Kristín Guðmundsdóttir

Morgunblaðið - 30. janúar 1974

Kristín Guðmundsdóttir — Minningarorð. Fædd 31.ágúst 1927. Dáin 18. janúar 1974

Frændkona mín Kristín Guðmundsdóttir lést á Borgarspítalanum 18. janúar 1974 eflir stutta legu. Þungur harmur et nú kveðinn að fjölskyldu hennar og vinum.

Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 31. ágúst 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Guðmundur og faðir minn voru systkinasynir. Hann ólst upp á Þrasastöðum. Stíflu í Fljótum, hjá afa mínum Guðmundi Bergssyni.

Kristín Guðmundsdóttir - Ljósmynd,Kristfinnur

Kristín Guðmundsdóttir - Ljósmynd,Kristfinnur

Á Þrasastöðum kynntust Oddný og Guðmundur, en Kristín móðir hennar gerðist, eftir að hún varð ekkja, ráðskona hjá afa mínum, en hann missti konu sína frá stórum barnahópi. Oddný og Guðmundur hófu búskap á Deplum, næsta bæ við Þrasastaði. Síðar bjuggu þau að Nefsstöðum, en fluttust þaðan til Siglufjarðar.

Þar starfaði Guðmundur m.a. hjá Rafveitu Siglufjarðar, en lengst af sem verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. þau eignuðust þrjár dætur.

 • Kristín Guðmundsdóttir,
 • Katrín Guðmundsdóttir og
 • Svandís Guðmundsdóttir.

Þegar foreldrar mínir fluttust til Siglufjarðar frá Þrasastöðum, var ég átta ára gömul og frá þeim tama var ég mín uppvaxtarár heimagangur hjá Oddnýju og Guðmundi. Stína varð fyrsta vinkonan mín, við vorum jafnöldruð og fylgdumst því að strax í barnaskóla. Þeir voru ófáir kakó- og síðar kaffibollarnir, sem ég drakk hjá Oddnýju, við eldhúsbekkinn hennar.

Hún átti alltaf eitthvað gott að gæða okkur á. Kökudúnkarnir voru sjaldan tómir á því heimili. Oddný var elskuleg kona og fyrirmyndar húsmóðir í einu og öllu. Hún lést árið 1972. en Guðmundur árið 1970. Stína fór ung að aldri til frændkonu sinnar á Akureyri og vann þar um tíma við afgreiðslustörf ofl.

Síðar for hún í Húsmæðraskólann á Ísafirði.

Á Akureyri kynntist hún Rikharði Jónssyni. Þau gengu í hjónahand árið 1951 og stofnuðu fyrst heimili á Akureyri.

Elsta dóttirin, Oddný Ríkarðsdóttir fæddist á Siglufirði.

Stína átti þá við nokkra vanheilsu að stríða, ílengdist litla stúlkan því hjá afa sínum og ömmu, sem tóku miklu ástfóstri við hana og ólst hún upp hjá þeim.

Oddný er nú gift og á eina dóttur. Árið 1954 fluttust Stína og Ríkharð til Kópavogs og þar fæddust fimm dætur í viðbót.

 • Guðbjörg,
 • Edda,
 • Svandís,
 • Halldóra Sigríður og
 • Anna María Benedikta

Og eru þær þær yngstu þrettán og níu ára.

Ríkharð var um árabil skipstjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga.

Má því nærri geta, að nóg hefur verið fyrir sjómannskonuna að starfa, með allan þennan barnahóp. Oft var lasleiki á heimilinu, en Stína var samt alltaf hress og kát. hún erfði myndarskapinn frá móður sinni og hélt heimili sínu fáguðu og fallegu. Uppeldið á dætrunum tókst með mikilli prýði, en það hvíldi mest á hennar herðum, þar sem húsbóndinn var sjaldan heima, vegna starfs síns, en væri hann hins vegar í fríi, var hann fljótur að taka til hendinni og hjálpa til við heimilisstörfin eða sinna dætrunum.

Þau hjónin voru hæði einstaklega gestrisin og góð heim að sækja, enda var þar ætíð mikill' gestagangur. Stína var mjög fær við alla matargerð og kökubakstur, hún hjálpaði því oft til i veislum hjá kunningjum sínum og jafnvel öðrum. Hún var ákaflega hjálpfús og vildi öllum greiða gera.

Ég á Stínu margt að þakka. Fyrsta mánuðinn i hjónabandi okkar Jóns, bjuggum við á heimili þeirra Ríkharðs, vegna þess að íbúðin, sem við höfðum tekið á leigu, var ekki tilbúin. Fjórum árum síðar vorum við aftur í húsnæðis hraki, þá með tvo unga syni, þriggja og eins árs. Þegar Stína frétti um það, bauð hún okkur strax að vera hjá sér. Ég hikaði við að þiggja það góða boð, mér fannst síst á bætandi hjá henni, sem átti þá von á fimmta barninu Stína taldi mér þó fljótt hughvarf og við fluttum fjögur þangað inn á heimilið, um sama leyti og hún kom heim með fimmtu dóttunna af fæðingardeildinni.

Einnig í þetta skipti dvöldum við þar í um það bil mánaðartíma. Íbúðin, sem þau áttu þá, var aðeins þriggja herbergja, en það var alltaf nóg pláss hjá Stínu. Litlu síðar fluttust þau í stærri íbúð, að Borgarholtsbraut 22 og bjuggu þar, þangað til sl. sumar, að þau fluttu heimili sitt til Þorlákshafnar. Ríkharð hætti á sjónum fyrir nokkrum árum og hefir síðan verið framkvæmdastjóri Meitilsins h.f. á Þorlákshöfn. Í allmörg ár höfum við verið saman í saumaklúbbi, nokkrar jafnöldrur og vinkonur frá Siglufirði. Stína var í þeim hópi. Þar var alltaf glatt á hjalla, en oft minna saumað en skyldi.

