Ólafur Ragnars kaupmaður - Ólafur Ragnarsson - Óli Ragnars

Morgunblaðið - 24. september 1985  Minning:

Ólafur R. Ragnars kaupmaður á Siglufirði. Fæddur 27. apríl 1909 Dáinn 6. september 1985

Í dag verður jarðsunginn Ólafur Ragnars, traustur drengskaparmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Ólafur var sonur þeirra merkishjóna Ragnars Ólafssonar kaupmanns og ræðismanns á Akureyri og Guðrúnar Ólafsson, sem fædd var Johnsen.
Ragnar var umsvifamesti athafna- og kaupsýslumaður norðanlands á sinni tíð.
Þau hjón áttu 11 börn og komust 10 þeirra til fullorðinsára, 6 synir og 4 dætur, og er Ólafur fjórða í röðinni.

Æskuheimili Ólafs Ragars, stóð í hjarta bæjarins og hefur því áður verið lýst á prenti hver höfðingsbragur var þar á öllu.
Það var ekki að undra þótt Ólafur Ragnars hneigðist til kaupmennsku en að loknu námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1926 stundaði hann nám í Verzlunarskóla Íslands og síðan hálft annað ár í Lundúnum.

Ólafur Ragnars - ljósmyndari ókunnur

Ólafur Ragnars - ljósmyndari ókunnur

Hann var því vel búinn undir að takast á hendur kaupmennsku og atvinnurekstur þegar hann settist að á Siglufirði 1932 en þar rak hann byggingavöruverslun og var umsvifamikill síldarsaltandi á blómaskeiði síldarútgerðar þar. Þeir sem gerst þekkja til rekstrar hans bera honum þá sögu að hann hafi verið sérstaklega heiðarlegur og orðheldinn.

Tvö kjörtímabil, árin 1950—'58, var Ólafur bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Siglufirði og þótti gott að eiga við hann samstarf. Þá sat hann lengi í stjórn Vinnuveitendasambands Siglufjarðar og var formaður þess um árabil, svo og stjórnarmaður og um tíma formaður í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar. Vararæðismaður Svía var Ólafur hin síðari ár sín á Siglufirði.

Eftir að forsendur atvinnulífs á Siglufirði höfðu breyst flutti Ólafur árið 1964 til Reykjavíkur og gegndi trúnaðarstarfi á skrifstofu bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir er hann stóð á sjötugu. Allra síðustu árin átti hann við erfiða heilsu að stríða. 1 einkalífi sínu eins og í starfi var Ólafur mjög farsæll.

Hann kvæntist 16. maí 1936 Ágústu Ágústsdóttur J. Johnson bankaféhirðis í Reykjavík og fyrri konu hans, Guðrúnar Tómasdóttur Johnson, mikilli mannkostakonu. Hún var honum svo einstök eiginkona að varla verður með orðum lýst, frábær húsmóðir, listræn með afbrigðum sem gaf heimili þeirra þann ljúfa blæ sem margir þekkja.

Ólafur og Ágústa eignuðust fjögur börn:

  • Ragnar Friðrik Ólafsson f. 1937, sem lést í flugslysi skömmu eftir að hann hafði hafið nám í læknisfræði við Háskóla Íslands,

  • Gunnar Sverri Ólafsson, f. 1938, viðskiptafræðing og forstjóra Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri, nú kvæntan Guðríði Eiríksdóttur,

  • Karl Ágúst f. 1941, verkfræðing og forstöðumann Jarðborana ríkisins, kvæntan Emilíu Jónsdóttur, 

  • Guðrúnu f. 1953, hjúkrunarfræðing, gifta Jens Helgasyni.

Barnabörnin eru orðin 10 talsins og langafa börnin tvö. Hafa þau systkinin getið sér hið besta orð. Hlýhugur streymir nú til þeirra allra frá vandamönnum og vinum. Þeir sem kynntust Ólafi minnast nú með þakklátum huga hve viðmótsþýður, sanngjarn og traustur hann var — og vilja hans til að leggja aðeins gott eitt til mála verður lengi minnst.

Ragna og Ólafur Egilsson.
-------------------------------------------------------

Kveðja frá barnabörnum Þann 6. september sl. lést afi okkar, Ólafur Ragnars, í Landakotsspítala eftir rúmlega 3ja mánaða legu. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 24. september.

