðist við að gera mönnum til geðs og leysti þann vanda, sem við var að etja á hverjum tíma með rólegri yfirvegun, en fastmótuðum athugunum til úrlausnar þeim verkefnum. sem bar að hverju sinni. Ég á margar góðar minningar um vin minn Jón. Hann var mér góður þann tíma sem ég vann með honum og góður samstarfsfélagi i þeim málefnum. sem okkur var sameiginlega falið að leysa.

Það var mikill söknuður að missa Jón frá starfi þegar hann missti heilsuna fyrir nokkrum árum. Döddu. dætrunum Höllu og Brynhildi Hönnu og fjölskyldum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Megi guð vera þeim styrkur í þeirra miklu sorg. Jóni biðjum við blessunar i nýjum heimi.

Baldur Guðmundsson
---------------------------------------------------------

Hinn 22. nóvember lést i Vífilsstaðaspítala Jón L. Þórðarson, forstjóri frá Laugabóli, 70 ára að aldri. Jón var fæddur á Laugabóli i Norður-Ísafjarðarsýslu 21. ágúst 1907.
Foreldrar hans voru hinn landskunnu hjón Þórður Jónsson bóndi þar og kona hans. Halla Eyjólfsdóttir skáldkona. Jón ólst upp á Laugabóli við almenn sveitastörf jafnframt því sem hann bjó sig undir framhaldsnám.

Heimilið á Laugabóli  var um þær mundir fjölmennt og rómað menningarheimili. Árið 1924 innritaðist Jón í Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan brottfararprófi 1927 með ágætum vitnisburði. Að loknu námi i Verzlunarskólanum réðst hann til hins kunna brautryðjanda og athafamanns Ásgeirs Péturssonar og starfaði sem fulltrúi hans, innanlands og utan, næstu fimm árin. Komst Jón þar fyrst i kynni við síldveiðar og síldariðnað, en þeim atvinnuvegi helgaði hann einkum starfskrafta sina upp frá því.

Árið 1932 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra á Hjalteyri og settust ungu hjónin að á Siglufirði en Jón gerðist þá umboðsmaður Kveldúlfs h/f og fleiri útgerðarfyrirtækja. Hann var skipaður í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins árið 1934 og átti þar sæti í 11 ár, þar af eitt ár sem stjórnarformaður.

Vorið 1939 stofnaði Jón ásamt þeim Hafsteini Bergþórssyni útgerðarmanni og Jóhanni  Jósefssyni, alþingismanni, hlutafélagið Pólstjörnuna sem i fjölda ára var ein af stærstu og þekktustu síldarsöltunarstöðvum landsins. Var Jón alla tíð forstjóri  fyrirtækisins.

Jón L. Þórðarson var skipaður i Síldarútvegsnefnd og stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins árið 1947 og átti hann sæti i stjórnum þessara stofnana í rúman aldarfjórðung. Hann var formaður Síldarútvegsnefndar og stjórnar Tunnuverksmiðja ríkisins frá 1947- 1957 og eftir það lengst af varaformaður. Hann var um skeið formaðir Vinnuveitendafélags Siglufjarðar og Félags síldarsaltenda á Siglufirði.

Þá átti Jón og sæti i Fiskábyrgðarnefnd meðan hún starfaði. Hann tók virkan þátt i fjölmörgum samninga- og viðskiptanefndum á vegum íslenskra stjórnvalda og Síldarútvegsnefndar, bæði hér heima og erlendis. Öllum þessum störfum gegndi Jón L. Þórðarson af mikilli  samviskusemi og kostgæfni. enda var hann af öllum, sem til þekktu, viðurkenndur sem lipur og hygginn samningamaður.

Kynni okkar Jóns L. Þórðarsonar hófust er þau hjón settust að á Siglufirði. Voru þau tíðir og vélséðir gestir á æskuheimili mínu þar. Ég var þá ungur drengur. Enda þótt gestkvæmt hafi verið á gamla heiminu okkar víð Hvanneyrarbraut og langur tími liðinn síðan ég hvarf þaðan. er mér ennþá sérstaklega minnisstætt, hve miklir aufúsugestir hin ungu og glæsilegu hjón voru þar ætið. Sú vinátta, sem þá hófst milli okkar Jóns L. Þórðarsonar, hélst ætíð fölskvalaus.

Ekki óraði mig fyrir því, er ég fyrst kynntist Jóni, að við ættum eftir að starfa jafnmikið saman og raun varð á, en Jón var, eins og áður er sagt, kosinn í Síldarútvegsnefnd 1947, er ég hafði starfað þar skamma hríð. Þau Brynhildur og Jón fluttust búferlum til Reykjavíkur árið 1945 og á ég marga r og góðar endurminningar frá hinu fallega heimili þeirra á Hagamel 8, sem rómað var fyrir gestrisni og höfðingsskap eins og heimili þeirra á Siglufirði hafði einnig verið. Þó að lífsstarfi Jóns hafi einkum verið lengt síldveiðum og síldariðnaði átti hann fjölþætt áhugamál.

Ég geri ráð fyrir að tónlistina hafi borið þar hæst en hann var einnig mikill bókamaður og átti ágætt bókasafn. Þótti honum skemmtilegt að ræða um bækur. Jón L. Þórðarson var stjórnsamur og áreiðanlegur í hvívetna. Ég mun ætið minnast hans sem drengskaparmann s og góðs vinar. Við hjónin flytjum öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.

Gunnar Flóvenz.