Nú síðustu árin vantaði Stínu þó oft, vegna lasleika. Síðast er við ætluðum að koma saman, var hún rúmliggjandi, þó ekki alvarlega veik. Hún hringdi samt um kvöldið, talaði við okkur allar og óskaði okkur gleðilegs nýárs.

Enga okkar grunaði þá, að þetta símtal yrði hinsta kveðja Stínu.

Að lokum þakka ég henni fyrir liðnar samverustundir.

Við Jón sendum Ríkharði, dætrum og tengdasyni innilegar samúðarkveðjur, einnig systrum og móðurbróður á Siglufirði.

Margrét Jóhannsdóttir.
-------------

Vinkona mín, Kristín Guðmundsdóttir, lést á Borgarspítalanum síðastliðinn janúar 1974

Kristín fæddist í Siglufirði 31. ágúst 1927 dóttir hjónanna Oddnýjar Jóhannesdóttur og Guðmundar Sigurðssonar, Túngötu 39, þar i bæ. Hún ólst upp í Siglufirði, „síldarbænum mikla," hjá ástríkum foreldrum og með ungum systrum sínum, ásamt móðurbróður sínum Jóhanni, sem bjó á heimili hennar og reyndist henni mjög góður frændi.

Ung að árum fór hún til Akureyrar til þess að vinna fyrir sér og vann þá aðallega verslunarstörf. Á Akureyri bjó Kristín hjá hjónunum Sigriði Friðriksdóttur og Stefáni A. Kristjánssyni, er hún minntist ávallt sem sæmdarhjóna og taldi sína gæfu að hafa mátt kynnast þeim og heimili þeirra, þegar hugurinn var enn ungur og ekki fullmótaður. Leiðir okkar Kristínar lágu saman, þegar við vorum nemendur í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði veturinn 1948—49. Þar kynntist ég ungri og glaðværi stúlku, sem alltaf kom til dyranna eins og hún var klædd.

Skapgóð og tápmikil gekk hún að hverju verki og munum við skólasystur hennar minnast hennar með sérstakri þökk fyrir allar ánægjustundirnar fyrr og síðar. Árið 1951 giftist hún eftirlifandi manni sínum Ríkharði Jónssyni frá Akureyri. Þau byrjuðu að búa í höfuðstað Norðurlands, en fluttu til Kópavogs árið 1955. Fyrir ári síðan fluttu þau til Þorlákshafnar, en þar er Rikharður nú framkvæmdastjóri hjá Meitlinum hf.

Þau Kristin og Ríkharður eignuðust sex mannvænlegar dætur, en þær eru: Oddný, sem gift er i Kópavogi, Jakobi Guðnasyni, Guðbjörg, Edda, Svandís, Halldóra og Anna María, sem allar eru enn í föðurgarði.

Vinátta okkar Kristínar hélst, þó að skólaárin væru að baki. Ég minnist margra stunda, sem við áttum á liðnum árum, hversu ánægjulegt var að heimsækja hana og sjá allan þann myndarskap og dugnað, sem hún lagði á sig fyrir heimilið. Framganga hennar var mótuð af hlýju viðmóti i hinu daglega lífi. Og þrátt fyrir heilsubrest hin síðari ár lét hún aldrei bugast. Séra Matthías segir á einum stað:

 • Lítið er fljótt,
 • líkt er það elding,
 • sem glampar um nótt,
 • ljósi, sem tindrar á tárum,
 • titrar á bárum.

Ekki átti ég von á því, þegar ég talaði við Kristínu um áramótin, að leiðir okkar mundu svo fljótt skilja hér í þessum heimi. Víð mannanna börn áformum svo margt, — en það er Guð, sem ræður. Ég kveð þig nú með þökk fyrir vináttu þína og tryggð, sem ekki mun gleymast. Ég færi eiginmanni og dætrum mína dýpstu samúð og hið þeim guðsblessunar á ókomnum árum.

Margrét Árnadóttir.
---------------------------------

Líf ! Hvað ertu líf, nema leiftur og dánarspil ! Við komum og förum sem leiftrandi ljós, en skuggi dauðans ei svæfir þá rós, sem endurminningin gefur. — Þannig er hugsun minni varið, er ég sit í þögninni og hugsa til litlu frænku minnar, sem ég sá vaxa frá smá telpu til fullvaxta konu með sterka skapgerð. Ég sá hana ljóma sem móður og húsfrú á sinu yndislega heimili með eiginmanni og dætrum — ég sá hana gjöfula og veitandi húsífrú, sem öllum vildi gott gjöra. Og i einu andartaki er öllu breytt.

Maðurinn með ljáinn spyr ekki um ferðbúnað, er hann knýr dyra, og svo var nú — alltof snemma og öllum að óvörum heimsótti hann heimilið að C-götu 4 í Þorlákshöfn og hreif með sér húsfreyjuna mitt f lífsstarfi sínu aðeins 46 ára — frá eiginmanni, dætrum, tengdasyni og litilli dótturdóttur. Manni verður á að spyrja: Því þá hún, sem var svo lífssterk, átti svo margt óunnið og nú kölluð í miðri dagsins önn? Ef til vill bíður hennar meiri köllun — meira að starfa guðs um geim. Guð blessi minningu hennar og gefi ástvinum hennar öllum þrek í þeirra miklu sorg.

Bj.G.