Óskar Sveinsson sjómaður með fleiru

Dagblaðið Vísir - DV - 19. desember 1983

Óskar Sveinsson: Fæddur 24. október 1903 Dáinn 20. desember 1983

Óskar Sveinsson frá Siglufirði lést á Borgarspítalanum miðvikudaginn 14. des. 1983.

Hann var fæddur í Reykjavík 24. okt. 1903 og ólst þar upp.

Árið 1927 flutti hann til Siglufjarðar og átti þar heima upp frá því og til dauðadags.

Óskar starfaði lengst af ævinnar á sjónum og þá oftast á togurum.
Seinustu árin starfaði hann við fiskvinnu í landi auk þess sem hann rak hænsnabú skammt frá heimili sinu að Suðurgötu 68.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 20. des. nk. kl. 15.
------------------------------

Óskar Sveinsson - glaðhlakkur sem venjulega

Óskar Sveinsson - glaðhlakkur sem venjulega

Viðbót: Óskar mun hafa starfað við uppbyggingu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sem og í mörg ár við blandaða vinnu þar, fyrst hjá SRP.  Hann mun á löngu  tímabili verið til sjós.

Síðar stundað ýmsa vinnu á Siglufirði, lengi var hann einn af þeim hörkukörlum sem unnu við skipalestun og losun, oft nefnt "Stúarafélag Siglufjarðar".

Um tíma vann hann hjá Tunnuverksmiðju ríkisin. og árið 1963 útbjó hann og rak hið fræga hænsnahús, sem hann var með í nokkra tugi hænsna, síðar flutti hann hænur sínar, og fjölgaði í gömlu netastöðinni við Suðurgötu.

Það hús brotnaði niður í snjóflóði 1973 -

Óskar þekkti ég vel eins og flestir Siglfirðingar, hann var gamansamur, félagslyndur og sögufróður. Það var gaman að hlusta á sögur hans, og njóta nærveru hans.
Steingrímur Kristinsson.
---------------------------------------------

Stúararnir, mynd hér fyrir neðan: >> Fremri röð frá vinstri og upp frá vinstri: Frank Woodhead, Gestur Pálsson, Vigfús Gunnlaugsson,  Otto Jóakimsson,
Ágúst Sæby, Ólafur Einarsson, Jónas Jónsson verkstjóri, Hreiðar Guðnason, Stefán Þórarinsson, Ægir Jóakimsson, Jóhann Aðalbjörnsson, Kristinn Guðmundsson verkamaður, Gísli Sigurðsson, Óskar Sveinsson, Erlendur Jónsson, Maron Björnsson, Gunnar Símonarson og Barði Ágústsson

 

Óskar á meðal "Stúara" - Fremri röð frá vinstri og upp: Frank Woodhead, Gestur Pálsson, Vigfús Gunnlaugsson, Otto Jóakimsson, Ágúst Sæby, Ólafur Einarsson, Jónas Jó
Hænsnahúsið fræga.
Netastöðin, hænsnahús eftir snjóflóðið