Jóna Möller Siglufirði

Morgunblaðið - 16.02.1972

Jóna Möller Siglufirði. F. 18. mars 1885. D. 6. febr. 1972.

GÓÐ kona og gagnmerk, sem lifað hefur langan ævidag hér í Siglufirði, og sett svip sinn á staðbundna samtíð, er látin, gengur á fund þeirra framtíðar, sem öllum er boðuð og búin.

Jóna Sigurbjörg Möller var fædd að Þrastarstöðum á Höfðaströnd 18. mars 1885.
Foreldrar hennar voru Rögnvaldur, síðar bóndi í Miðhúsum í Óslandshlíð Jónssonar bónda á Brúnastöðum í Fljótum, og Gunnhildur Hallgrímsdóttir, sem var afkomandi Þorláks Hallgrímssonar bónda á Skriðu í Hörgárdal.

Kona Rögnvaldar og móðir Jónu var Steinunn Jónsdóttir Hallssonar bónda á - Hugljótsstöðum á Höfðaströnd. Er ætt þessi í Svalbarðsströnd  og úr Fjörðum og komin í beinan karllegg af Þorkeli Þórðarsyni prests á Þönglabakka.

Jóna Möller- ókunnur ljósmyndari

Jóna Möller- ókunnur ljósmyndari

Jóna stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1908. Árið 1912 giftist Jóna Kristjáni Möller, syni Jóhanns Möllers, er lengi var kaupmaður á Blönduósi og konu hans, Alvildu.
Settust þau fyrst að á Akureyri, þar sem Kristján vann að verslunarstörfum, en fluttust til Siglufjarðar árið 1914.

Kristján L. Möller lést 11. ágúst 1946.
Kristján L. Möller var lengst af yfirlögregluþjónn í Siglufirði og var mjög rómaður i því starfi fyrir sérstaka ljúfmennsku og samviskusemi. Hann tók virkan þátt í margháttuðu menningar og félagsmálastarfi hér í Siglufirði, var m.a. einn af stofnendum Karlakórsina Vísis, einsöngvari með kórnum um langan aldur og að lokum heiðursfélagi hans.

Naut Kristján tilsagnar sem einsöngvari, bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn, og söng víða um land, m. a. sem einsöngvar með Karlakórum Vísi, sem fyrr segir.

Þau Jóna og Kristján eignuðust átta börn:

Frú Jóna bjó eiginmanni símum og börmum gott og smekklegt heimili og reyndist í hvívetna farsæl og kærleiksrík húsmóðir á sínu fjölmenna heimili. Hún tók ásamt manni sínum virkan þátt í félagslífi Siglfirðinga á umbrota- og framfaratíma, sem grundvallaðist á þeim merka kafla í atvinnusögu þjóðarinnar, sem kallaður hefur verið „síldarævintýrið", og varð með öðru fjárhagslegur grundvöllur þeirrar tækni- og iðnvæðingar þjóðarinmar, er skóp velferðarþjóðfélag dagsins í dag, þótt þeir sem nú njóta ávaxtanna gleymi oftar en skyldi sögulegu hlutverki Siglufjarðar í efnahagslegu sjálfstæði landsins.

Frú Jóna Möller var í hópi duglegustu starfskrafta Kvenfélagsins Vonar, sem hér hefur mörgu góðu til leiðar komið, og rekur enn dagheimili fyrir börn siglfirskra húsmæðra, sem nú sem fyrr vina í ríkara mæli þjóðnytjastörf utan heimilis en víða annars staðar, þó að af sé sá tími, er staðin var nótt með degi við vinnslu silfurfisksins. Hún var og kjörin heiðursfélagi Kvenfélagsins Vonar af starfssystrum sínum þar.

Það er margs að minnast og margt að þakka þegar kvaddur er góður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem með störfum sínum, samviskusemi og dugnaði, gerði Ísland að öðru landi og betra en áður, og skóp niðjum sínum framtíð möguleika í námi og starfi. Og allir Siglfirðingar kveðja frú Jónu Möller einlægum vinarhuga og biðja henni til hamda þeirrar tilvistar, sem hún hefur unnið til, og trúarvonir okkar gefa fyrirheit um.

Stefán Friðbjarnarson