Ólafur Bessi Gíslason

Mjölnir - 13. júní 1979

Ólafur Bessi Gíslason — Minning —
Hinn 23. 1979 andaðist Ólafur Bessi Gíslason á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.

Ólafur Bessi var fæddur á Hraunum í Fljótum 23.11 1904, sonur hjónanna Gísla Gíslasonar og Þorbjargar Tómasdóttur. Eins og þá var títt með unga menn í Fljótum vandist hann snemma við að sækja björg í bú á sjóinn, bæði á hákarlaskipum og smábátum, og einnig stundaði hann kaupávinnu hjá ýmsum 'bændum.

Ólafur mun því ungur hafa kynnst erfiðu hlutskipti daglaunamannsins og þau kynni kveikti í brjósti hans viljann til að bæta hlutskipti þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, en sá vilji entist honum til dauðadags, því ávallt var hann einn traustasti stuðningsmaður hinna róttæku verkalýðshreyfingar hér í Siglufirði.

Ólafur Bessi Gíslason

Ólafur Bessi Gíslason

Ólafur fluttist til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni árið 1921 og hér í bæ bjó hann ætið síðan. Héðan stundaði hann sjóinn lengi framan af, en gerðist síðan starfsmaður S.R. árið 1936 og starfaði hjá því fyrirtæki meðan heilsan leyfði.

Ólafur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Þorleifsdóttur, árið 1938 og eignaðist þar traustan lífsförunaut sem deildi með honum áhugamálum og ,annaðist hann af ástúð og umhyggju i veikindum hans, sem voru löng og erfið.

Með Ólafi Bessa Gíslasyni er genginn einn af þeim traustustu alþýðumönnum sem byggt hafa þennan bæ og gert hann að því sem hann er i dag. Við sem áttum með honum samleið um langa tíð, kveðjum góðan dreng að leikslokum og sendum eiginkonu hans og börnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Ó.G.   (Ó.G. Sennilega Ósakar Garibaldason)

Hjónin; Sigurbjörg Þorleifsdóttir og Ólafur Bessi Gíslason (Óli Bessa)

Hjónin; Sigurbjörg Þorleifsdóttir og Ólafur Bessi Gíslason (Óli Bessa)