Tengt Siglufirði
mbl.is 9. maí 2001 | Minningargreinar
Jóhannes Ásgrímsson fæddist á Karlsstöðum á Ólafsfirði 23. september
1911.
Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði að kvöldi 22. apríl síðastliðins.
Foreldrar hans voru Ásgrímur Þorgrímsson,
f. 7. september 1873 í Berghyl í Fljótum, d. 21. desember 1959, og Guðfinna Hólmfríður Steinsdóttir, f. 10. maí 1869 á Hrúthóli í Ólafsfirði, d. 15. mars 1957.
Systkini Jóhannesar voru
Hinn 9. október 1943 kvæntist Jóhannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrún Jóhanna Þorláksdóttir, f. 18. júní 1925 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Guðmundsson, f. 22. júlí 1894, d. 5. júní 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1897, d. 5. apríl 1963.
Jóhannes og Jóhanna eignuðust tvær dætur:
Jóhannes vann framan af bæði til sjós og lands. Hann var lögregluþjónn á Ólafsfirði og var síðar við verslunarstörf og síldarvinnu á Siglufirði. Árið 1959 hóf hann nám í húsasmíði hjá Gísla Þorsteinssyni og tók sveinspróf 1962. Varð síðar húsasmíðameistari og vann við smíðar fram til ársins 1987.
Útför Jóhannesar fór
fram í kyrrþey frá Innri-Njarðvíkurkirkju 30. apríl.
---------------------------------------------------------
Elsku pabbi minn. Ég vil kveðja þig með sálmi sem mér finnst einstaklega fallegur, og segir allt sem hjarta mitt þarf að segja.
(Vald. Briem.)
Megi kærleiksríkur faðmur Jesú Krists, friður hans og náð umvefja þig með dýrð sinni elsku pabbi minn.
Þín dóttir Guðrún.
-----------------------------------------------------
Elsku afi, ég er þakklátur fyrir samverustundir okkar í gegnum árin. Mér fannst alltaf gott að koma á heimili ykkar ömmu. Heimili ykkar var fyrir mig hvíldarstaður frá amstri hversdagsleikans. Alltaf góður tími til að spjalla saman um heima og geima og gera plön um framtíðina. Ekkert raskaði þessum stundum, þar var gott að hugsa upphátt og skiptast á skoðunum.
Ég er líka þakklátur fyrir þann virka áhuga sem þú hefur sýnt í gegnum tíðina og þann styrk sem þú og amma hafið veitt mér í áformum mínum.
Þú hefur kennt mér að vera staðfastur í áformum, að björgin kemur að innan, við verðum að standa við orð okkar, en jafnframt vera sveigjanleg í viðskiptum við annað fólk og standa saman.
Þú hefur kennt mér að lífið er of stutt til að eyða því í kyrrstöðu og að lærdóm sé hægt að draga af hverjum manni.
Hugur minn er hjá þér, afi, og ég á eftir að leita til þín um ókomin ár.
Ástarþakkir aftur fyrir samverustundirnar og hjálp þína.
Kveðja, Hörður.
--------------------------------------------------------
Að kvöldi 22. apríl hringdi hjá mér síminn og mér var tjáð að hann afi minn í Hveragerði væri dáinn. Ég brast í grát. Ég vildi ekki trúa því að þú, elsku afi minn, værir farinn, farinn frá mér. Það er mér huggun að innst inni veit ég að þér líður miklu betur eftir að þú fannst friðinn eftir löng og ströng veikindi.
Þú barðist eins og hetja við þennan andstyggilega sjúkdóm. Við systurnar fengum að vita að stundin nálgaðist en við náðum ekki að koma nógu fljótt til að kveðja þig. Ég kveð þig nú elsku afi minn og bið góðan Guð að vaka yfir ömmu og mömmu.
(Þórunn Sig.)
Þitt barnabarn, Guðbjörg Grétarsdóttir.
-------------------------------------------------------
Elsku langafi okkar er dáinn. Það var alltaf gaman að koma í Hveragerði til langafa og langömmu til að fá mjólk og kex eða bara leita að kanínum í garðinum. Við söknum langafa okkar en ætlum að halda áfram að gleðja langömmu og ömmu með heimsóknum í Hveragerði.
(Vald. Briem.)
Aníta Ósk og Bárður Sindri. Guðrún.