Tengt Siglufirði
Alfred Möller Fæddur 30. desember 1909 - Dáinn 10. janúar 1994
Þessar ljóðlínur duttu mér í hug við fráfall tengdaföður míns hins mæta manns Alfreds Möllers.
Alfred Möller var fæddur í Miðhúsum í Óslandshlíð í Skagafirði, sonur Jónu Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur og Christians Ludvigs Möller, verslunarmanns og lögregluþjóns
á Siglufirði.
Hann var elstur átta barna þeirra hjóna. Alfred kvæntist 16. október 1937 Friðnýju S. Baldvinsdóttur frá Stóra Eyrarlandi við Akureyri.
Þeim varð 6 barna auðið, þau eru
Afabörnin eru 15 og langafabörnin 23.
Okkar fyrstu kynni voru þau, þegar dóttir hans, núverandi eiginkona mín Gígja kynnti mig, sem unnusta sinn, en þá
sagði Alfred:
„Ég hef aldrei ráðið neitt við stelpuna, og ég býst við að þú gerir það ekki heldur."
Þannig kom hann fram, fullur af hreinskilni alla
tíð, hreinskilni sem var blönduð skemmtilegri kímnigáfu.
Þegar lítið er yfir farinn veg, er margs að minnast. Ánægjustundir á heimili þeirra hjóna, Friðnýjar
og Alfreds. Þegar fjölskyldan kom saman tók Friðný fram „mandólínið", börnin sín hljóðfæri, og lagið var tekið. Hjá þeim hjónum var gestrisni og hjartahlýja
í fyrirrúmi, sem yljaði okkur sem þar bar að garði.
Alfred var bóngóður maður, er vildi leysa hvers manns vanda er til hans leitaði, en vildi sem minnst um það tala. Alfred var félagslyndur maður og nutu mörg félög krafta hans. Hann var völundur til handa, svo sem margir gripir bera vitni um, svo sem Atlastöngin og Alfreðs-stöngin, sem hann gerói og gaf sem verðlaunagripi fyrir sjómannadaginn.
Friðný lést 22. apríl 1988, og var það mikið áfall fyrir Alfred og fjölskylduna. Má segja að hann hafi ekki verið samur maður eftir. Börnin og fjölskyldur þeirra, reyndu að létta honum missinn, eins og hægt var, en ljósið í lífi hans var slokknað.
Ég vil fyrir hönd tengdabarna Alfreds og Friðnýjar þakka fyrir samfylgdina og allt sem þau gáfu okkur.
Halldór Hallgrímsson.
--------------------------------------------------
Dagblaðið Vísir - DV - Helgarblað 30.12.1989
Við viljum með nokkrum orðum minnast afa okkar, Alfreðs Möller, sem lést 10. janúar sl., 84 ára að aldri. Allt frá því að amma okkar, Friðný S. Baldvinsdóttir, lést í apríl 1988, hefur afi viljað komast til hennar og nú hefur hann fengið ósk sína uppfyllta. Afi átti erfitt með að tjá tilfinningar sínar en við vissum og fundum þá að missir afa var mikill, því upp frá því var eins og lífsljós hans færi að dofna. Nú eru þau, afi og amma, loks saman á ný.
Afi hefur í gegnum árin fylgst vel með okkur afabörnunum. Hann var ef til vill ekki mikill barnakarl en hafði þó áhuga á flestu sem við krakkarnir tókum okkur fyrir hendur. Hann fylgdist með okkur í leik og starfi og nú seinustu árin hafði hann sérstaka ánægju af því að fylgjast með yngstu börnunum og langafabörnunum. Afi vildi gjarnan hafa fjölskylduna í kringum sig. Við sem eldri erum munum eftir fjölskylduútilegunum þar sem hljóðfærin voru dregin fram og mikið sungið, en söngurinn var einmitt eitt af áhugamálum afa okkar.
Öll munum við skemmtilegar stundir á heimili afa og ömmu en þangað var alltaf gott að koma. Afi fylgdist alla tíð vel með öllum tækninýjungum og var fljótur að tileinka sér þær. Hann var t.d. kominn á níræðisaldur þegar hann festi kaup á gervihnattadiski og stytti það honum stundir síðustu árin.
Afabörn.
--------------------------------------------------------
Alfred Möller, fyrrv. forstjóri, Furulundi 11A, Akureyri, er áttræður í dag.
Alfred er fæddur í Miðhúsum í Óslandshlíð í Skagafirði, en alinn upp á Siglufirði. Eftir barnaskólanám á Siglufirði fer hann að vinna hjá Síldarverkun ríkisins.
Árið 1937 flytur hann til Akureyrar og hefur nám í
vélsmíði og rennismíði hjá Vélsmiðjunni Odda hf. og í Iðnskóla Akureyrar.
Að námi loknu 1942 stofnar hann ásamt öðrum Véla- og plötusmiðjuna
Atla hf. og vann þar til ársins 1985.
Alfred starfaði mikið að félagsmálum járniðnaðarmanna og var m.a. gjaldkeri í Iðnaðarmannafélagi Akureyrar í 25 ár.
Á meðan hann var á Siglufirði tók hann virkan þátt í leik- og söngstarfsemi, söng með karlakórnum Vísi í mörg ár. Ennfremur söng hann í fleiri ár með Karlakórnum Geysi á Akureyri. Alfred sat í stjórn fleiri fyrirtækja á Akureyri.
Alfred kvæntist þann 16.10.1937 Friðnýju Sigurjónu Baldvinsdóttur húsmóður,
f. 16.20.1918, d. 22.4.1988.
Foreldrar hennar voru Baldvin Benediktsson og Kristín Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Stóra Eyrarlandi við Akureyri.
Börn Alfreds og Friðnýjar
eru:
Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin eru 17.
Systkini Alfreds:
Foreldrar Alfreds voru Christian Ludvig Möller, f. 5.4.1887, d. 11.8. 1946, verslunarmaður og lögregluþjónn, og Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, f. 18.3.1885, d. 6.2.1972.
Christian var sonur Jóhanns Georgs Möller, verslunarstjóra á Blönduósi, sonur Christian Ludvig Möller, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur Norðfjörð.
Móðir Christians var Katrína Alvilda María Thomsen, dóttir Williams Thomsen, Nicolaj Henrich Thomsen, skipstjóra og kaupmanns í Haderslev. Móðir Williams var Cathrine Margrefhe Christensen.
Móðir Katrínu var Ane Margrethe Knudsen, dóttir Lauritz Michael Knudsen, og Margrethe Andreu Hölter. Jóna Sigurbjörg, móðir Alfreds, var dóttir Rögnvalds, b. í Miðhúsum í Óslandshlíð í Skagafirði, Jónssonar, b. að Arnarstöðum í Sléttuhlíð, Jónssonar.
Móðir Rögnvaldar var Gunnhildur Hallgrímsdóttir. Móðir Jónu Sigurbjargar var Alfred Möller. Steinunn Helga Jónsdóttir, b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, Hallssonar, b. í Tungu, Þorkelssonar.
Móðir Jóns var Ingunn Þorgeirsdóttir.
Móðir Steinunnar Helgu var Sigurbjörg Indriðadóttir, b. á Ljótsstöðum, Jónssonar, og Ingibjargar Helgadóttur. Alfreð tekur á móti gestum í Húsi aldraðra, Lundargötu 7 á Akureyri, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17.