Tengt Siglufirði
Jón Kristjánsson Lambanesi f. 21 apríl 1890 d. 27. júní 1969
Jón Kristjánsson Vélstjóri, Rafvélavirki, Fæddur 21. apríl
1890 í Syðstamó í Fljótum, í Skagafirði.
Lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 27. júní 1969 -
Jón var á Lambanesi, Holtssókn,
Skag. 1901. Vélstjóri á bátum á Siglufirði 1926. Rafstöðvarstjóri á Siglufirði 1930.
Eigin kona Jóns var Stefanía Guðrún Stefánsdóttir fædd
14.7 1890 á Siglunesi, Hvanneyrar hrepp, Eyjafjarðarsýslu og lifði til 1. maí 1936 og bjuggu þau hjónin við Hvanneyrabraut 25 Siglufirði.
Börn þeirra Jóns og
Stefaníu voru
Seinni kona Jóns á Ljósastöðinni var svo Anna Sigmundsdóttir ljósmóðir, fædd í Árbakka við Hofsósi, Skagafirði 25. júní 1913 og lifði til 4. september 1999
Heimild: Viðar Jóhannsson
-----------------------------------------------------
Jón Kristjánsson lauk námi í rafvélavirkjun í Danmörk. Tók svo aftur sambærilegt próf á íslensku eftir heimkomu til að fá fullgilt Íslensk
réttindi.
Faðir Jóns það er Kristján Jóhann Jónsson bóndi Lambanesi Fljótum Skagafirði var á sínum tíma, manna elstur allra manna á Íslandi. Hann
lést að verða 105 ára árið 1960
Jón var bátasmiður góður.
Smíðaði sína eigin trillu. Réri í sumarfríinu frá ljósastöðinni.
Hann hafði lítið verkstæði heima við þar sem hann var að sinna gæðaeftirliti á raftækjum fyrir JL verslunina sem frændi hans áttuvið enda Miklubrauta í Reykjavík.
Á verkstæðinu smíðaði Jón netanálar úr ali í mörgum stærðum sem voru seldar í veiðafæraverslunum um allt land.