Oddur Vagn Hjálmarsson

Einherji - 1979

Oddur Vagn Hjálmarsson — Minning — F. 11/71912 D. 10/61979

  • Að lifa kátur líst mér máti bestur,
  • þó að bjáti eitthvað á,
  • að því hlátur gera má.
  • Sigurður Breiðfjörð

Þetta vísukorn finnst mér lýsa nokkuð lífsviðhorfum Vagga, eins og hann var oftast kallaður, ég man ekki eftir að hafa hitt hann nema kátan og hressan, hann sá held ég alltaf björtu hliðarnar á öllum málum og þannig mönnum hlýtur að veitast létt leiðin um lífsins ólgusjó. Seinni árin leitaði hugur hans ábyggilega oft til sjávarins, þar sem hann starfaði meginhluta ævi sinnar sem vélstjóri.

Oddur Vagn Hjálmarsson

Oddur Vagn Hjálmarsson

Ég kynntist Vagga fyrir allmörgum árum og hafði ég yndi af að heyra hann segja frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Við vorum samherjar í stjórnmálalegum félagsskap og áttum þar mörg sameiginleg áhugamál, sem við ræddum mikið, og vorum við oft samferða á fundi þar. Ég ætla ekki að hafa þessi fátæklegu orð mín fleiri, en kveð með söknuði góðan dreng.

Eftirlifandi konu hans Gunnfríður Friðriksdóttir votta ég samúð mína, svo og börnum hans og öðrum ættingjum.

Sv.Þ.