Elskulegur afi okkar er dáinn. Við viljum kveðja hann með örfáum orðum og þakka honum fyrir allar þær góðu stundir, sem hann átti með okkur. Við eldri barnabörnin munum eftir honum frá því við vorum að heimsækja afa og ömmu til Siglufjarðar, en þau sem yngri eru muna eftir afa á Fálkagötu og þau skilja ekki að nú sé afi á Fálkagötu farinn, þau vita aðeins að nú líður afa vel hjá Guði.

Afi okkar var góður og elskulegur maður, sem okkur þótti öllum svo innilega vænt um, og við biðjum góðan Guð að vernda hann og varðveita í nýjum heimkynnum. Guð styrki ömmu Ágústu sem var hans stoð í erfiðum veikindum. Við munum varðveita minningu afa í hugum okkar og kveðjum hann með ljóðlínum, sem hann hélt mikið uppá. Þó að fornu björgin brotni bili himinn og þorni upp mar, allar soltni sólirnar, aldrei deyr, þótt alt um þrotni, endurminning þess sem  var.
(Gr.T.).
----------------------------------------

Siglfirðingur - 15. maí 1959

Hinn 27. apríl sl. átti einn af mætustu borgurum þessa bæjar, Ólafur Ragnars, fimmtugsafmæli. Hann ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum, en þau voru frú Guðrún Johnson og Ragnar Ólafsson, hinn alþekkti dugnaðar og athafnamaður. Ólafur stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri, snéri sér síðan á svið verslunar  og viðskiptamála og nam þau fræði bæði hérlendis og erlendis.

Hann fluttist hingað til bæjarins árið 1932 og setti á stofn ásamt Einari Jóhannssyni, húsasmíðameistara, verslun með byggingarvörum. Verslun þessa ráku þeir félagar í nokkur ár, uns Ólafur keypti hluta Einars og hefur síðan rekið hana einn. Ólafur hefur haft mikil afskipti af opinberum málum. Hann hefur átt sæti í bæjarstjórn, fyrst sem varafulltrúi og síðar aðalfulltrúi, og auk þess setið í mörgum nefndum.

Formaður félags Sjálfstæðismanna var hann um skeið og nú síðustu árin formaður fulltrúaráðs félaganna. Ólafur er hæglátur og athugull maður, fastur á sínum skoðunum og drengur góður. Siglfirðingur þakkar Ólafi fyrir góðan stuðning við blaðið og vel unnin störf í þágu Sjálfstæðisflokksins og árnar honum og fjölskyldu hans, á þessum tímamótum, velfarnaðar á komandi árum.
-------------------------------------------------------

Morgunblaðið - 28. apríl 1959

Ólafur Ragnars kaupmaður Siglufirði 50 ára

Ég VERÐ að játa það, að mér finnst það komið nokkuð útí öfgar hjá okkur íslenskum að „koma fólki í blöðin" ef svo mætti til orða taka. Hins vegar er það nú svo, að þegar ekki er aðstaða til að rétta góðum vini hönd, vegna fjarlægðar, þá er leitað til blaðanna um aðstoð — og þökk sé þeim fyrir hana. — Maðurinn, sem mig langar til að senda kveðju er Ólafur Ragnars kaupmaður og síldarsaltandi á Siglufirði, en hann varð 50 ára í gær, 27. apríl. —

Með sanni má segja, að breyttir séu tímar á Íslandi, þegar stigið er yfir fimmta tuginn nú eða fyrir hálfri öld síðan eða svo. Gamalt fólk, sem nú er lifandi og komst yfir aldamótin, erfiðiðið, ömuleikann og sjúkdómana,  man tímana tvenna. Nú er það tæpast í frásögur færandi þó fólk verði fimmtugt, sé í fullu fjöri með fulla starfsorku og láti ekki á sjá líkamlega eða andlega. — Já, mikill er sá munur. —

Mér datt í hug, þegar ég hitti vin minn Ólaf Ragnars á dögunum hérna fyrir sunnan, en hann var þá í óða önn að ráða til sín síldarstúlkur, og undirbúa fyrir næstu síldarhrotu á Siglufirði á sumri komandi. Ólafur Ragnars er af góðu fólki. Foreldrar hans voru þau merku hjón Guðrún og Ragnar Ólafsson konsúll á Akureyri. Ragnar lést 1928, en móðir Ólafs frú Guðrún býr á Akureyri. Kunnugir hafa sagt mér, að höfuðborg Norðurlands myndi ekki bera þann svip er hún ber í dag hefði Ragnar ekki slitið sínum starfskröftum þar við hlið sinnar góðu konu — og þó voru börnin ellefu er þau hjón eignuðust.

