Georg Kristinsson

Neisti - 24. maí 1945  - DÁNARMINNING

Georg Kristinsson. Fæddur 11. sept. 1920 Dáinn 14. maí 1945

Það er svo oft í dauðans skugga dölum, að dregur myrkva fyrir lífsins sól, og víst er það, að lúður dauðans hefir kallað þig fyrir aldur fram úr þessum heimi. Við, sem eftir stöndum, mænum út i myrkrið og eigum erfitt með að skilja, að þú skulir vera horfinn: „Að heilsast, að kveðjast, það er lífsins saga." Ég man, hvað mig setti hljóðan og kvíðinn, er ég heyrði, að þú varst á förum til sjúkradvalar að Kristneshæli í fyrra vor.

Kvíðinn hefur verið fyrirboði þess, sem koma skyldi. Um sumarið var þín saknað af samstarfsmönnum þínum, og okkur, sem umgengust þig, erí unnu ekki sama verk. Það fara ekki margar sögur af fáskiptum verkamönnum. þeir unnu störf sín í kyrrþey, en þeir vinna sín þýðingarmiklu störf að byggingu þess musteris, sem við öll störfum að fyrir þjóð okkar.

Georg Kristinsson var hinn besti drengur og duglegur, hjálpsamur og ósérhlífinn og á þann hátt til fyrirmyndar. Því hverjir eiga að vera hjálpsamir og ósérhlífnir hverjir um aðra, ef ekki verkamennirnir? Hafðu þökk fyrir.

Við vorum einnig reglufélagar í stúkunni Framsókn.

Reglusystkini þín senda þér kveðjur, og þakka þér fyrir margar samverustundir. Þó hugi okkar þyngi, þá eygjum við gegnum eld trúarinnar, sigurgöngu þína um himinlöndin.

Vertu sæll. — Hönd drottins leiði 'þig um stigu framtíðarinnar.

Verkamaður úr Síldarverksmiðjum ríkisins
-----------------
Ef einhver veit meira um Georg Kristinsson: þá vinsamlega miðlið til mín, svo og ljósmynd.  sk21@simnet.is