Jóhannes Pálmi Ásgrímsson

mbl.is 9. maí 2001 | Minningargreinar

Jóhannes Ásgrímsson fæddist á Karlsstöðum á Ólafsfirði 23. september 1911.
Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði að kvöldi 22. apríl síðastliðins.

Foreldrar hans voru Ásgrímur Þorgrímsson, f. 7. september 1873 í Berghyl í Fljótum, d. 21. desember 1959, og Guðfinna Hólmfríður Steinsdóttir, f. 10. maí 1869 á Hrúthóli í Ólafsfirði, d. 15. mars 1957.

Systkini Jóhannesar voru

 • Fróðný, f. 28. febrúar 1897, d. 22. júlí 1986,
 • Steinn Árni, f. 6. desember 1898, d. 8. maí 1976,
 • Guðrún Mundína, f. 24. maí 1901, d. 31. júlí 1902,
 • Þorgrímur Gunnar, f. 1. júní 1903, d. 11. desember 1981,
 • Sæmundsína, f. 8. október 1906, d. 12. október 1906, og
 • Sæmundur f. 30. maí 1908, d. 23. september 1981.

Hinn 9. október 1943 kvæntist Jóhannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrún Jóhanna Þorláksdóttir, f. 18. júní 1925 á Siglufirði.

Jóhannes Ásgrímsson - Ljósmynd Kristfinnur

Jóhannes Ásgrímsson - Ljósmynd Kristfinnur

Foreldrar hennar voru Þorlákur Guðmundsson, f. 22. júlí 1894, d. 5. júní 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1897, d. 5. apríl 1963.

Jóhannes og Jóhanna eignuðust tvær dætur:

1) Guðrún Þórlaug, f. 18. júní 1943, maki Hafsteinn Alfreðsson,
hún eignaðist fjóra syni,
 • Jóhannes Snævar Harðarson hársnyrtimeistara, f. 24. maí 1965,
 • Hörð Snævar Harðarson barnalækni, f. 21. júní 1966,
 • Eirík Hafberg Sigurjónsson mannfræðing, f. 15. janúar 1971, og
 • Kristján Reykdal Sigurjónsson vélstjóra, f. 6. mars 1974.
2) Guðfinna Ása, f. 7. mars 1946,
börn hennar eru
 • Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, f. 11. janúar 1967,
 • Guðrún Þórlaug Grétarsdóttir, f. 11. desember 1968,
 • Eydís Grétarsdóttir, f. 2. apríl 1971, og Guðbjörg
 • Guðný Grétarsdóttir, f. 28. mars 1975.

  Jóhannes átti 18 barnabarnabörn.

Jóhannes vann framan af bæði til sjós og lands. Hann var lögregluþjónn á Ólafsfirði og var síðar við verslunarstörf og síldarvinnu á Siglufirði. Árið 1959 hóf hann nám í húsasmíði hjá Gísla Þorsteinssyni og tók sveinspróf 1962. Varð síðar húsasmíðameistari og vann við smíðar fram til ársins 1987.

Útför Jóhannesar fór fram í kyrrþey frá Innri-Njarðvíkurkirkju 30. apríl.
---------------------------------------------------------

 • Far þú í friði, friður
 • Guðs þig blessi,
 • hafðu þökk fyrir allt
 • og allt.
  (Vald. Briem.)

Elsku pabbi minn. Ég vil kveðja þig með sálmi sem mér finnst einstaklega fallegur, og segir allt sem hjarta mitt þarf að segja.

 • Hve oft er mannsins æfi braut,
 • sem eyðimörkin stranga,
 • en sigruð verður sérhver þraut,
 • þótt sýnist illa ganga.

 • Því hvar og hvert þú fer
 • er herrann Guð hjá þér.
 • Hve vel er staddur sérhver sá
 • er sínum Guði er staddur hjá.

 • Og þó að daglegt bresti brauð
 • það bætt hinn ríki getur,
 • hann veitir líka æðri auð,
 • er öllu reynist betur.

