Ásta Kristinsdóttir

Morgunblaðið - 24. ágúst 2012

Ásta Kristinsdóttir fæddist að Lindargötu 5 í Siglufirði 4. janúar 1924.
Hún lést 14. ágúst 2012.

Foreldrar hennar voru Ingiríður Áslaug Ásgrímsdóttir, f. 26.12. 1880, d. 27.12. 1946, og Kristinn Bessason, skipstjóri í Siglufirði, f. 25.12. 1888, d. 12.6. 1969.

Þeirra afkomendur voru:

Ástríður Kristinsdóttir, f. 5.9. 1918, d. 3.7. 1922. Georg Kristinsson. f. 11.9 1920, d. 16.5. 1945. Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 4.1. 1924, d. 1942. Ingiríður Áslaug var ung trúlofuð Sigurði Einarssyni og átti með honum tvö börn:
  • Magdalena, f. 6.7. 1910, d. 20.10. 1927.
  • Ragnar, f. 26.5 1912, d. 19.12. 1931, bæði ógift og barnlaus. 

Maður Ástu var Árni Indriði Vigfússon, f. 3.12. 1921, d. 23.7. 1995, vélvirki og sjómaður.
Ásta giftist Árna 22. nóvember 1946.

Ásta Kristinsdóttir

Ásta Kristinsdóttir

Börn þeirra og barnabörn eru:

Vala, f. 1972, maki Gunnar Kristinsson, f. 1965.
Börn:
  • Stefnir Húmi, f. 2009 og óskírð stúlka, f. 2012.
  • Árni, f. 1976, unnusta Nanna Helga Valfells, f. 1984,
  • Kolbrún, f. 1981.

Ásta, f. 1971, maki Ingvar Ragnarsson, f. 1972.
Barn:

Ásta starfaði á saumastofu og við síldarsöltun í Siglufirði. Síðan var hún heimavinnandi meðan börn hennar voru ung. Þegar hún fór aftur á vinnumarkað vann hún í fiskiðnaði og starfsferilinn endaði hún við þrif í gistiheimili hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Útför Ástu fer fram frá Innri Njarðvíkurkirkju í dag, 24. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Þegar ég leiði hugann að árunum frá æsku til fullorðinsára þá stendur upp úr hvað þú hafðir mikinn metnað fyrir hönd barnanna þinna. Það að vera snyrtilega til fara og bjóða af sér góðan þokka. Standa sig vel í leik og starfi. Þessu hef ég reynt að fylgja. Þér sé þökk, mín kæra móðir. Georg. Elsku mamma mín, nú ert þú farin til pabba við vitum að hann tekur vel á móti þér.

Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum þig, þú varst okkur alltaf svo góð og vildir allt fyrir okkur gera þú sagðir alltaf að þú ættir miklu barnaláni að fagna, þú vildir alltaf fylgjast með þínum börnum, barnabörnum og síðan líka barnabarnabörnum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti þá
auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að
minnast svo margt sem
um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr
heimi ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir og
lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)

Við þökkum þér, elsku mamma, fyrir allt sem þú varst okkur og biðjum góðan Guð að vaka yfir þér. Þín börn, Inga, Valdís, Hulda og Kristín.