Ottó Jóakimsson

Ottó Jóakimsson, Túngötu 20,Siglufirði, andaðist í Landsspítalanum i Reykjavik 28. september 1973. 

Suður leitaði hann síðla hausts i þeirri von og trú, að sérfræðingar hér gætu bætt líðan hans og lengt líf hans, en það fór á annan veg. Þrátt fyrir snilli handa og hugar, vísindi og tækni, hné hann i valinn á besta aldri.

Ottó Jóakimsson fæddist á Siglufirði 15. maí 1915.
Foreldrar hans voru Jóakim Meyvantsson og Ólina Ólafsdóttir, dugmikil sæmdarhjón. Þau lifðu mikla breytingatíma á Siglufirði og tóku virkan þátt i þeirri uppbyggingu, sem átti sér stað þar á fyrra helmingi þessarar aldar. Þau byggðu sér snoturt hús á brekkunni, og blasti það við Aðalgötunni, en stóð að nokkru i skjóli kirkjunnar.

Ottó Jóakimsson

Ottó Jóakimsson

Í þessu húsi ólust upp börn Ólinu og Jóakims, er upp komust, en þau voru:

 • Hildigunnur Jóakims,
 • Ottó Jóakims,
 • Bergþóra Jóakims,
 • Ægir Jóakims,
 • Ólafur Jóakims og
 • Maria Jóakims,
  en tvö ung börn misstu þau. 

Samheldni fjölskyldunnar var mikil, þar ríkti jafnan glaðværð og góðvild i annarra garð. Að því kom þó, að börnin fluttu að heiman, öll nema Ægir, sem bjó jafnan með foreldrum sinum meðan þau lifðu.

Jóakim Meyvantsson andaðist 1945 en frú Ólina Ólafsdóttir 4. apríl 1966. Ottó Jóakimsson fæddist eins og fyrr segir 15. maí 1915 — hann var því sannkallað vorsins barn.

Hann var ekki gamall, þegar hann batt á sig fyrstu skíðin og lagði á brattann. Brátt varð hann meðal snjöllustu skoðananna Siglufjarðar. Einnig stundaði hann aðrar íþróttir. Ottó Jóakimsson var vel vaxinn, herðabreiður stæltur og sterkur.

Ég minnist þess nú, að oft var til Ottós leitað, þegar senda þurfti án tafar leitarflokka um grunn og fjörur, fjöll og dali Siglufjarðar og næsta nágrennis, ef nauðleit þurfti að gera að mönnum, skepnum eða bátum. Þessar ferðir voru jafnan farnar við slæm skilyrði, svellbungur, fannfergi og brimlöður.

Þessum leitarflokkum veitti oft forustu Jóhann Þorfinnsson, lögregluþjónn á Siglufirði, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þeir voru systrasynir Ottó og Jóhann. Báðir áttu þeir til að bera dirfsku og karlmennsku.

Ottó Jóakimsson átti þátt i stofnun ,,Losunar og lestunarfélags Siglufjarðar". — Ég hygg, að það hafi verið fyrsta félag sinnar tegundar á Íslandi. Eins og nafnið gefur til kynna, annaðist félagið upp- og útskipun allra vara, er um Siglufjarðarhöfn fóru. Meðlimir þessara samtaka voru oft fengnir til að vinna sams konar störf á öðrum höfn um. Þótti það gefast vel og flýtti för flutningaskipa. Þessi hópur var óvenjulega samstilltur. Afköst þeirra manna, er hann sköpuðu, voru einstök.

Allt var unnið i ákvæðisvinnu — þar var aldrei litið á klukku, og mér er nær að halda, að stundum hafi vinnustundafjöldinn á dag tvöfaldast á við það, sem lögboðið er nú. Því minnist ég á þetta hér, að nýlega sagði mér maður, er vann á skólaárum sinum hjá Losunar- og lestunarfélagi Siglufjarðar, að Ottó Jóakimsson hafi borið af I þeim hópi hvað snerti afköst og framkomu alla.

Prúðmennska hans og trúmennska sagði alls staðar til sin og voru einkennandi fyrir hann i leik og starfi. Ottó Jóakimsson var gæfumaður. Hann átti góða foreldra og ólst upp i stórum og samstilltum systkinahópi.

Þann 6. desember 1941 kvæntist hann ágætri konu, Kristínu Kristjánsdóttur frá Hnífsdal.
Þau bjuggu allan sinn búskap I Siglufirði I farsælu hjónabandi.
Þau eignuðust þrjú fyrirmyndarbörn, sem öll eru á lifi.
Þau eru:

 • Ólafur Styrmir, aðalgjaldkeri Samvinnubankans, kvæntur Steinunni Arnadóttur,
 • Jóakim Sverrir, læknanemi, kvæntur Helle Kalm, sem einnig stundar nám I læknisfræði, og
 • Helga Dóra, gift Bergi Þorbjarnarsyni, stýrimann á Skagaströnd.

Barnabörn Ottós og Kristínar eru átta.

Þessi hópur syrgir nú góðan maka, föður, tengdaföður og afa, en minningin um mætan mann, sem ekki vildi vamm sitt vita, er huggun harmi gegn. Ég sendi þeim öllum innilegustu samúðarkveðjur.

Reykjavik 20. október 1973 Jón Kjartansson
----------------------------------------------------------

Mjölnir

Ottó Jóakimsson Fæddur 15. maí 1915 Dáinn 28. sept. 1973

Ottó Jóakimsson var fæddur 15. maí 1915 hér í Siglufirði. Sonur merkishjónanna Jóakims Meyvantssonar og Ólínu Ólafsdóttur. Var þetta mesta mannkostafólk. Hann ólst upp í foreldrahúsum og ungur að árum fór hann að vinna og þótti altaf afburða maður til hvers- 'konar vinnu.

Hann varð snemma snjall skíðamaður og sérstök fyrirmynd ungra manna. Ottó Jóakimsson mátti ekki vamm sitt vita í neinu og var í alla staði grandheiðarlegur maður. Hann andaðist 28. september 1973 og var mikil eftirsjá af honum.

Árið 1941 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Kristjánsdóttur frá Hnífs dal. Eignuðust þau þrjú börn.
Fjöldi Siglfirðinga mun minnast hans með hlýju og söknuði. Blessuð sé minning hans. Höfðingleg gjöf til minningar um mætan mann. Fyrir stuttu síðan færðu forsvarsmenn Fjáreigendafélagsins, Siglufjarðarkirkju 100.000.— kr. til minningar um Ottó Jóakimsson.
------------------------------------------------

Í jan. 1973, þegar dregið var í 9. fl. happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna (DAS) kom einn vinningurinn, rússnesk landbúnaðarbifreið hingað.
Sú hin heppna var frú Kristín Kristjánsdóttir, kona Ottós Jóakimssonar Túngötu 20. Myndin sýnir þau hjón veita bílnum móttöku. Mynd hér neðar.

Mynd með frétt í heimablaði (?) - ókunnur jósmyndari