 • Það lífsins lind er tær
 • og lífsins aldin skær.
 • Hve vel er staddur sífellt sá,
 • er sjálfur Guð er staddur hjá.

 • Sjá drottinn aumkvast yfir þig
 • er átt í kjörum ströngum.
 • Og þótt þú gangir þröngan stig,
 • á þrautavegi löngum,

 • mun drottins hjálparhönd
 • þó hressa líf og önd.
 • Og hvar þú ert og hvert þú fer,
 • mun herrann Jesú fylgja þér.

(Vald. Briem.)

Megi kærleiksríkur faðmur Jesú Krists, friður hans og náð umvefja þig með dýrð sinni elsku pabbi minn.

Þín dóttir Guðrún.
-----------------------------------------------------

Elsku afi, ég er þakklátur fyrir samverustundir okkar í gegnum árin. Mér fannst alltaf gott að koma á heimili ykkar ömmu. Heimili ykkar var fyrir mig hvíldarstaður frá amstri hversdagsleikans. Alltaf góður tími til að spjalla saman um heima og geima og gera plön um framtíðina. Ekkert raskaði þessum stundum, þar var gott að hugsa upphátt og skiptast á skoðunum.

Ég er líka þakklátur fyrir þann virka áhuga sem þú hefur sýnt í gegnum tíðina og þann styrk sem þú og amma hafið veitt mér í áformum mínum.

Þú hefur kennt mér að vera staðfastur í áformum, að björgin kemur að innan, við verðum að standa við orð okkar, en jafnframt vera sveigjanleg í viðskiptum við annað fólk og standa saman.

Þú hefur kennt mér að lífið er of stutt til að eyða því í kyrrstöðu og að lærdóm sé hægt að draga af hverjum manni.

Hugur minn er hjá þér, afi, og ég á eftir að leita til þín um ókomin ár.

Ástarþakkir aftur fyrir samverustundirnar og hjálp þína.

Kveðja, Hörður.
--------------------------------------------------------

Að kvöldi 22. apríl hringdi hjá mér síminn og mér var tjáð að hann afi minn í Hveragerði væri dáinn. Ég brast í grát. Ég vildi ekki trúa því að þú, elsku afi minn, værir farinn, farinn frá mér. Það er mér huggun að innst inni veit ég að þér líður miklu betur eftir að þú fannst friðinn eftir löng og ströng veikindi.

Þú barðist eins og hetja við þennan andstyggilega sjúkdóm. Við systurnar fengum að vita að stundin nálgaðist en við náðum ekki að koma nógu fljótt til að kveðja þig. Ég kveð þig nú elsku afi minn og bið góðan Guð að vaka yfir ömmu og mömmu.

 • Ég sendi þér kæra kveðju,
 • nú komin er lífsins nótt.
 • Þig umvefji blessun og bænir,
 • ég bið að þú sofir rótt.

 • Þó svíði sorg mitt hjarta,
 • þá sælt er að vita af því.
 • Þú laus ert úr veikinda viðjum,
 • þín veröld er björt á ný.

 • Ég þakka þau ár sem ég átti,
 • þá auðnu að hafa þig hér.
 • Og það er svo margt að minnast,
 • svo margt sem um hug minn fer.

 • Þó þú sért horfin úr heimi,
 • ég hitti þig ekki um hríð.
 • Þín minning er ljós sem lifir
 • og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sig.)

Þitt barnabarn, Guðbjörg Grétarsdóttir.
-------------------------------------------------------

Elsku langafi okkar er dáinn. Það var alltaf gaman að koma í Hveragerði til langafa og langömmu til að fá mjólk og kex eða bara leita að kanínum í garðinum. Við söknum langafa okkar en ætlum að halda áfram að gleðja langömmu og ömmu með heimsóknum í Hveragerði.

 • Far þú í friði,
 • friður Guðs þig blessi,
 • hafðu þökk fyrir
 • allt og allt.

(Vald. Briem.)

Aníta Ósk og Bárður Sindri. Guðrún.