Æskustöðvar Ólafs voru því á Akureyri og þar stundaði hann nám í gagnfræðaskólanum, en að afloknu prófi fór hann til framhaldsnáms í Englandi og lagði þar stund á verslunarfræði. — Skömmu eftir andlát föður síns, fluttist Ólafur til Siglufjarðar eða árið 1932 og stofnsetti þar fyrirtæki ásamt bróður sínum Agli og ráku þeir saman síldarverkun og kolaverslun um árabil. Þeir slitu félagi sínu og stofnsetti þá Ólafur byggingavöruverslun ásamt Einari Jóhannssyni byggingarmeistara frá Akureyri, sem starfrækt er enn í dag á Siglufirði undir nafninu „Einco" — Ólafur er nú einn eigandi að þessu fyrirtæki og þótt oft hafi verið örðugt um rekstur og samkeppni hörð, stendur verslun Ólafs föstum fótum og nýtur trausts allra sem við hana hafa skipt og skipt.

Nær aldarfjórðung hefir Ólafur haft með höndum og rekið sjálfstæða síldarsöltun á Siglufirði — og gerir enn af fullum krafti. Hjá honum er ekkert lát á framkvæmdum — þó silfurfiskurinn hafi verið óþægur við hann eins og fleiri fyrir norðan.. Ólafur er mikill Sjálfstæðismaður og hefir ekki getað skotið sér undan því að starfa fyrir sinn flokk. Hann hefir setið í bæjarstjórn Siglufjarðar, bæði sem aðalmaður og varamaður um 7 ára skeið, starfað í fjölmörgum nefndum bæjarstjórnar og látið málefni byggðarlagsins til sín taka.

Varamaður hefir hann verið í Síldarútvegsnefnd og setið í stjórn Vinnuveitendafélags Siglufjarðar, svo að ég rifji upp, það er ég man í svipinn. Ég er búinn að þekkja Ólaf Ragnars mörg ár og fáa drengi hefi ég hitt á lífsleiðinni, sem hafa verið jafn tryggir og traustir sem hann — þó er hann ekki mannblendinn — fer sínar eigin leiðir, en með stakri gætni. Norður á Siglufirði á Ólafur fallegt heimili, mannvænleg börn og góða konu.

Hann er kvæntur Ágústu Johnson frá Reykjavik dóttur Ágústs Johnsen bankagjaldkera og konu hans Guðrúnar, sem bæði eru látin. Á þessum heiðursdegi vinar míns, sendi ég honum, konu hans og börnum bestu kveðjur frá mér og fjölskyldu minni og óska honum langra og farsælla starfsdaga við bæjarmál, síld og timbur. —

Sandgerði 27. apríl 1959 Björn Dúason.
----------------------------------------------------------

Íslendingur - 16. tölublað (01.05.1959)

Ólafur Ragnars fimmtugur

ÓLAFUR RAGNARS, kaupmaður á Siglufirði varð fimmtugur þ. 27. fyrra mán. firði og gegnt þar mörgum trúnaðarstörfum. Til margra ára hefir hann verið þar einn af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins, átt sæti í bæjarstjórn, verið í stjórn síldarverksmiðjunnar „Rauðku", varamaður í Síldarútvegsnefnd, Hann er fæddur hér í bænum,' og setið þar marga fundi, í fullsonur hinna landskunnu hjóna  trúnaðarráði Brunabótafélags Íslands, frú Guðrúnar og RagnarsÓlafsson svo eitthvað sé nefnt.

Í heimahúsum ólst Ólafur upp alls staðar reynst hinn nýtasti við rausn og myndarskap og hlaut maður, enda tillögugóður og að þar í alla staði góðan undirbúning gætinn. fyrir lífsbaráttuna. Eftir gagnfræðanám stundaði Ólafur verslunarnám í Englandi, og hófsíðan sem búið hefir manni sínum og Ólafur er kvæntur Ágústu Johnson, hinni mætustu konu, sjálfstæðan verslunarrekstur á Siglufirði árið 1932.

Þar hefir hann síðan rekið all-umfangsmikla verslun og síldarsöltun. Í öllum viðskiptum hefir hann reynst hinn traustasti eins og hann á ætt til. Ólafur Ragnars hefir haft mikil afskipti af félagsmálum á Siglufirði. Ólafur Ragnars er vinsæll maður og hefir því áreiðanlega fengið margar hlýjar kveðjur þann 27. sl. Ég þakka honum góð kynni og óska honum og fjölskyldu hans farsældar á komandi árum.

Jónas G. Rafnar