Jón Daníelsson skipstjóri

Morgunblaðið - 06. ágúst 1976

Jón Daníelsson fyrrum skipstjóri í Siglufirði er 75 ára  í dag, 6. ágús 1976.

Jón Daníelsson, f. 6.8. 1901, d. 31.8. 1991, og Ástríður Jónsdóttir, f. 26.2. 1915, d. 2.6. 1962. Systur hans voru fjórar.
Þær

  • Ásta sem er búsett í Ameríku,
    Björk sem býr í Danmörk og
    Rúna og
    Eva, látnar.

Jón er fæddur á Hreppsendaá í Ólafsfirði, en þangað fluttust foreldrar hans, Daníel Rafn Bjarnason og kona hans Una Símonardóttir, vorið 1901, en fluttu nokkrum árum síðar að Reykjum f sömu sveit.

Jón Daníelsson - Ljósmynd Kristfinnur

Jón Daníelsson - Ljósmynd Kristfinnur

Þar ólst Jón Daníelsson upp í fögru umhverfi. Eru Jóni sérstaklega minnisstæðar hinar björtu vornætur í hinum unaðslega dal, þegar sólin hvarf aðeins bak við fjallstoppana stutta stund. í þessu umhverfi dvaldist hann öll sín uppvaxtarár, en árið 1920 fluttist öll fjölskyldan til Siglufjarðar.

Siglufjörður var starfsvettvangur Jóns í meir en þrjá áratugi en mestan þann tíma var hann skipstjóri á eigin skipum.

Árið 1930 stofnaði Jón sitt eigið heimili.
Kona hans var Ástríður Jónsdóttir og eignuðust þau fimm börn sem öll eru á lífi.

Þar með var Hartmann Jónsson (Manni)

Jón fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kópavogs árið 1954 og bjó þar þangað til árið 1965, en þrem árum fyrr missti hann konu sina sem hann tregaði mjög. Alla sína skipstjórnartið var Jón happasæll skiptsjórnarmaður, sem tókst furðu vel að sigla milli skers og báru. Sjálfsagt hefur návist hans við æðri máttarvöld verið hans leiðarljós, sem fylgt hefur honum og vísað á rétta leið, en um það er okkur vinum hans vel kunnugt.

Nú býr Jón að Grænukinn 9 og kann frá mörgu að segja frá þeim þremur aldarfjórðungum sem hann hefur lifað. Á þessum tímamótum í ævi Jóns, óska ég honum og hans fjölskyldu allra heilla í nútíð og framtíð. Jón verður að heiman á afmælisdaginn.

Góður kunningi. +(smá viðbót sk við textann)