Tengt Siglufirði
Fjarðarpósturinn: Andlát
Sr. Kristján Róbertsson, kennari og prestur, lést 8. júlí 2008, 83ja ára að aldri.
Sr. Kristján lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1950 og vígðist sama ár til Svalbarðsprestakalls.
Hann starfaði víða innan Þjóðkirkjunnar og var m.a. sóknarprestur á Akureyri, Siglufirði, Hvanneyri, Hálsi og á Kirkjuhvoli. Hann sinnti og prestsþjónustu í Vesturheimi og hjá Fríkirkjunni í Reykjavík um skeið.
Hann kenndi í gagnfræðaskólum í Reykjavík og á Akureyri og starfaði hjá Ríkisútvarpinu.