Óli Karlsson Siglufirði

Óli Karlsson ásamt bróður sínum Ragnari Karlssyni, fæddist á Siglufirði 12 maí 1935 dáinn 8. ágúst 2007

Foreldrar hans voru Jónína Sigurðardóttir, f. 20.8. 1912, og Karl Gíslason, f. 23.5. 1901. 
-------------------------------------------------------------

Bræðurna Ragnar og Óla þekkti vel þó yngri væru, og minnist þess hve vel þeim gekk að læra í Barnaskólanum og ég öfundaði þá.

Ekki man ég hvor þeirra það var, en annar þerra að minnsta kosti var búinn að læra vel að lesa danskan texta.

Hann "hjálpaði" mér að þýða nokkra kafla frá danskri tæknibók um bíó-sýningarvélar.

Það tókst honum með ágætum, því pabbi var hissa þegar ég sýni honum þýðinguna, hann hélt að ég þá 13 ára hefði þýtt textann, þar sem hann þekkti skrift mína sem ekki var neitt til að húrra fyrri. Ég leiðrétt það og sagði honum frá þýðandanum. Hann varð raunar enn meira undrandi þar sem Raggi/Óli var einu ári yngri en ég. 

Óli Karlsson

Óli Karlsson

Mamma hafði raunar lesið oft fyrir mig myndasögurnar í dönsku blöðunum sem hún var áskrifandi af og ég fylgt þar vel með (hafði áhuga á efninu) en ég komst ekki með hælana þar sem Ragna/Óli hafð tærnar. Hann las slíka texta án þess a hnökra.
Ekki voru erlend tungumál á námskrá barnaskóla á þessum tímum, sem margir höfðu meiri áhuga á r en mörgu ruglinu sem okkur stóð til boða, sem fæst börnin höfðu áhuga á.

Ninnuguttarnir voru eins og margir fjörugir strákar á þessum tímum talvert miklir prakkarar, svona (eins og ég sjálfur)
En aldrei hafði ég heyrt neitt um óþokkaskap frá þeim, sem því miður, sumir strákar framkvæmdu.     -- Góðir strákar: Ninnuguttarnir.

Steingrímur Kristinsson.

Ragnar Karlsson og Óli Karlsson (tvívurar) Heima á Siglufirði voru þeir kallaðir Ninnu guttarnir, (vísað til móður þeirra)