Sveinbjörn Borgþór Guðmundsson, vélstjóri

Neisti - 2. tölublað (16.05.1966)

Sveinbjörn Guðmundsson f. 7. maí 1903 d. 2. febrúar 1966

Þann 16. febrúar sl. var gerð frá Siglufjarðarkirkju jarðarför Sveinbjörns Guðmundssonar, Aðalgötu 23.

Sveinbjörn Borgþór Guðmundsson hét hann fullu nafni, var fæddur hér í Siglufirði, 7. mars 1903, og voru foreldrar hans Sigurlaug Bjarnadóttir og Guðmundur Guðmundssón, kaupmaður. Ungur að árum gerðist harm starfsmaður hjá síldarverksmiðjunni Gránú, sem hóf hér starfsemi árið 1919, og; var þar vélstjóri, og gegndi því starfi meðan verksmiðjan var rekin. Síðan gerðist hann vélstjóri hjá síldarverksmiðjunni Rauðku og var starfsmaður þar fram á sl. haust, er hann fór á sjúkrahúsið.

Sveinbjörn Guðmundsson

Sveinbjörn Guðmundsson

Sveinbjörn var verklaginn og þótti góður og samviskusamur vélstjóri. 14. mars árið 1930 kvæntist hann Oddný Ingimarsdóttir. Þeim, var ekki barna auðið, en ættleiddu dreng, Gunnar Sveinbjörnsson að nafni, sem þau ólu upp sem sinn eigin son.

Sveinbjörn Guðmundsson var ljúfmenni hið mesta, prúður og hógvær í framkomu.

Hann þekkti veikleika lífsins, en hamingja hans var, að hann átti trausta og góða eiginkonu, er stöðugt var við hlið hans er á móti blés. Eiginkonu hins látna, syni og öðrum aðstandendum eru hér færðar dýpstu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Sveinbjörns Guðmundssonar.