Tengt Siglufirði
mbl.is 16. ágúst 2003 | Minningargrein
Olga Óladóttir fæddist á Siglufirði 27. júlí 1925. Hún lést í Reykjavík 5. ágúst 2003.
Foreldrar hennar voru Óli G. Baldvinsson, f. 15. apríl 1897, d. 16. sept. 1979, og Dómhildur Sveinsdóttir, f. 1. des. 1900, d. 16. sept. 1979.
Eftirlifandi systur Olgu eru
Hinn 15. apríl
1961 giftist Olga Gunnar Guðbrandsson, f. 2. ágúst 1922, d. 4. júní 1993.
Dóttir
þeirra er
Börn Gunnars af fyrra hjónabandi eru
Útför Olgu fór fram í kyrrþey.
Kynni mín af Olgu hófust skömmu eftir að ég kynntist Tinnu, eiginkonu minni, fyrir 14 árum.
Mér
var boðið í mat á heimili þeirra Gunnars, foreldra Tinnu, og fann strax að mér myndi líka vel við þau bæði.
Olga hafði mikinn áhuga á listum, að því er virtist öllum listum, en þó sérstaklega frönskum bókmenntum. Hún hafði á hinn bóginn ekki sérstakan áhuga á dægur- og tískuþrasi, og það var ákveðinn tímalaus karakter í öllum samskiptum við hana.
Olga lagði nokkuð á sig við að kenna og innræta dótturdætrunum, Olgu Lilju og Hildi, lestur og gott málfar, en Gunnar Páll, tæpra tveggja ára, fær þess ekki notið.
Olga fór hiklaust eigin leiðir og velti ekki endilega fyrir sér hvað aðrir myndu gera í sömu sporum. Hún fór t.d. í frönskunám í Háskóla Íslands 67 ára. Slys kom í veg fyrir að hún drifi sig til Frakklands, eins og hana hafði dreymt um. Hún var nokkuð sérlunduð, en líka sanngjörn og áreiðanleg.
Hún gætti oft barnanna meðan aldur og heilsa leyfði, enda hafði hún af þeim mikla ánægju. Undanfarin tvö ár hrakaði heilsu hennar smám saman, og fyrir einum til tveimur mánuðum varð ljóst að farið var að kvölda nokkuð hratt.
Olga sótti þá fast að fá að deyja heima, og varð að þeirri ósk sinni. Hennar er sárt saknað af okkur í Grænuhlíðinni.
Bjarni Þorbergsson.